Björgum Bíó Paradís
Heimili kvikmyndanna - Bíó Paradís hefur LOKAÐ. Enn er ráðrúm til að bjarga bíóinu ef stjórnvöld svara kalli.
Tíu ára öflugt og ástríðufullt uppbyggingarstarf í þágu íslenskrar bíómenningar og –fræðslu er á leiðinni í súginn og þar með uppbyggingastarfi við eflingu alþjóðatengsla og öflun alþjóðastyrkja. Skaðinn sem af þessu hlýst er óafturkræfur. Þetta gerist á sama tíma og verið er að kalla eftir öflugri þróun á verkefnum í kvikmyndalist og um leið og verið er að skoða átak til að koma erlendum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum í vinnslu á Íslandi.
Nú þarf hugrakka stjórnmálamenn og lausnamiðað ráðuneytisfólk til þess að taka málið föstum tökum. Hugum að innviðunum og byggjum á þeim grunni sem nú þegar er til staðar. Íslensk kvikmyndagerð er í sókn ekki síst fyrir það mikla og góða starf sem unnið hefur verið í Bíó Paradís. Um það eru allir sem hlut eiga að máli sammála.
Við skorum á hæstvirtan menningar- og menntamálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur um að láta slíkt ekki gerast á sinni vakt. Þetta er alvöru krísa sem á að afstýra strax!
Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans