Stöðvum fyrirhugaða lokun á Vin

Vin_Hverfisgötu1.jpeg

Við undirrituð mótmælum harðlega áformum Reykjavíkurborgar um að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er gífurlega mikilvægt athvarf fólks með geðraskanir sem sumt hefur engan annan stað til að sækja stuðning og félagsskap. Lýðheilsa er alltaf besta fjárfestingin til langs tíma og hér er um sérlega viðkvæman og einangraðan hóp að ræða. Í vin hefur verið rekið dagsetur fyrir fólk með geðraskanir í um 30 ár og þar hefur verið unnin mikil og fagleg uppbyggingarvinna. Að binda endi á slíkt starf eru mistök og skammsýni. Hinn svokallaði sparnaður yrði ekki nema blekking og kostnaður líklegur til að verða enn meiri þegar fólk sem þarf á stuðningi að halda hefur einangrast frekar. Yfirlýsingar um aðrar mögulegar útfærslur sem hafa hvorki verið kláraðar né unnar í samráði við viðeigandi aðila eru marklítill fyrirsláttur þegar ákvarðanir um lokun hafa verið teknar. Hlúum að þeim sem þurfa á því að halda. Stöðvum þessi afleitu áform.

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að Melkorka Ólafsdóttir geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:




Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...