Við hvetjum bæjarstjórn Hafnarfjarðar til að endurskoða og draga til baka takmörkun á vistunartíma leikskólabarna í bænum.

Hér fyrir neðan er grein sem birt var í 10. janúar 2020. Í greininni er dregið saman hvaða aðstæður geta (og hafa skapast) hjá fjölskyldum sem áður keyptu 8,5+ klst. í dagvistun fyrir börnin sín í leikskólum bæjarins. 

Með undirskrift þinni ert þú að styðja þá hugmynd að bæjarstjórn dragi þessa ákvörðun til baka og veiti þeim fjölskyldum sem á þurfa að halda rými á ný.

 

Greinarhöfundur er Hildur Pálsdóttir.

Þann 20. nóvember samþykkti fræðsluráð styttingu á viðveru leikskólabarna sem frá
áramótum mun takmarkast við 8,5 klst. á dag. 

Ég sendi erindi til sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs (MOL), færðsluráðs og
bæjarstjórnar, en langar að vekja athygli bæjarbúa á þessu líka því það er
grafalvarleg þjónustuskerðing að setja íbúum bæjarins þessa takmörkun.

Á heimasíðu Hafnarfjarðar segir að þetta sé liður í að innleiða Barnasáttmálann og
að þessi ákvörðun eigi að „stuðla að betri líðan barna“. Það er frábært að
Barnasáttmálinn sé í hávegum hafður og réttindi barna færð efst á forgangslistann.

En ég tel þessa ákvörðun skapa umhverfi sem veldur meiri streitu og óreiðu. 

Í svari sviðsstjóra MOL segir að aðeins lítill hluti fjölskyldna kaupi og nýti sér þessar
30-60 auka mínútur sem um ræðir, en greiði öll fyrir þjónustuna og svigrúmið.

Stór hluti foreldra leikskólabarna starfar ekki í Hafnarfirði en skilar af sér 8 stunda
vinnudegi (7:51 frá áramótum). Það gefur fólki 30-39 mínútur alls til að komast í og
úr vinnu – sem reynist mörgum ómögulegt.

[Viðbót við greinin: Mörg okkar sem vinna t.d. inni í Reykjavík getum verið í 20-45
mínútur að komast til vinnu á morgnana, aðra leiðina, og annað eins til baka.
Það eru 40-90 mínútur umfram vinnudaginn sem við þurfum líka að skila af okkur.]
 
Með þessari ákvörðun er verið að setja fjölskyldur sem kaupa 9+ klst. fyrir dagvistun
út í jaðarinn, með því að setja þeim takmörk sem ekki ganga upp og minnka
sveigjanleika sem getur verið mörgum (eins og minni fjölskyldu) nauðsynlegur í
daglegri rútínu. 

Þetta getur skapað umhverfi þar sem börn eru á miklu róti með því að fara í pössun
eftir skóla frekar en að fá að vera í sínu venjulega skólaumhverfi með tilheyrandi
öryggi og venju. Þetta getur líka skapað aðstæður þar sem foreldrar vinna frekar
heima eftir að skóla lýkur eða sökum skorts á sveigjanleika þurfi að skipta um starf.

Hugmyndin er falleg, en umhverfið og samfélagið okkar veitir okkur öllum ekki
tækifæri til þess.

Við eigum að skapa samfélag jöfnuðar, ekki takmarkana.

Með virðingu og vinsemd,
Hildur
Foreldri leikskólabarns í Hafnarfirði

 

Þessi undirskriftalisti verður sendur til bæjarstjórnar og fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar. 

 

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að Hildur Pálsdóttir geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:




Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...