Launakjör Varnarteymis - Undirskriftalisti

.

Störf í Varnarteymi LSH fylgja gríðarlegt álag og áhætta. Útköllum á Geðsviði hafa aukist gríðarlega undanfarin misseri. Frá og með nóvember 2022, hafa komið upp ótal alvarleg atvik; til dæmis má taka tilraunir til íkveikju, í geðdeildarbyggingunni sjálfri og tilraun til að kveikja í starfsmönnum LSH. Algengt er að skjólstæðingar útbúi sér vopn eða hafa náð sér í eldhúshnífa til að hóta starfsfólki. Meðlimir Varnarteymis verða ítrekað fyrir líkamsárásum og aðkasti bæði innan og utan vinnustaðarins. Margar hverjar hafa leitt til þess að starfsfólk hafi þurfti að leita til bráðamótttöku og misst úr vinnu vegna alvarlegra áverka. Þessum störfum fylgja andlegt álag og gríðarleg streita.

Þátttaka í Varnarteyminu er skylda fyrir alla ráðgjafa og margir þeirra hafa þurft að hætta vinnu á geðdeild vegna álags og vanlíðan tengdri varnarteymisvinnunni.

Með þátttöku í varnarteyminu hækkar starfsfólk um eitt launaþrep sem nemur 10.000 í launataxta. Einnig eru starfsmönnum gefin loforð um að fá líkamsræktarkort en fyrir marga hefur það ferli reynst of flókið og þungt í vöfum því synjanir frá Launadeild LSH eru ítrekaðar. Þá er ekki upplýst um leiðir til að sækja um skaðabætur vegna áverka í störfum.

Í 2. gr. stofnanasamnings LSH kemur fram að ákvörðun um röðun starfa í launaflokka skal taka tillit til eðlis starfsins, ábyrgðar og umfangs, og í 6. gr. er kveðið á um heimild sé til launahækkana:

1 launaþrep ef starf teljist umfangsmikið/fjölbreytt
1 launaþrep fyrir starf sem feli í sér sérstaka ábyrgð
1 launaþrep fyrir starf sem fela í sér flókin eða vandasöm verkefni
1 launaþrep ef krafist er sérstakrar hæfni umfram það sem almennt gerist
1 launaþrep fyrir starf sem feli í sér áhættu umfram það sem almennt gerist

Því krefjumst við þess að kjarasamnings heimild sé nýtt til launahækkunar sem gildir í allt að 6 launaþrepum.

Við undirrituð krefjumst þess að kjör varnarteymis verði endurskoðuð og hækkuð í samræmi við álag og áhættu. Ef ekki er hægt að verða við óskum okkar um launahækkun þá hlýtur það að þýða, samkvæmt eðlis starfsins, að lögreglan verði látin taka yfir störf varnarteymisins. Við neitum að láta ríkið halda áfram að neyða okkur í svo áhættusöm störf án þess að greiða sanngjörn laun í samræmi við þá áhættu með vísan í stofnanasamning.


Linda Rós Eðvarðsdóttir    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að Linda Rós Eðvarðsdóttir geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:




Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...