Við fordæmum aðfarir, fangelsun og ofsóknir gegn mæðrum og börnum
Við undirrituð fordæmum vinnubrögð íslenska ríkisins í tengslum við ákvarðanir sem leiddu til framsals Eddu Bjarkar Arnardóttur til Noregs og aðför gagnvart sonum hennar. Við krefjumst þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, Helga Einarsdóttir, verði leyst frá störfum samstundis, og að starfshættir hennar síðustu áratugi verði rannsakaðir. Á sömu vikunni hefur lögregla lýst eftir Eddu Björk og barni Helgu Sifjar eins og um stórglæpafólk sé að ræða, en þessar aðferðir eiga sér engin fordæmi á Íslandi. Við sættum okkur ekki við að verndandi mæður og börn þeirra séu ofsótt og eftirlýst með þessum hætti hér á landi. Við krefjumst þess að stjórnvöld yfirfari vinnubrögð og komi í veg fyrir valdníðslu og óeðlilega samnýtingu valdheimilda milli embætta í málum barna, svo tryggt sé að grundvallar mannréttindi almennra borgara séu virt og hagsmunir barna og vernd þeirra gegn hvers kyns ofbeldi séu ávallt í forgangi.
Líf án ofbeldis Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans