Áskorun til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn Íslands um leyfi og fjárhagslegan stuðning við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Spáni

 Gott að eldast á Spáni

Þúsundir Íslendinga aldraðir, öryrkjar og aðrir, dvelja langdvölum á Spáni, mikilvægt er að þessi hópur fái góða heilbrigðisþjónustu. Vegna takmarkaðs framboðs á íslenskum hjúkrunarheimilum og mikils álags á íslenska heilbrigðiskerfið, skora ég á heilbrigðisráðherra, Ölmu D. Möller, að veita samþykki, annars vegar  fyrir hjúkrunar-, öldrunar- og endurhæfingarþjónustu á Torrevieja-svæðinu á Spáni, og hins vegar fyrir rekstrarstuðningi frá íslenska ríkinu (Sjúkratryggingum) vegna þjónustunnar, til dæmis 40 hjúkrunarrýmum til 10 ára,  sem rekin væru á íslenskri kennitölu og með íslensku fagfólki, áþekkt og aðrar Norðurlandaþjóðir hafa gert fyrir sitt fólk.  

Af hverju ætti að hefja rekstur heilbrigðisþjónustu á Spáni?

  1.  Ódýrara húsnæði og lægri rekstrarkostnaður þess.
  2.  Lægri fæðiskostnaður og möguleiki á hollara fæði, svo sem nýju grænmeti og ávöxtum allt árið.
  3.  Mun lægri lyfjakostnaður á Spáni en á Íslandi.      
  4. Fólk hefur lýst yfir að í veðurfarinu og útivistinni á Spáni hafi það fengið betri lífsgæði, losnað við inntöku á lyfjum og gigt og psoriasis batnað, svo eitthvað sé nefnt.     
  5. Möguleiki fyrir endurhæfingu sjúklinga, með tímabundinni dvöl í sólinni og hitanum á Spáni (sem íslenska ríkið myndi styðja við).      
  6. Margir eldri Íslendingar á Spáni tjá sig um að þar séu þeir virkari og hafi myndað gott félagslegt net, og þrátt fyrir versnandi heilsu og hreyfigetu með hækkandi aldri, vilja þeir dvelja áfram á Spáni, ef þeir hafa möguleika á þjónustu.
  7. Uppbygging og rekstur íslenskrar heilbrigðis- og öldrunarstofnunar á Spáni minnkar álag og eftirspurn eftir dvöl á hjúkrunarheimilum á Íslandi og er jafnframt hagkvæmari á hvern einstakling en á Íslandi. hefur
  8. Verið er að tala um að fjárfesta í Heilsuþorpi sem hefur upp á að bjóða 80 öryggisíbúðir og byggingu með 100 herbergjum fyrir sjúkrarúm, ásamt aðstöðu til endurhæfingar.

Guðrún Gyda Ölvisdóttir    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að Guðrún Gyda Ölvisdóttir geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:




Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...