Áskorun til Þórhildar Elfarsdóttur skólastjóra Varmárskóla

Við undirrituð lýsum yfir óánægju okkar með að Andrea Sif Sigurðardóttir, umsjónarkennari 9 ASI til tveggja ára, fái ekki endurráðningu á starfssamning þar sem hún hefur ekki formlega lokið kennaranámi sínu.

Andrea hefur stutt gríðarlega vel við nemendur og fékk erfitt verkefni í hendur þar sem mikill samskiptavandi var til staðar þegar hún tók við bekknum fyrir tveim árum en henni tókst með umhyggju, stuðning og virðingu við nemendur að byggja upp sjálfstraust nemenda og hafa jákvæð áhrif á samskipti þeirra sem hefur svo haft jákvæð áhrif á hegðun og námsárangur. Hún hefur á einstakan hátt náð að ger námið áhugaverðara og skemmtilegra svo eftir er tekið og var ein þeirra þriggja kennara sem hlaut viðurkenningu á hvatningarverðlaunum 2020. 

Við undirrituð skorum á skólastjóra Varmárskóla, verðandi Kvíslarskóla að endurskoða afstöðu sína og framlengja ráðningarsamning við Andreu og gefa nemendum tækifæri að klára grunnskólagöngu undir handleiðslu kennara sem þau þekkja og treysta.