Endurskoða skipulag á Sumardeginum fyrsta í Vesturbænum

Við mótmælum því metnaðarleysi sem virðist ríkja um þessi hátíðarhöld þetta árið.


Við, íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur, viljum að skrúðgöngu verði aftur komið á í Vesturbænum, rétt eins og síðustu ár, og er viðhaldið í mörgum hverfum borgarinnar.
Þá viljum við einnig að hátíðarhöld verði á ný færð á KR svæðið, eða þeim fundinn annar staður en Melaskóli sem er síður en svo skjólsæll fyrir slík hátíðarhöld.
Þetta förum við fram á að komi til framkvæmda á Sumardaginn fyrsta árið 2018.

Skrúðganga með lúðrasveit og skátum er eitt það sem "hringir inn sumarið" í hjörtum flestra Íslendinga og eru Vesturbæingar þar engin undantekning. Þá hafa hátíðarhöld síðustu ár farið fram á bílastæði KR, á stéttinni sem og innanhúss við góðar og flottar undirtektir.
KR lóðin hentar vel þar sem hún er skjólsæl og einnig hægt að leita inn ef illa viðrar.

Börn og foreldrar í Vesturbænum lýsa yfir frati á þetta nýja skipulag og óska eftir að gamla skipulagið verði tekið upp að nýju, eða nýtt skipulag í samráði við íbúa.


Þórdis V. Þórhallsdóttir    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans