Setjum lög um heimilisofbeldi

Setjum sérstök lög sem taka á heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum

Á Íslandi er ekki að finna lagaákvæði sem taka sérstaklega á ofbeldi sem beitt er í nánum samböndum (heimilisofbeldi) heldur eru ákvæði almennra hegningarlaga látin nægja. Sem dæmi má nefna að sök vegna heimilisofbeldis fyrnist eftir sömu reglum og gilda um ofbeldi milli ókunnugra. Þar með er ekki tekið tillit til þess hve þungbært er að kæra ofbeldisverk maka til lögreglu og að erfitt sé að gera það á meðan á sambandinu stendur. Þá er barn sem horfir upp á foreldri sitt beitt ofbeldi ekki skilgreint sem þolandi afbrots í gildandi lögum.

Við, undirrituð, skorum á yfirvöld að endurskoða í heild sinni lög og viðurlög er varða heimilisofbeldi, með það fyrir augum að búa til heilsteypta og skýra löggjöf, annaðhvort með sérkafla í hegningarlög eða með sérstökum lögum, sem taka á öllum þáttum er snúa að heimilisofbeldi. Þannig verði löggjöf bætt, alvarleiki þessara brota viðurkenndur og fyrir alvöru unnið að því að Ísland verði land þar sem heimilisofbeldi og ofbeldi milli náinna einstaklinga er ekki liðið.

 

IN ENGLISH 

A petition to set laws concerning domestic violence - Specific legislation is needed to address domestic violence and violence in close relationships

There is no legal provision in Iceland to deal specifically with violence in close relationships (domestic violence). Instead, general penal code provisions are considered sufficient. For example, liability due to domestic violence is subject to the same statute of limitations as violence between unconnected parties. No consideration is given to the trauma involved in bringing charges against a spouse, or how difficult it is to do so while the relationship is ongoing. Moreover, a child that sees a parent become the victim of violence is not defined as the victim of a crime in current legislation. We the undersigned urge Icelandic authorities to undertake a complete review of the laws and penalties concerning domestic violence, with the aim of creating a clear and solid legal code, either with a special section in the criminal code or with specific laws that apply to all aspects of domestic violence. In that way laws will be improved, the seriousness of these crimes will be acknowledged, and real steps will be taken towards making Iceland a country where domestic violence and violence between close parties is not tolerated.