Áskorun til stjórnvalda um að taka upp nýsjálensku leiðina í sóttvörnum landsins

Þeim sem skrifa undir þessa áskorun þykir fullreynd sú tilraun að hafa landið opið fyrir umferð erlendis frá meðan farsóttin geisar. Þess er krafist að nýsjálenska leiðin verði tekin  upp á landamærunum sem og í sóttvörnum landsins.
Við núverandi aðstæður vofir næsta bylgja sífellt yfir okkur. Því þarf að herða reglur á landamærunum en ekki slaka á eins og stefnt er að með vorinu.
Allt menningarlíf er enn að miklu leyti lamað og án hertra aðgerða er hætta á að aflýsa þurfi enn og aftur tónleikum, hátíðum og íþróttaviðburðum og frelsi landsmanna til venjulegs lífs ekki fyrirsjáanlegt næstu mánuði.
Ef nýsjálenska leiðin væri tekin upp gætum við lifað eins og venjan er með skólastarf, menningar- og íþróttalíf í blóma. Veitingarhús, barir, tónlistarsalir, líkamsræktarstöðvar og íþróttaleikvangar iðandi af lífi. Verlsun og viðskipti væri nánast með eðlilegum hætti og fólk gæti ferðast óheft innanlands í sumar. Þessu er öllu verið að fórna ef ekki verður gripið til harðari aðgerða.


Guðbergur Egill Eyjólfsson    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Guðbergur Egill Eyjólfsson to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.


EðAGreidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...