Áskorun til stjórnvalda - Stöðvið vanrækslu í skólakerfinu

Athugasemdir

#208

Ég er búin að fara í gegnum þetta kerfi með son minn

Rúna Rós Svansdóttir (Reykjavík, 2021-06-16)

#216

Vegna þess að ekkert barn á að upplifa sig sem ómögulegt eða ósýnilegt hef sjálf farið úr landi til að gefa mínu barni tækifæri á að sýna hvað í því bjó en ekki hvernig skólinn var búin að ákveða hvernig það væri óalandi og óferjandi.

Ólöf Jónasdóttir (Hvalfjarðarsveit, 2021-06-16)

#218

Ég skrifa undir vegna þess að ég á einstakan dreng sem skólakerfið hefur brugðist að mörgu leyti.

Jóhanna Eydís Þórarinsdóttir (Húsavík, 2021-06-16)

#219

Sonur minn, á einhverfurófi, varð fyrir kennaraeinelti. Hann varð einnig fyrir einelti frá öðrum nemendum enkennaraeineltið var sárast. Þeir hefðu átt að vita betur. Þegar það "átti að gera eitthvað í málinu" var hann gerður að vandamálinu

Ásdís Egilsdóttir (Hafnarfjörður, 2021-06-16)

#224

Ég skrifa undir fyrir öll börnin sem ég hef kennt, er að kenna og á eftir að kenna.

Jóhanna Höskuldsdóttir (Reykjavík, 2021-06-16)

#229

Ég skrifa undir af því að ég á 13 ára son á einhverfurófi.

Elsa Jóhannsdóttir (Reykjavík, 2021-06-16)

#230

Það þarf mikla viðhorfsbreytingu, allir eru mikilvægir alla daga... Það þarf ekki að troða öllum í sama kassann..

Hulda Eggertsdóttir (Mosfellsbær, 2021-06-16)

#231

Ég er móðir ADHD barns og vinn sem þroskaþjálfi í grunnskóla svo ég geri mér vel grein fyrir þeim vanda sem er innan skólakerfisins

Harpa Ragnarsdóttir (Reykjavík , 2021-06-16)

#240

Sem móðir og kennari veit ég að ástandið er jafnvel enn verra en fram kemur í þessari grein.

Sigrún María Guðmundsdóttir (Akureyri, 2021-06-16)

#243

Ég á barn sem leið aldrei vel í skóla og varð fyrir mikip einelti og líkamsárás.

Linda Skaug (Reykjavík , 2021-06-16)

#246

Ég skrifa undir vegna þess að ég á tvö börn sem pössuðu engan veginn í boxið sem þau áttu að passa í í grunnskólakerfinu. Á þessu ári eru 8 og 10 ár síðan þau kvöddu grunnskóla og greinilegt er að ekkert hefur breyst.

Elísa Berglind (Mosfellsbær, 2021-06-17)

#250

Eg a 3 börn m greiningar sem liður öllum illa i skolakerfinu og fa ekki nægan stuðning við hæfi

Ylfa Jakobsdóttir Fenger (Kopavogur, 2021-06-17)

#251

Vegna míns og dóttir minnar

Guðrún Björk Hallbjönsdóttir (Hafnafjöður, 2021-06-17)

#252

Sem stuðningsfulltrúi og kennari sem vinnur með börnunum sem hafa gleymst og fá ekki sömu tækifærin og hinir

Sól Hilmarsdóttir (Reykjavík , 2021-06-17)

#256

Ég vil réttlæti fyrir öll börn.

Erla Magnúsdóttir (Reykjavík , 2021-06-17)

#264

Hlúum betur að þeim sem passa ekki í þessa stöðluðu kassa !

Helga Rós Sveinsdóttir (Akranes, 2021-06-18)

#269

Ég skrifa undir vegna þess að skólaumhverfi alltof margra barna er ekki að vinna með þeim. Þessi áhersla á að laga það sem upp á vantar er svo kolröng nálgun sem gerir það að verkum að skólinn verður kvöl og pína fyrir allt of marga.

Það er ekkert skrýtið að drengjum leiðist í skóla.

Katrín Brynja Hermannsdóttir (Garðabær, 2021-06-19)

#270

Ég skrifa undir vegna þess að það er svo löööngu tímabært að laga þessa hluti.

Ósk Elísdóttir (Reykjavík , 2021-06-20)

#273

Ég skrifa undir þar sem ég hef áhyggjur af líðan barna í grunnskólum.

Ingibjörg Sveinsdóttir (Kópavogur , 2021-06-20)

#275

Mig svíður að vita af vanlíðan elsku yndis barnanna og virðingarleysi í þeirra garð og foreldra þeirra sem ekki sýst líður illa. Þetta er svo mikið sárt.

Helga Elísabet Kristjáns. (Seltjarnarnesi, 2021-06-21)

#280

Allir sem fara til vinnu dag hver vilja eiga góðan vinnudag með jákvæða upplifun og trú á eigin getu. Geta svo farið heim úr vinnu með tilfinningu um að hafa áorkað eitthverju. Þetta á líka við skólabörn og kennara.

Svala Sigurðardóttir (Kópavogi, 2021-06-23)

#284

Ég vil breytingar þannig að allir njóti sín á sínum forsendum og fái að blómstra

Hulda Svansdóttir (Höfn , 2021-06-26)

#292

Ég starfa sem kennari og þekki því vel til.

Margrét Hildur Ríkharðsdóttir (Hafnarfjörður, 2021-07-05)

#305

Barnið mitt fær ekki þann stuðning sem hann þarf í skóla.

Linda Geirsdóttir (Kópavogur, 2021-08-17)

#312

Ég á barn með sérþarfir og er alltaf að berjast og fæ ekkert

Sveiney Bjarnadóttir (Reykjavík, 2021-08-17)

#313

Ég skrifa undir vegna þess að misrétti og aðgerðarleysi ríkir í mörgum ef ekki flestöllum grunnskólum landsins. Mér finnst það verulega bágborið og óréttlátt. Þessu þarf að breyta!

Bergþór Örn Sölvason (Kópavogur, 2021-08-17)

#321

Ég á barn sem þarf á félagslegum og annars konar stuðningi að halda í skóla en hefur takmarkaðan stuðning fengið

Elín Gíslína Steindórsdóttir (Hafnarfjörður, 2021-08-17)

#322

Sjálfur hef ég reynslu, upplifun og þekkingu af þessu og hún er ekki af hinu góða...

Óskar Örn Adolfsson (Reykjavik , 2021-08-17)

#324

Barnabörn mín kunu þurfa stuðning

Álfheiður Ólafsdóttir (Álfheiður Ólafsdóttir, 2021-08-17)

#328

Good that öryrkjabandalagsins is putting an ultimatum for the Icelandic school system to guarantee the help needed for children with special needs. I am a mother who knows that some of her children have physical and mental conditions that require adaptation in the way they are teach. I am also right now navigating with other moms the world of rare conditions where you have to fight at each step to get what your child need. The fact that in Iceland there is no freedom of choice in term of school your child goes in means that schools have the OBLIGATION to respect, understand and adapt to each child particularities. Otherwise, Iceland HAVE TO AUTHORIZE alternative schooling, alternative curriculum and homeschooling.

Marie Legatelois (Flóahreppur, 2021-08-17)

#330

Ég skrifa undir vegna þess að ég á einhverfan son sem fær ekki þá aðstoð og þjálfun sem hann á rétt á í sínum grunnskóla, vegna þess að hann er ekki óþekkur.

Andrea Ævarsdóttir (Grindavík , 2021-08-17)

#335

Það er ekki nóg að segja að skólar séu án aðgreininga þegar að úrræðin fyrir börnin eru svo ekki í boði í skólanum og engin tæki á skólalóðinni fyrir fötluð börn...

Siggi Jóhannesson (Garðabær, 2021-08-17)

#339

Ég á þrjú börn sem þurfa og munu þurfa auka aðstoð í skóla vegna sérþarfa

Eva Rós Birnudóttir (Stokkseyri, 2021-08-17)

#343

Ég á son sem er að byrja í fyrsta bekk og ég hef haft kvíðahnút yfir grunnskólagöngunni hans, í fjögur ár. Alveg frá því ég vissi fyrir víst að hann væri ekki alveg "venjulegur". Hef flutt á milli landshluta til að reyna tryggja honum farsæla skólagöngu með möguleika á að geta lært eitthvað, lært að fúnkera innan um fólk. Það er bæði brotið á réttindum barna með sérþarfir og hinna sem ekki hafa þær. Þau eiga rétt á að geta lært og haft gaman án þess að kennarinn hverfi lengi frá til að sinna einhverjum einum sem tók brjálæðiskast af því hann hafði ekki úthald í að hlusta meira eða vildi ekki að teikna mynd, af því hann bókstaflega getur ekki teiknað. Ef að þjónusta við börn með sérþarfir væri stóraukin með viðeigandi aðstoð og úrræðum þá væri betur hægt að tryggja velferð allra barna landsins

Ásta Bjarndís (Hafnarfjörður , 2021-08-17)

#345

Ég á tvær dætur með cp og tvö börn á einhverfurófinu.
Við búum á Suðurnesjum ef eg ætla að fá iðjuþjálfun fyrir börnin mín þá þarf eg að fara til Reykjavikur.

Katrín Aðalsteinsdóttir (Gaður, 2021-08-17)

#350

Ríkið og bæjarfélög eiga líka að fylgja lögum.

Axel Freysson (Mosfellsbær, 2021-08-18)

#351

Stöndum saman um vörð allra barna á Íslandi! Allir eru jafn mikilvægir! Allir skipta máli!

Elva Sig (Mosfellsbær, 2021-08-18)

#359

Ég er starfandi kennari og horfi uppá mörg vandamál sem mætti leysa með betri faglegri mönnun starfsmanna

Árný Jóna Stefánsdóttir (Kópavogur, 2021-08-18)

#364

Ég er kennari og hef séð með eigin augum þessa líðan barna í skólanum. Við verðum að geta gert betur.

Dagbjört Hjaltadóttir (Súðavík , 2021-08-18)

#365

Barnið mitt er með ADHD og fékk aldrei viðeigandi meðferð í grunnskóla kom þaðan út fallinn á prófum þrátt fyrir að hafa góða námsgetu.
Blómstraði í framhaldsskóla þar sem hann fékk viðukenningu kennara.

Áróra Hlín Helgadóttir (Reykjavík, 2021-08-18)

#380

Sem foreldri, kennari og sérfræðingur.

Elín Karlsdóttir (Akureyri , 2021-08-18)

#383

Skortur á geðheilbrigðis- og talmeinaþjónustu við börn er til háborinnar skammar - margra ára biðlistar þar sem snemmtæk íhlutun gæti skipt öllu máli! 🤬

Kristín Henrysdóttir (Ísafjörður , 2021-08-18)

#385

Ég hef mjög slæma reynslu úr grunnskóla. Ég er sjálf á einhverfurófi, með ADHD, lesblindu, hvatvísi, kvíða og þunglyndi.
Skólinn sem ég var í, stakk greiningunni minni ofan í skúffu og satt að segja var grunnskólagangan mín tímasóun frá 5 bekk.
Eina ástæðan fyrir því að ég komst í gegnum grunnskóla er sú að foreldrar mínir sá um að kenna mér allt námsefnið þegar ég kom heim úr skólanum.
Þegar ég byrjaði í framhaldsskóla fékk ég LOKSINS þá aðstoð sem ég þrufti á að halda til að geta útskrifast sem stúdent og í framhaldinu farið í háskólanám.
Í dag, hefur mér tekist að útskrifast sem stúdent, og er langt kominn með BSc gráðu í Háskóla Íslands, en ég á bara eftir lokaverkefnið.
Ég hefði ALDREI komist á þenna stað í lífinu nema með þrjósku foreldra minna sem kenndu mér mest allt námsefnið sjálf í grunnskóla, ásamt frábæru fólki í kringum mig sem hefur gripið mig þegar ég var við það að gefast upp og hjálpað mér að ná mínu markmiði.

Aníta Sæmundsdóttir (Reykjanesbær, 2021-08-18)

#387

Það er þörf á að laga til í skólakerfinu

Anna María Hoffmann Guðgeirsdóttir (Selfoss, 2021-08-18)

#391

Ég á barn sem er í þessari stöðu.

Anna Valgerður Einarsdóttir (Ísafjörður, 2021-08-18)

#399

Ég a sjalf börn með sérþarfir

Ingibjörg Elín Jóhannsdóttir (Reykjavíkurborg, 2021-08-19)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...