VIÐ SKORUM Á STJÓRNVÖLD AÐ VEITA AFGÖNSKUM MÆÐGUM HÆLI Á ÍSLANDI
Við undirrituð skorum á kærunefnd útlendingamála að endurskoða niðurstöðu um að senda Maryam Raísi og Torpikey Farrash frá Afganistan til baka til Svíþjóðar. Við skorum á íslensk stjórnvöld að taka fyrir mál þeirra á Íslandi og veita hér hæli. Þær mæðgur eru í erfiðri stöðu en þær eru Shia múslimar og tilheyra minnihlutahópi Hazara sem á undir högg að sæta í Afganistan. Staðreyndir um líf kvenna í Afganistan eru vel þekktar og landið eitt hið versta þegar kemur að réttindum og öryggi kvenna í heiminum. Fyrir utan að tilheyra minnihlutahópum eru þær Maryam og Torpikey konur án verndar á stríðsátakasvæði og í feðraveldissamfélagi. Mayam og Torpikey eiga heima undir verndarvæng Íslands.
Þær mæðgur hafa verið á flótta í áraraðir og hefur Maryam í raun aldrei kynnst annarskonar lífi en á flótta. Torpikey þjáist af alvarlegri áfallastreituröskun og langvarandi kvíða vegna þessa og vegna óvissu um framtíð dóttur sinnar. Lokasynjun hér á landi og endursending þeirra mæðgna til Svíþjóðar yrði þeim báðum enn eitt áfallið í ævilangri leit að öryggi og vernd. Verði þeim vísað til Svíþjóðar eiga þær fyrir höndum vonlitla baráttu til þess að fá leiðrétt mistök í meðferð máls þeirra og þar liggur fyrir að þær verði umsvifalaust sendar til baka til Afganistan þar sem þær yrðu í bráðri hættu.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Höfundur undirskriftarlistans hefur lokað honum.Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum fjarlægt persónuupplýsingar undirritenda.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |