Við viljum greiða sóknargjöldin okkar til Landsbjargar

Háar fjárhæðir renna á ári hverju til svokallaðra trúar- og lífsskoðounarfélaga jafnvel þó við trúum ekki á nein af þeim. Þetta eru til dæmis: Þjóðkirkjan, Zuism, Catch The Fire og Endurfædd kristin kirkja af guði.

Ef einstaklingur vill ekki greiða í neitt af þessum félögum renna fjármunirnir beint til ríkissjóðs þar sem þeim er eytt í dýr kosningaloforð.

Við viljum að Landsbjörg sé þarna valmöguleiki svo greiða megi "sóknargjöld" beint til Landsbjargar og þannig styrkja fjölmargar Björgunarsveitir landsins.

Óumdeilt er að Landsbjörg og Björgunarsveitirnar bjarga fleiri mannslífum en öll svokölluð trú- og lífsskoðunarfélög samanlagt. Ef þú ert týnd/ur uppi á öræfum þá er þín eina von að Landsbjörg bjargi þér. Og það gera þau oftar en ekki, í sjálfboðavinnu.

Ekkert gleður þjóðarhjartað meira en árangursrík björgun Björgunarsveita á óteljandi mannslífum. 

Á þennan mátt mannsins trúum við og viljum að skipulagsheildin Landsbjörg njóti þess með okkar sóknargjöldum.IMG_04831.jpeg


G.Andri Bergmann & Sigrún Hafsteinsdóttir    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að G.Andri Bergmann & Sigrún Hafsteinsdóttir geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta símanúmerið þitt opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:
Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...