Við óskum eftir því að jafnræði gildi fyrir öll börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg

 Við undirrituð íbúar í Sveitarfélaginu Árborg förum þess á leit við bæjaryfirvöld að frístundaakstri verði aftur komið á við ströndina þ.e Eyrarbakka og Stokkseyri. Þannig að börn og ungmenni sem þar búa hafi sömu möguleika á að stunda íþróttir og tómstundir á Selfossi án tillits til búsetu í sveitarfélaginu.

Akstur frístundabíls í Árborg, nema innanbæjar á Selfossi var hætt og börnum á Eyrarbakka og Stokkseyri gert að taka strætó á milli staða, sá akstur hentar engan veginn eða afar illa. Akstursplan hentar ekki við tímasetningar á æfingum og oft á tíðum eru börnin að koma of seint á sínar æfingar eða það snemma að þau þurfa að bíða mjög lengi. Strætó er með sínar stoppustöðvar á mismunandi stöðum og þurfa þau þá að fara mun lengri leið en ef um væri að ræða frístundabíl sem mun þá hafa í för með sér meiri seinkun á æfingu þegar þannig er.

Foreldrar hafa verið að hafa samband við sveitarfélagið og biðja um úrbætur en ekki fengið.

Við krefjumst þess að jafnræði sé gætt og það verði komið á akstri sem hentar börnum og ungmennum sem búa á Stokkseyri og Eyrarbakka, þannig þau geta stundað sínar æfingar til jafns við börn á Selfossi.

Það er krafa okkar að öll börn í Árborg búi við jafnræði hvað þessi mál varðar.

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Sædís Harðardóttir to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.


EðA

Þú munt fá tölvupóst með hlekk til að staðfesta undirritun þína. Til að tryggja að þú móttakir tölvupóstinn þinn skaltu vinsamlegast bæta info@petitions.net við nafnaskrána þína eða á öruggan sendendalista.

Athugaðu að þú getur ekki staðfest undirritun þína með því að svara þessum skilaboðum.
Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...