Við mótmælum kynningarfyrirkomulagi, engin leigubílastöð, bílastæði of fá, aðgengi heft að verslunum og þjónustu, þrenging Glerárgötu, aðgengi fyrir fatlaða og byggingarmagn of mikið

Við mótmælum

 

Bæjarstjórn Akureyrar kynnir um þessar mundir nýtt skipulag fyrir miðbæ Akureyrar. Frestur til að gera athugasemdir er til kl. 16 þann 21. apríl 2021. Athugasemdum er hægt að skila með tölvupósti á skipulagssvid@akureyri.is.

 


Við undirrituð mótmælum því kynningarfyrirkomulagi sem Akureyrarbær hafði í miðjum covid-19 faraldri og í samkomubanni.Við undirrituð mótmælum því að leigubílastöðin (BSO) verði að víkja af svæðinu. Við undirrituð mótmælum því að byggja eigi á aðal bílastæðareitum miðbæjarins sem eru í Hofsbót og Skipagötu. Á þessum reit eru í dag 191 bílastæði en þau verða einungis 15. Við undirrituð mótmælum að breyta eigi Hofsbót og hluta af Skipagötu í einstefnugötur því það heftir aðgengi að verslunum og þjónustu í miðbænum

 

Við undirrituð mótmælum þrengingu Glerárgötu Við undirrituð mótmælum því að aðgengi að bílastæðum nálægt verslunum og þjónustu í miðbænum er ábótavant fyrir hreyfihamlaðra og fatlaða og barátta um bílastæði mikill. 


Við undirrituð mótmælum byggingarmagni. Reisa á nokkur 4-5 hæða hús í Skipagötu og Hofsbót. Húsaröðin nær frá Strandgötu og að Kaupvangsstræti og verða húsin nánast alveg við Glerárgötu. Mikill skuggi verður á svæðinu vegna hæð húsanna og þéttleika.

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Árveig Aradóttir to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.


EðA

Þú munt fá tölvupóst með hlekk til að staðfesta undirritun þína. Til að tryggja að þú móttakir tölvupóstinn þinn skaltu vinsamlegast bæta info@petitions.net við nafnaskrána þína eða á öruggan sendendalista.

Athugaðu að þú getur ekki staðfest undirritun þína með því að svara þessum skilaboðum.
Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...