Björgum Bíó Paradís
Heimili kvikmyndanna - Bíó Paradís hefur LOKAÐ. Enn er ráðrúm til að bjarga bíóinu ef stjórnvöld svara kalli.
Tíu ára öflugt og ástríðufullt uppbyggingarstarf í þágu íslenskrar bíómenningar og –fræðslu er á leiðinni í súginn og þar með uppbyggingastarfi við eflingu alþjóðatengsla og öflun alþjóðastyrkja. Skaðinn sem af þessu hlýst er óafturkræfur. Þetta gerist á sama tíma og verið er að kalla eftir öflugri þróun á verkefnum í kvikmyndalist og um leið og verið er að skoða átak til að koma erlendum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum í vinnslu á Íslandi.
Nú þarf hugrakka stjórnmálamenn og lausnamiðað ráðuneytisfólk til þess að taka málið föstum tökum. Hugum að innviðunum og byggjum á þeim grunni sem nú þegar er til staðar. Íslensk kvikmyndagerð er í sókn ekki síst fyrir það mikla og góða starf sem unnið hefur verið í Bíó Paradís. Um það eru allir sem hlut eiga að máli sammála.
Við skorum á hæstvirtan menningar- og menntamálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur um að láta slíkt ekki gerast á sinni vakt. Þetta er alvöru krísa sem á að afstýra strax!
Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |