Við krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um “þriðja orkupakka ESB”.

Athugasemdir

#1439

vill ekki þennan orkupakka

(Reykjavík, 2019-05-15)

#1444

Ég er á mótið þessu þriðja orkupakka. Á ekki eiga sér stað.

(Reykjanesbær, 2019-05-15)

#1445

Fóstrið hefur hjarta sem slær og tel ég um líf á einstaklingi verið um að ræða þar af leiðandi samkvæmt lögum má ekki deyða líf og þá fóstrið.

(Reykjanesbær, 2019-05-15)

#1448

Enginn veit hvernig þessi þróun mála endar því þetta er opið í báða enda.

(Egilsstaðir, 2019-05-15)

#1455

Þetta mál varðar alla þjóðina

(Reykjanesbæ, 2019-05-15)

#1458

Stíga skal varlega til jarðar, ekkert liggur á, en mikið í húfi.

(Hella, 2019-05-15)

#1465

Elítan vill þetta. Þjóðin ekki. Þá er lýðræðið eina vopnið í boði.

(Akureyri, 2019-05-15)

#1469

Vegna vantrausts á að ráðamenn séu hæfir eða hlutlausir til að taka akvörðun um slíka gjörninga með fyrir Íslenskan almenning, sem á með réttu samkvæmt stjórnarskrá auðlindir landsins.

(Reykjavik, 2019-05-15)

#1474

Eina sem er ódýrt á þessu landi er orka. Verði þessi pakki samþykktur þá verður innan nokkurra ára ekki neitt ódýrara á þessum klaka. Verði lagður sæstengur þá verður virkjaður hver einasti lækur og spræna og vindmillur úti um allar trissur, náttúrulegur harmleikur í boði Vinstri ekki grænna og félaga.

(HAFNARFJORDUR, 2019-05-15)

#1476

Ég vil að þjóðin fái að kjósa því ég treysti ekki íslenskum eiginhagsmuna stjórnmálamönnum.

(Skagaströnd , 2019-05-15)

#1484

Ég skrifa undir því að það gengur ekki upp að selja allar auðlindir Íslands úr landi. Það mun ekki vera neitt eftir fyrir komandi kynslóðir.

(Dunkirk , 2019-05-15)

#1490

Er orðinn þreyttur á að ekki sé hlustað á raddir þjóðarinnar þegar að mikilvægum málum kemur.

(Kópavogur, 2019-05-15)

#1503

Ég er ósammála að stjórnvöld á Íslandi eiga ekki að leifa þjóðinni að ráða í svona mikilvægum málum

(Halden, 2019-05-15)

#1529

Ég tel orkupakkann brjóta gegn stjórnarskrá. Fyrirvarar munu ekki halda. Alþingi gersamlega vanhæft.

(Mos., 2019-05-16)

#1538

Það er eðlilegt að stjórnvöld hlusti á rödd alþýðinnar í þessu umdeilda máli.

(Grindavík , 2019-05-16)

#1540

Það eru við Íslendingar sem eigum að eiga fullan yfirráðarétt yfir auðlyndum landsins.

(Reykjavík, 2019-05-16)

#1546

Er þetta hluti af lífkjarasamningnum svokallaða?
Að selja á íslenska raforku í gegnum sæstreng og hækka raforkuverð fyrir okkur Íslendinga!
Fyrir utan raforkuver sem væntanlega þyrfti að bæta við til að mæta þörfinni.
Sé bara ekki tilganginn með að samþykkja þessi lög þar sem Ísland er ekki skuldbundið til að taka um allar reglugerðir ESB, og það stendur ekki til að leggja sæstreng.
Eða hvað??
Er ekki alveg nóg að borga hærra verð en flestar aðrar þjóðir fyrir aðfluttar vörur (vegna svokallaðs flutningskostnaðar) Þó við förum ekki líka að borga hærra verð fyrir það sem við fytjum út.
Ef lögin verða samþykkt og sæstrengur lagður í framtíðinni, þá um leið fellur raforkumarkaðurinn hér undir valdheimildir ACER í gegnum ESA eftirlitsstofnun EFTA.

(Kópavogur, 2019-05-16)

#1547

Það er of hættulegt að láta ráðamenn þjóðarinnar klára þetta mál, það er þjóðarinnar að klára þetta .

(Mosfellsbæ, 2019-05-16)

#1555

Treysti ekki stjórnvöldum!

(Kópavogur, 2019-05-16)

#1557

Ég skrifa undir því mér er ekki sama um Íslendinga

(Reykjavík, 2019-05-16)

#1559

Ég skrifa undir vegna þess að Ísland á að vera sjálfstætt, ekki heyra undir ESB.

(Vopnafjörður, 2019-05-16)

#1563

Ég er á móti orkupakka 3

(Reykjavík , 2019-05-16)

#1567

Kæri mig ekki um að þingmenn taki þessa ákvörðun án þess að fólkið í landinu hafi eitthvað um það að segja!
Nei takk!

(Egilsstaðir, 2019-05-17)

#1571

Vill ekki þetta ekki

(Keflavik, 2019-05-17)

#1581

16., 17. og 19. gr. stjórnarskr. gefa forseta fullan rétt til að vísa óvinsælu skaðræðis- og þarfleysu-málinu (líka þingsályktun um mikilvægt stjórnarerindi) til þjóðaratkvæðis.

(Reykjavik, 2019-05-17)

#1586

Ég er á móti orkupakka 3

(reykjavík , 2019-05-17)

#1590

að eg vil að við kjósum en ekki að ráðamenn velji fyrir okkur

(keflavik , 2019-05-18)

#1593

Ég er á móti markaðsvæðingu raforkuvinnslu og dreifingar

(Þorlákshöfn, 2019-05-18)