Yfirlýsing frá Íslensku þjóðinni til stuðnings friðar og mannréttinda í Palestínu

Þegar stjórnvöld tala ekki máli þjóðar og fara gegn vilja hennar í alvarlegum málum þarf sú þjóð að stíga fram og láta vilja sinn skýrt í ljós. Við, fólkið í landinu styðjum ekki fjöldamorð og ofsóknir af nokkru tagi, hvorki á Íslandi né annars staðar. Við trúum að réttlæti og hugrekki til að standa með mannúð og friði sé alltaf nauðsynleg fyrir mannlega reisn og sé alltaf okkar afdráttarlausi vilji og skoðun. Við undirrituð, gerum hér með afdráttarlausa og opinbera afstöðu okkar kunna. Við stöndum með friði og réttlæti. Við mótmælum ofsóknum, pyntingum og morðum á Palestínsku þjóðinni. Við krefjumst þess að Íslensk stjórnvöld láti þessa afstöðu okkar skýrt og tafarlaust í ljós. Að opinberir starfsmenn okkar þjóðar sitji ekki hjá atkvæðagreiðslum hjá UN varðandi vopnahlé, eða kosningum hvort landamæri og alþjóðalög séu virt í þessu samhengi. Við krefjumst þess að Ísland beiti sér fyrir tafarlausri stöðvun á slátrun mannfólks í Palestínu og tryggi að Palestína fái aðstoð við uppbyggingu og við að koma á sjálfstæði að nýju. Við krefjumst þess að stjórnvöld leggi alla sína krafta til að aðstoða alþjóðasamfélagið við að koma Palestínsku þjóðinni til bjargar. Íslensk stjórnvöld hafa brugðist hlutverki sínu í þessu tiltekna máli, þvert á raunverulegan vilja fólksins sem þau eiga að þjóna og starfa fyrir. Við Íslendingar styðjum og stöndum með friði, við stöndum með Palestínu. Við krefjumst þess að Palestínska þjóðin fái að njóta þeirra mannréttinda sem allt fólk í þessum heimi á rétt á að hafa og lifa við.

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að Ísland geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:




Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...