Við styðjum kjarabaráttu tónlistarkennara - We support music teachers in Iceland


Um þessar mundir eru tónlistarkennarar í kjaraviðræðum við samninganefnd sveitarfélaga. Þessi undirskriftarlisti er til þess að sýna að við tónlistarnemendur sem og aðrir velunnarar stöndum með tónlistarkennurum í baráttu þeirra fyrir sanngjörnum launum. Með undirskrift okkar sýnum við stuðning í verki.

Music teachers in Iceland are currently on a strike while negotiations about their salary have been unsuccessful. This petition is to show them support in their fight for fair salary and by signing it you show your support.

 

 

  

 Ályktun samstöðufundar haldinn 

í húsnæði Ríkissáttasemjara, Borgartúni 21, 7. október 2014 

 

Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla eru um 5% félagsmanna Kennarasambands Íslands. Þann 2. desember 2013 var skrifað undir viðræðuáætlun samningsaðila en skemmst er frá því að segja að lítið sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðunum á þeim tíu mánuðum sem liðnir eru. 

Jafnrétti í launasetningu er eitt af meginsamningsmarkmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga, að tryggja að sambærileg og jafnverðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu eða stéttarfélagsaðild. Hér er um að ræða lítinn hóp innan eins og hins sama stéttarfélags – Kennarasambands Íslands. 

Kjarastefna Félags tónlistarskólakennara - og Kennarasambands Íslands - er skýr: Laun og önnur starfskjör tónlistarskólakennara og stjórnenda í tónlistarskólum skulu standast samanburð við kjör annarra sérfræðinga og stjórnenda. 

Tónlistarskólakennarar og stjórnendur urðu af einni samningalotu sökum gildistíma kjarasamnings þeirra á árinu 2008, en samningar voru ekki lausir fyrr en eftir efnahagshrunið. Við krefjumst þess að launakjör okkar verði leiðrétt og færð aftur til samræmis við laun annarra kennara og stjórnenda. 

Við skorum á sveitarfélögin í landinu að mismuna ekki félagsmönnum Kennarasambands Íslands í launum eftir því í hvernig skólagerð þeir starfa. 

Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla geta með engu móti samþykkt að störf þeirra, menntun og reynsla sé ekki talin jafnverðmæt og störf annarra kennara og stjórnenda. 

Við þurfum öll hvert á öðru að halda

Jafnrétti í launasetningu er okkar krafa!