Skorum á RÚV að neita að taka þátt í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni

Þrátt fyrir þjóðarmorð Ísraels á hendur Palestínu er Ísrael þátttakandi í Eurovision í ár. Rússland var ekki rekið úr Eurovision fyrr en Finnland hótaði að draga sig úr keppni, og önnur lönd fylgdu í kjölfarið. RÚV hefur völdin til þess að þrýsta á stjórn ESB og draga sig úr þátttöku en þau sitja þögul hjá. Hvers vegna er það? Hvar er réttlætið í því? Við skorum á RÚV að gera betur og draga sig úr þátttöku, nema Ísrael verði vísað úr keppni. 

„Við erum staðráðin í að vernda gildi keppninnar sem stuðlar að alþjóðlegum samskiptum og skilningi, sameinar fólk og hampar fjölbreytni í gegnum tónlistina sem sameinar Evrópu á einu sviði,“ segir í yfirlýsingu framkvæmdastjórar EBU í fyrra. Eru gildi keppninnar önnur í ár?