Áskorun til Akraneskaupstaðar varðandi daggæslu barna

Við undirrituð skorum á Akraneskaupstað að endurskoða niðurgreiðslur til foreldra barna í vistun hjá dagforeldrum í bæjarfélaginu. Bæjarfélagið státar af flottu teymi dagforeldra sem hafa reynst börnum okkar mjög vel í gegnum tíðina. Því þætti okkur eðlilegt að þegar barn hefur náð 12 mánaða aldri sé niðurgreiðsla til dagforeldra á pari við niðurgreiðslu fyrir leikskólapláss. Þar með myndi hluti foreldra minnka til muna. Sumir foreldrar eru að horfa á að það muni einungis nokkrum dögum að barnið þeirra komst ekki inn á leikskóla í haust og munu þeir foreldrar því greiða 449,976 kr meira en foreldri barns sem fæddist í lok júlí, fyrir barnagæslu það árið (sé miðað við 8 klukkustunda vistun).

Þá er ekki gerður greinamunur á því hvort foreldri sé einstætt eða í sambúð þegar kemur að niðurgreiðslu.  

Ákveðið var að skoða verðskrár nærliggjandi sveitarfélaga og miðast athugun við 8 klukkustunda vistun.

Samkvæmt verðskrá Reykjavíkurborgar er einungis 800 kr. munur á niðurgreiðslu fyrir fólk í sambúð, en Reykjavíkurborg greiðir rúmum 29.000 meira fyrir einstæða/í námi/öryrkja. (https://reykjavik.is/nidurgreidsla-vegna-barna-hja-dagforeldrum )

Þá var skoðuð verðskrá Mosfellsbæjar en þar er almenn niðurgreiðsla 117.113 kr, og hluti foreldris fyrir vistunarplássið 28.023 kr. Hjá Mosfellsbæ er ekki gerður greinamunur á fjölskylduhögum. ( https://mos.is/ibuar/born-og-ungmenni/dagforeldrar#nidurgreidslur-til-dagforeldra )

Ekki var hægt að taka mark á gjaldskrá Borgarbyggðar vegna þess að þar er ekki starfandi dagforeldri og verðskrá er síðan 2017.  

Dagforeldrar á Akranesi vinna mikilvægt og gott starf, þau eru ómissandi hluti af samfélagi okkar, styðja vel við barnafjölskyldur en það hlýtur að vera umhugsunarefni að það muni á fjórða hundrað þúsundi á ári hvort barn er hjá dagforeldri eða á leikskóla. Það verður bara skrifað á lélegar niðurgreiðslur hjá Akraneskaupstað. Akraneskaupstaður hefur verið í auglýsingaherferð sem segir hversu gott sé að búa á Akranesi með börn með það að leiðarljósi að fjölga barnafjölskyldum í bæjarfélaginu. Er ekki eitthvað bogið við það að samfélag sem ætlar að laða til sín barnafólk bjóði upp á einhverjar lægstu niðurgreiðslu á daggæslu sem um getur á landinu?      


Guðbjörg Perla Jónsdóttir    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Guðbjörg Perla Jónsdóttir to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...