Áskorun á bæjaryfirvöld í Garðabæ að endurskoða lokun við Prýðahverfi og þá hættu sem það skapar við gatnamót nýja og gamla Álftanesvegar

Á síðasta ári létu bæjaryfirvöld loka gatnamótunum á gamla Álftanesvegi og Herjólfsbraut þannig að afleggjarinn að Prýðahverfi varð botnlangi. Þetta var gert án grendarkynningar eða samráðs við íbúa í Hleinahverfi og Garðahverfi og á Álftanesi.

Afleiðing breytingarinnar er að nú þurfa íbúar Hleina- og Garðahverfis að fara um gatnamót gamla og nýja Álftanesvegar með tilheyrandi aukinni umferð og hættu fyrir alla þá sem fara um þessi gatnamót, í stað þess að beygja inn á gamla Álftanesveg á hringtorginu við Prýðahverfi sem er augljóslega mun öruggari leið.

Þegar lokunin var framkvæmd við Prýðahverfi voru jafnframt engar breytingar eða aðlaganir gerðar á gatnamótum nýja og gamla Álftanesvegar til að draga úr slysahættu fyrir alla sem um þau fara, t.d. með gerð beygjureinar og aðreinar og lengingu sveigjureinar. 

Þessi gatnamót gamla og nýja Álftanesvegar eru varhugaverð, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Ökuhraði er oft mikill á nýja Álftanesveginum og því ekki alltaf mikið ráðrúm fyrir ökumenn að hemla eða sveigja framhjá bíl sem ætlar að taka vinstri beygju inn á gamla Álftanesveg. Þegar hafa orðið nokkur umferðaróhöpp þar frá því að lokunin við Prýðahverfi var framkvæmd.

Við skorum því á bæjaryfirvöld í Garðabæ að endurskoða lokun við Prýðahverfi og þá hættu sem það skapar við gatnamót nýja og gamla Álftanesvegar.

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að Ragnhildur Ágústsdóttir geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:




Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...