Áskorun til Akraneskaupstaðar varðandi daggæslu barna

Við undirrituð skorum á Akraneskaupstað að endurskoða niðurgreiðslur til foreldra barna í vistun hjá dagforeldrum í bæjarfélaginu. Bæjarfélagið státar af flottu teymi dagforeldra sem hafa reynst börnum okkar mjög vel í gegnum tíðina. Því þætti okkur eðlilegt að þegar barn hefur náð 12 mánaða aldri sé niðurgreiðsla til dagforeldra á pari við niðurgreiðslu fyrir leikskólapláss. Þar með myndi hluti foreldra minnka til muna. Sumir foreldrar eru að horfa á að það muni einungis nokkrum dögum að barnið þeirra komst ekki inn á leikskóla í haust og munu þeir foreldrar því greiða 449,976 kr meira en foreldri barns sem fæddist í lok júlí, fyrir barnagæslu það árið (sé miðað við 8 klukkustunda vistun).

Þá er ekki gerður greinamunur á því hvort foreldri sé einstætt eða í sambúð þegar kemur að niðurgreiðslu.  

Ákveðið var að skoða verðskrár nærliggjandi sveitarfélaga og miðast athugun við 8 klukkustunda vistun.

Samkvæmt verðskrá Reykjavíkurborgar er einungis 800 kr. munur á niðurgreiðslu fyrir fólk í sambúð, en Reykjavíkurborg greiðir rúmum 29.000 meira fyrir einstæða/í námi/öryrkja. (https://reykjavik.is/nidurgreidsla-vegna-barna-hja-dagforeldrum )

Þá var skoðuð verðskrá Mosfellsbæjar en þar er almenn niðurgreiðsla 117.113 kr, og hluti foreldris fyrir vistunarplássið 28.023 kr. Hjá Mosfellsbæ er ekki gerður greinamunur á fjölskylduhögum. ( https://mos.is/ibuar/born-og-ungmenni/dagforeldrar#nidurgreidslur-til-dagforeldra )

Ekki var hægt að taka mark á gjaldskrá Borgarbyggðar vegna þess að þar er ekki starfandi dagforeldri og verðskrá er síðan 2017.  

Dagforeldrar á Akranesi vinna mikilvægt og gott starf, þau eru ómissandi hluti af samfélagi okkar, styðja vel við barnafjölskyldur en það hlýtur að vera umhugsunarefni að það muni á fjórða hundrað þúsundi á ári hvort barn er hjá dagforeldri eða á leikskóla. Það verður bara skrifað á lélegar niðurgreiðslur hjá Akraneskaupstað. Akraneskaupstaður hefur verið í auglýsingaherferð sem segir hversu gott sé að búa á Akranesi með börn með það að leiðarljósi að fjölga barnafjölskyldum í bæjarfélaginu. Er ekki eitthvað bogið við það að samfélag sem ætlar að laða til sín barnafólk bjóði upp á einhverjar lægstu niðurgreiðslu á daggæslu sem um getur á landinu?      


Guðbjörg Perla Jónsdóttir    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I accept that Guðbjörg Perla Jónsdóttir will be able to see all the information I provide on this form.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.


I give consent to process the information I provide on this form for the following purposes:




Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...