Nútímalegt leik og útivistarsvæði í Dalvíkurbyggð

Sælt veri fólkið.

Ég ákvað að búa til ein hóp hér á Facebook í þeim tilgangi að athuga hvernig og eða hvort að foreldrum hér í Dalvíkurbyggð finnist ekki vanta almennilegt leiksvæði fyrir krakka á öllum aldri hér á svæðinu.

Ég er búin að kynna mér núna í þaula alskonar leiktæki frá Lappset sem eru Finnsk gæða leiktæki.

Eins langar mig að sjá svona uppblásið trampolín sem kallast Ærslabelgur á þessu leiksvæði. Sem ég vonast til að foreldrar hér í Dalvíkurbyggð hafi áhuga fyrir að hjálpa mér að fá bæinn til að græja almennilegan og skemmtilegan samkomu stað fyrir börn og foreldra til að leika saman.

Ástæðan fyrir að ég er að reyna að hrinda af stað Svona framkvæmd er að í nánast öllum bæjarfélögum í kringum okkur hafa risið þessi frábæru leiksvæði.

þá með klifurkastala með rennibrautum og alskonar þrautum og leikjum.

Eins eru þessi bæjarfélög með á sama stað svona ærslabelgs trampolín.

Endilega bjóðið öllum sem þið þekkið hér á Dalvík í þennan hóp.

Ég hendi inn myndum af þessum leiktækjum og ærslabelg. Svona til að sýna hvað ég er að hugsa.

Staðsetning fyrir svona gæti tildæmis verið á grasinu við hliðiná gervigras fótboltavellinum hjá skólanum.

 

Lappset.png