Vernd og öryggi gegn dýraníði.

Þessi undirskriftarlisti var upphaflega settur fram vegna þess að aðstandendur hans telja litla sem enga eftirfylgni vera við illri meðferð dýra á Íslandi.

Markmið svona lista geta verið breytingum háð, einkum þegar nýjar upplýsingar berast og/eða ný þekking bætist við. Í því ljósi telja ábyrgðaraðilar listans, að öll þau sem skrifað hafa undir og þau er hyggja á slíkt geti verið sammála um eftirfarandi.

Frá Alþingi er settur réttur, lög og reglur um velferð dýra sem eru alveg skýr að mati sérfræðinga. Viðurlög eru þar fyrir hendi, allt frá stjórnvaldssektum til 2ja ára fangelsisdóms og allt að ævilangri sviptingu leyfis til dýrahalds. Lögunum er hins vegar illa fylgt eftir og refsiákvarðanir dómstóla hafa hvorki fælniáhrif né eru sektarupphæðir slíkar að fyrir þeim finnist. Þá hefur fangelsisrefsingu - utan skilorðsbundinnar - aldrei verið beitt, þó alvarleiki margra mála hafi stundum verið þannig að sérfræðingar telja slíkri beitingu laganna eðlilega. Refsing hefur það hlutverk að lýsa andúð samfélagsins við ákveðnum verknaði og andúð samfélagsins á dýraníði er mikil. Við undirrituð skorum því á Matvælaráðuneytið að gera eftirfylgni og reglur um framfylgni laga gegn dýraníði, bæði skilvirkari og gagnsærri.

Við skorum einnig á ráðuneytið að skerpa á þeim starfsháttum yfirdýralæknisembættisins sem að dýraníði snúa.

Dýrin okkar margra eru ekki einungis gæludýr, heldur hluti fjölskyldunnar og við viljum vita af öllum dýrum öruggum. Og ef einhver beitir þau ofbeldi, þá sé ströngustu viðurlögum framfylgt og á þetta ekki síður við allan búfénað í landinu og öll dýr náttúrunnar.

Virðingarfyllst,

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að Árný Björg Blandon geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:
Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...