Yfirlýsing Stúdentaráðs Háskóla Íslands til stuðnings palestínsku þjóðarinnar

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur lýst yfir stuðningi við palestínsku þjóðina og býður stúdentum að taka undir þá yfirlýsingu með undirskrift sinni. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér.

The Student Council of the University of Iceland has proclaimed support to the Palestinian nation and offers students to second that declaration with their signature. The declaration can be read here in English.

Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) lýsir yfir fullum stuðningi við palestínsku þjóðina
og baráttu hennar fyrir tilverurétti sínum gegn ísraelskri nýlendustefnu og þjóðarmorði.
Þrátt fyrir þau grimmdarverk sem voru framin í Ísrael 7. október 2023 réttlætir það ekki
brot á grundvallarmannréttindum. Tryggja þarf tafarlausa mannúðaraðstoð og
vopnahlé á Gaza.

SHÍ tekur undir með yfirlýsingu starfsfólks Háskóla Íslands og yfirlýsingu
Landssamtaka íslenskra stúdenta um að bregðast verði við ákalli Birzeit háskóla, enda
beri háskólasamfélaginu öllu skylda til að gera svo og láta rödd sína heyrast.

SHÍ krefst þess að Háskólinn bregðist við stríðsglæpum Ísraelsríkis með jafn mikilli
staðfestu og hann gerði gegn Rússlandi árið 2022. Einnig tekur SHÍ undir með
starfsfólki Háskóla Íslands um að sniðganga þurfi akademískar stofnanir í Ísrael og
fyrirtæki sem styðja við stríðsrekstur Ísraelsríkis.

Rót átakanna fyrir botni miðjarðarhafsins á sér langa sögu af sívaxandi ólöglegu
hernámi ísraelska stjórnvalda á palestínsku landi eins og aðalritari Sameinuðu
þjóðanna bendir á. Nýlendustefna og landtaka Ísraels sem og árásir á almenna
palestínska borgara fara gegn alþjóðlegum mannúðarlögum samkvæmt Sameinuðu
þjóðunum og Amnesty International. Einnig brýtur aðskilnaðarstefna (apartheid)
Ísraelsríkis bæði gegn Genfarsáttmálanum og alþjóðlegum mannúðarlögum. Ekkert
ríki er yfir alþjóðleg mannúðarlög hafin.

Sérstaklega mikilvægt er að mennta- og vísindastofnanir láti í sér heyra þegar
mannréttindabrot eru framin og haldi staðreyndum á lofti, en falsfréttir og áróður hafa
myndað klofning í alþjóðasamfélaginu. Líkt og kemur fram í yfirlýsingu frá starfsfólki Háskóla Íslands hefur vestrænt alþjóðasamfélag haldið uppi ríkjandi orðræðu sem
afmennskuvæðir palestínsku þjóðina og skapar réttlætingu fyrir ítrekuðum
fjöldamorðum á saklausum borgurum, þar á meðal þúsundum barna. Þar sem
háskólamenntun er mikilvægur vegvísir að opnara og réttlátara samfélagi hvetja
stúdentar Háskóla Íslands háskólastofnanir landsins sem og fræðasamfélagið í heild
sinni til að halda staðreyndum á lofti, viðurkenna sögulegar rætur árásanna og varpa
ljósi á valdaójafnvægi þjóðanna.

Fræðasamfélaginu ber að uppfylla akademískar skyldur sínar, byggja á staðreyndum,
halda fjarlægð frá ríkisstyrktum áróðri og gera þá sem standa fyrir þjóðarmorði, sem
og þá sem það styðja, ábyrga fyrir gjörðum sínum.

SHÍ stendur með Palestínu í baráttunni fyrir friði og réttlæti. Að sama skapi líður SHÍ
ekkert ofbeldi og tekur skýra afstöðu gegn múslimahatri, gyðingahatri og hvers kyns
ofbeldi. yfirlýsing_vpalestínu_frétt.png


Stúdentaráð Háskóla Íslands    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að Stúdentaráð Háskóla Íslands geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta þessar upplýsingar opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:




Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...