Heimapróf við sálfræðideild

Er ég ein um að vera afar ósátt við þetta prófafyrirkomulag? Að neyða nemendur til að mæta í staðpróf með tilheyrandi áhættu. Hvað með þá sem lenda í sóttkví og jafnvel einangrun, hvaða fyrirkomulag verður fyrir þá. Ég tel það líka frekar ólíklegt að ef að einhver vaknar með kvef og á þá samkvæmt tilmælum að halda sig heima, sé að fara að halda sig heima og lenda í því að missa af lokaprófi, hvað með smitin sem gætu komið út frá því? Það er einnig gripið frekar seint til þessarar ákvörðunar og það var nú bara í síðustu viku sem rektor sendi tilkynningu um að flest öll próf yrðu heimapróf nema samkeppnispróf og undanþágur. Sé ekki alveg hvernig við flokkumst undir það? Afhverju er HÍ ekki að fara að fordæmi HR og HA sem eru að hafa þetta heimapróf og hugsa um hagsmuni nemenda.

Finnst það líka furðulegt að heilbrigðisvísindasvið sé einmitt það svið sem er með flest staðpróf af öllum sviðunum, frekar ironic þar sem að margir á því sviði vinna einnig á viðkvæmum vinnustöðum? Persónulega langar mig bara til þess að geta haldið gleðileg jól með ömmu og afa og fjölskyldunni en ekki taka þá áhættu að lenda í sóttkví korter í jól. Getum við ekki sameinast í því að reyna að breyta þessu með því að safna saman undirskriftum og senda á skólayfirvöld

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir gef ég Ragnheiður Özurardóttir leyfi til að afhenda undirritun mína til þeirra sem sem hafa vald yfir þessu viðfangsefni.


EðA

Þú munt fá tölvupóst með hlekk til að staðfesta undirritun þína. Til að tryggja að þú móttakir tölvupóstinn þinn skaltu vinsamlegast bæta info@petitions.net við nafnaskrána þína eða á öruggan sendendalista.

Athugaðu að þú getur ekki staðfest undirritun þína með því að svara þessum skilaboðum.
Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...

Facebook