Undirritaðir skora á Háskóla Íslands að afturkalla fyrirhugaðar breytingar á fjarnámi í Leikskólakennarafræðum

Athugasemdir

#403

Ég undirrita þetta skjal þar sem að kona mín er að fara að stunda þetta nám og er það svo gott sem illmögulegt að stunda þetta "fjarnám" samhliða vinnu

Sveinn Traustason (Garður, 2020-08-18)

#413

ég skrifa undir vegna þess að ég einstöka mödur, með enga fjölskyldu sem get hjálpa mér hér. Ef er ég ekki vinna það ég get ekki að fara í skóla. Ég byrjaði í fjárnám vegna þess að það er hægt að vinna með. Mér finst það mjög vont ef það er skipt efir að ég er búin að vera klára 120 einingar.

Zdenka Motlova (Kópavogur, 2020-08-19)

#417

Allt nám á að vera fjarnám þar sem hægt er, að breyta þessu er afturför sem bendir til gríðarlegs greindarskorts hjá ráðamönnum! Fólk Á að geta menntað sig með vinnu, óháð því hvar það býr á landinu. Það á ekki að skikka fullorðið fólk sem kanski eru með fjölskyldur og heimili til að kasta öllu lífinu upp í loft, sleppa vinnu til þess eins að sitja í skólastofu einsog 10 ára börn. Árið er 2020, það má næstum læra allt í gegnum tölvu!

Börkur Vilhjálmsson (Hólmavík, 2020-08-19)

#430

Mér finnst þetta fáránlegar kröfur, og við þurfum á þessari stétt að halda.

Bryndís Gísladóttir (Njarðvík, 2020-08-21)

#432

Þetta hentar leikskólum illa vegna þess að á þeim tíma sem námið fer fram (c.a. 8:30-11:30 fer almenn kennsla fram s.s. hópastarf, samvera, markviss málörvun o.fl. fram á deildum). En einnig letjar þetta fyrirkomulag fullorðið fólk sem annars hefði áhuga á að fara í nám í að fara í nám og er hætta á að leikskólakennurum fækki enn frekar (starfsstétt sem þegar er í útrýmingarhættu).

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir (Selfoss, 2020-08-21)

#434

Fjarnám á ekki að vera með skyldumætingu.

Melanie Stege (Garðabær , 2020-08-22)

#443

Það er ómögulegt fyrir mig að sinna náminu og vinnunni minni með þessu fyrirkomulagi. Ég hefði aldrei skráð mig í þetta nám hefði ég vitað að þetta.

Brynja Þorsteinsdóttir (Borgarbyggð, 2020-08-24)

#447

Breyting hentar illa fyrir fjarnema sem starfa í leikskóla samhliða námi.

Silvía Snæbjörnsdóttir (Kópavogur, 2020-08-29)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...