Leyfum veiku fólki með fíknsjúkdóm að halda virðingu sinni.

Ef þú ert aðstandandi, einstaklingur með fíknisjúkdóm eða manneskja sem vill mannúðlegt líf fyrir sjúklingin og aðstandanda,  þá endilega haltu afram að lesa.

Hvers vegna stendur á því að árið 2023 er ekki komin meiri skilningur á sjúkdómnum alkóhólisma?

Sjúkdómur sem dregur fólk til geðveiki, fangelsi eða dauða.

Hvað kostar það þjóðfélag okkar að nýta ekki alla þá moguleika sem þekktir eru, til að fyrirbyggja þann skaða sem sjúkdómurinn veldur í lífi sjúklingsins og annarra? 

Vissir þú að aðstandendur tilheyra líka  þeim hóp sem verða geðveikir, veikir likamlega og deyja vegna afleiðinga sjúkdómsins?

Alkóhólismi er viðurkenndur skilgreindur sjúkdómur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og  notar eftirfarandi skilgreiningu um alkóhólisma: Alokóhólismi er langvinn hegðunartruflun sem einkennist af endurtekinni drykkju alkóhóls sem ekki er í neinu samræmi við venjulega neyslu í samfélaginu og skaðar heilsufar og félagslega stoðu einstkalingsins. Undir sjúkdómsheitið Alkóholismi, fellur öll flóran þ.e.a.s öll þau efni sem valda fíkn og eru hugbreytandi.

Þegar þú vilt hætta og ná bata mæta þér allsstaðar biðlistar, sérstaklega ef þú ert endurkomu sjúklingur, það geta verið allt að 8 mánuðir til 10 mánuðir og þú getur dáið á meðan, við getum kallað listana dauðalista! Ef bakslag kemur í sjúkdóminn skaltu þurfa að bíða lengur eftir hjálpinni, það eru reglurnar, algerlega galið!

það er eðlilegt í hvaða sjúkdómi sem er að það geti komið bakslag og þá á að vera hægt að koma þér til hjálpar strax en nei, þá skal sjúkdómurinn Alkóhólismi vera undanskilin!

Þessi sjúkdómur mætir ekki opnum dyrum líkt og með aðra sjúkdóma s.s krabbamein svo ég noti samlíkingu, með þennan sjúkdóm þá skalt þú þurfa að bíða, kveljast eða deyja meðan þú bíður,eftir hjálpinni. Hvaða sjúkrahús hefur fengið tilkynningu í fréttatíma að sjúkrahúsið eða deildin fái niðurskurð?  Vogur! Og yfirlæknirinn Valgerður fær 2 mínútur í fréttum til að útskýra þörfina sem er til staðar í kerfinu. Galið!

Alkóhólsiti í bata er að öllu leyti ódýrari kostur fyrir þjóðfélagið en Alkóhólisti í neyslu.

Förum yfir nokkur atriði sem ríkið, gerendur og fórnarlömb þurfa mögulega að kosta/greiða fyrir virkan Alkóhólista: Útí þjóðfélaginu, sjúklingur sem er í  miklum fráhvörfum og hann á ekki fyrir næsta skammt og þegar örvæntingin er orðin mikil, þá ræðst hann á næsta einstakling til að ræna, fórnarlambið mun laskast á sál og líkama og þurfa á læknismeðferð að halda og verður jafnvel öryrki eftir árásina og ekki má heldur gleyma því að sá sem varð fyrir árásinni á lika fjölskyldu sem líður fyrir verknað sjúklingsins á allann hátt. Er þetta þjóðfélaginu í hag? 

Skoðum það: Sjúklingurinn fær sinn  dóm ef hann næst. Dómurinn er fangelsi eða samfélagsþjónusta en í  mörgum tilfellum er ekki hægt að skrá viðkomandi í samfélagsþjónustu því hann notar hugbreytandi efni og getur ekki staðið við neitt samkomulag við það opinbera.

Sjúklingar fara að selja sig fyrir efnum, stunda vændi, niðurlægjing sem enginn sjúklingur á að þurfa að ganga í gegnum. Enginn sjúklingur á að þurfa að selja sig vegna veikinda.

Afglæpavæðið! Sektir sem sjúklingur þarf að borga ef hann er tekinn með skammtinn sinn og skammturinn er líka tekin af honum, hann er ekki einu sinni borgunarmaður fyrir sektinni. Skammturinn er til eigin nota og við vitum minnst um hvað hann hefur lagt á sig til að borga hann. Í hvað fara sektargreiðslurnar? Fara  þær í að byggja upp meðferðarúrræði?

Að öllu ofantöldu sjáið þið að kostnaður fyrir ríkið, sjúklinga og fórnarlömb er of mikill og að öllu leyti hagkvæmara að auka úrræði. Kostnaðurinn er of mikill, fangelsisvist, vændi, sjálfsmorð, veikindi, örorka og þetta á jafnt við aðstandendur og fórnarlömb.

Allt aukakostnaður fyrir ríkið og einstaklinga, bæði peningalega og andlega, það er ódýrara að leggja pening í fyrirbyggjandi úrræði heldur en sitja hjá.

Alkóhólismi er ekki aumingjaskapur, það ætlar sér enginn að sökkva svona djúpt ínní sjúkdóminn, það ætlar sér enginn þangað! Allir hafa og eiga sér vonir, þrár og framtíðardrauma líka alkóhólistar! þeir eru manneskjur eins og við með tilfinningar og það veit enginn nema þau og fólkið í kringum þau hvað er að þjást vegna þessa.

Við undirrituð skorum á heilbrigðis yfirvöld að taka beiðni okkar alvarlega og hugsa sinn gang en ekki of lengi því timinn vinnur á móti okkur.

Veitum sjúklng aðgang að miðstöðvum þar sem það getur fengið sín fráhvarfslyf eða afeitrun sem samsvarar neyslu hvers og eins og gefum læknum leyfi til að skrifa  skrifa uppá þau lyf sem sjúklingur þarf, bindið ekki hendur lækna, það geta ekki allir hætt eða eru ekki tilbúnir, mætum þeim líka.

Munið að það getur kostað líf að hafa ekki aðgang að fráhvarfslyfjum og viðeigandi hjálp. Á svokölluðum miðstöðvum væri líka hægt að kortleggja sjúklingana, hafa neyslurými,læra að þekkja þarfir sjúklingsins og veita honum stuðning uns hann kemst af biðlista á sjúkrahús.

Vissir þú að alkóhólisti getur dáið vegna þess að hann er í fráhvörfum? Hefur þú séð sjúkling í fráhvörfum? Hefur þú séð þjáninguna líkamlega sem og andlega? Ef ekki þá máttu þakka fyrir en kannsi þurfa yfirvöld að fara og sjá eymdina og sársaukan til að vakna eða finna það á eiginn skinni, sem ég tek fram að ég ætla engumm.

Með því að leyfa aðgang að fráhvarfslyfjum og læknar mega skrifa uppá þau komum við í veg fyrir, heimilisleysi, vændi, afbrot af ýmsum toga, ótímabær dauðsföll, sjálfsmorð, fangelsisvistun, geðveiki, blóðeitrannir, lifrabólgu, alnæmi, sjúkrahúslegur og niðurlægjingar sem enginn manneskja á að þurfa að ganga í gegnum.

Sala á eiturlyfjum minnkar.

Aðstandendur fá svefnfrið, verða ekki sjúklingar á líkama og sál, geðveikir, fremja ekki sjálfsmorð og lenda ekki á spítala.

Ódýrara fyrir þjóðfélagið er það ekki? 

Ég geri mér grein fyrir að álit okkar er eins ólíkt og við erum mörg og ég bið ykkur að virða það við mig að ég er bara leikmanneskja í þessum málum en ekki fagmanneskjaen ég er aðstandandi og veit hvað við er að fást. Ef þú ert sammála því sem ég skrifa þá endilega veittu málefninu stuðning, ég ætla koma undirskriftum til yfirvalda, okkur vantar áheyrn! Og endilega vekjið athygli á listanum mínum því ég er ein sem stend að honum og hef aldrei gert svona áður, ég þarf ykkar hjálp við að hleypa umræðum í gang. Ég mun skila lista  og undirskriftum til heilbrigðisráðherra og hafa með mér fjölmiðla til að vekja athygli á brýnni þörf úrlausna.

 

 

 

 

 

 

 

 


Dagbjört Ósk Steindórsdóttir    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Dagbjört Ósk Steindórsdóttir to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.







Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...