Andmæli vegna laga um kynrænt sjálfræði - Kyn skiptir máli

Við undirrituð skorum á Alþingi að fella úr gildi Lög um kynrænt sjálfræði (www.althingi.is/lagas/nuna/2019080.html) og taka þau til gagngerrar endurskoðunar og að opin og upplýst umræða fari fram um áhrif þeirra.  

 

Bakgrunnur

Heilsteypt lýðræðislegt samfélag verður að standa vörð um opna og frjálsa umræðu þar sem ólík sjónarmið geta mæst. Einnig verður öll stefnumótun og lagasetning að byggja á upplýstri umræðu og á sterkum grunni reynslu og sannreyndra vísinda. Þegar lagasetning hefur afdrifaríkar afleiðingar á stóran hóp einstaklinga verður umræða að geta átt sér stað, helst áður en slík lög eru samþykkt. Þetta er ennþá mikilvægara þegar lög sem miða að því að auka réttindi eins hóps í samfélaginu verða til þess að skerða réttindi annars. Lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt á Alþingi árið 2019 án nokkurrar undangenginnar umræðu og svo aftur í desember 2020 án þess að gegnsætt umsagnarferli hafði farið fram. Lögin endurskilgreina á einu bretti hugtakið kyn án þess að löggjafin hafi gert nokkra greiningu á hugsanlegum afleiðingum þessa. Löggjöfin hefur áhrif á Íslendinga alla, en afleiðingarnar eru mest áþreifanlegar fyrir íslenskar konur þar sem lögin skerða að kynbundnum réttindum þeirra á mörgum sviðum. Einnig hafa lögin afleiðingar fyrir samkynhneigða og tvíkynhneigða íslendinga þar sem kynhneigð þeirra byggist á kyni. Samtökin 78, sem voru mannréttindasamtök helguð baráttu samkynhneigðra og tvíkynhneigðra eru einn þeirra aðila sem hafa helst barist fyrir lögum um kynrænt sjálfræði. Það þykir okkur skjóta afar skökku við, þar sem hugtakið samkynhneigð er gildisfellt ef kyn er skilgreint sem félagslegt og valkvætt samkvæmt lögum. Þar af leiðandi er vernd sam- og tvíkynhneigðra gegn mismunun orðin afar óljós. Einnig hefur barátta Samtakana 78 leitt til þess að sá hópur sam- og tvíkynhneiðra sem efast um réttmæti þessara laga sætir útskúfun og einelti og gerendur í þeim málum eru að stórum hluta meðlimir samtakana. Því hafa samtökin fullkomlega brugðist skyldum sínum sem hagsmunasamtök.   Á íslenskri tungu hefur orðið kyn vísað til líffræðilegs kyns einstaklings en hefur nú í lögum verið endurskilgreint sem safnhugtak sem nær yfir kyneinkenni, kyngervi, kynvit-und og kyntjáningu. Þessi skilgreining er óvísindaleg og breytir engu um það hvernig veruleikin lítur út og þá staðreynd að kynin eru aðeins tvö. Með þessari skilgreingu eru lögin til þess fallin að valda misskilningi, árekstrum og skaða. Samkvæmt lögunum hefur nú sérhver einstaklingur í samræmi við aldur og þroska, óskorðaðan rétt til að skilgreina kyn sitt sjálfur. Einnig segja lögin að einstaklingur sem hefur breytt opinberri skráningu kyns síns í þjóðskrá skuli njóta allra þeirra réttinda í lögum sem skráð kyn þess ber með sér og að í öllum opinberum skrám og öðrum opinberum gögnum skal kyn einstaklings skráð eins og einstaklingurinn óskar. Um leið og karlkyns einstaklingur skráir kyn sitt sem konu öðlast hann öll lagaleg réttindi íslenskra kvenna.  Það sama gildir um kvenkyns einstakling sem kýs að skilgreina sig sem karl, en engu að síður er þó ekki hægt að leggja þetta að jöfnu, eins og útskýrt verður nánar og augljóst að hér munu hagsmunaárekstar eiga sér stað. Staðlar, reglur og lög samfélagsins er varða kynbundin réttindi hafa mótast á löngum tíma og byggja á reynslu, umræðu og rannsóknum. Markmiðið er að auka réttindi, velferð og vellíðan kvenna á þeim sviðum sem því hefur verið ábótavant og þar sem á þær hefur hallað. Í samfélagsgerð okkar má finna ótal dæmi um mikilvægi þess að hafa viðhalda áþreifanlegri skilgreiningu líffræðilegs kyns bæði til að standa vörð um kynbundin réttindi og m.t.t faraldsfræðilegra rannsókna og annarra þátta. Hér á eftir fara nokkur slík dæmi.

Kynskipt rými:

Búningsherbergi í sundlaugum og líkamsrækt, salerni, nauðgunarmóttökur, kvennaathvörfum, kvennadeildum á spítölum eða meðferðarheimilum o.s.frv.. Kynskipt rými eru sérstaklega mikilvæg fyrir konur. Í kynskiptum rýmum eiga einstaklingar að njóta öryggis, líkamlegrar friðhelgi og virðingar. Að þvinga fólk til afklæðast, þvo sér, hljóta umönnun og deila svefnplássi með einstaklingi af gagnstæðu kyni er af mörgum talið niðurlægjandi og ekki til þess fallið að stuðla að frelsi og mannlegri reisn. Með þessum lögum er í raun verið að opna upp öll kynskipt rými og gera þau að blönduðum rýmum. Þessi aðgerð hefur afleiðingar sem fólk getur haft ólíkar skoðanir á og mikilvægt að þetta stóra hagsmunamál verði rætt.

Íþróttir:

Skipting í kvenna og karla flokka/deildir í íþróttum er gerð að þeirri ástæðu að karlar eru almennt hávaxnari, hraðari og sterkari en konur. Karlar hafa stærri og lengri bein, stærri hendur, breiðari axlir og þrengri mjaðmagrind. Þeir hafa stærri og þéttari vöðva og hærra hlutfalla af hröðum vöðvaþráum sem og stærra hjarta og lungnarúmmál. Með lögunum verður opnað fyrir það að karlkyns einstaklingar geti óhindrað keppt í kvennaflokkum. Líkamlegir yfirburðir karla eru staðreynd sem ekki er hægt að horfa framhjá. Hér er því nauðsynlegt að ræða afleiðingar slíkrar lagabreytingar og tryggja að staðið sé vörð um rétt kvenna og stúlkna til að stunda íþróttir við sanngjarnar og öruggar aðstæður.

Fangelsi:

Í lögum um kynrænt sjálfræði er kveðið á um breytingu á lögum um fullnustu refsinga (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016015.html). Fangelsismálastjóri á nú að taka tillit til kynvit-undar þegar hann ákveður hvort fangi skuli vistaður í karla- eða kvennafangelsi eða þegar hann framfylgir reglum um samneyti kynjana skv. 43. grein þar sem kveðið er á um að aðskilja skuli kynin að að næturlagi og að fangi megi ekki fara inn i klefa fanga að öðru (áður gagnstæðu) kyni. Með nýju lögunum um kynrænt sjálfræði verður opnað fyrir þann möguleika að karlkyns einstaklingur sé vistaður í kvennafangelsi. Þetta er gróf aðför að réttindum, öryggi, líkamlegri friðhelgi og mannlegri reisn kvenfanga sem og kvenkyns fangavarða. Hérna þarf aftur að staldra við og ræða opinskátt um mögulegar afleiðingar lagasetningarinnar.  Erlendis frá eru til fjölmörg dæmi þar sem karlkyns einstaklingar sem dæmdir hafa verið fyrir kynbundið ofbeldi, eins og nauðganir, barnaníð og heimilisofbeldi, hafi verið fluttir í kvennafangelsi á grundvelli eigin kynvit-undar þar sem þeir síðan hafa brotið kynferðislega á kvenföngum sem og kvenkyns fangavörðum.

 

Tölfræði og faraldsfræðilegar upplýsingar:

Kyn er mikilvæg breyta á nánast öllum sviðum samfélagsins í félagslegum skilningi. Þannig hefur kyn einstaklings mikið forspárgildi er kemur að menntun, atvinnumöguleikum glæpahegðun og tíðni sem og líkamlegri og andlegri heilsa borgaranna. Þættir eins og kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi eru samofnir líffræðilegu kyni. Að halda utan um tölfræðilegar upplýsingar um kyn gerir okkur kleift að skoða þætti á vísindalegan áreiðanlegan hátt og sjá á hvaða sviðum samfélagsins kynbundið misrétti á sér stað. Í lögum um kynrænt sjálfræði er kveðið á um að í öllum opinberum skrám og öðrum opinberum gögnum skal kyn einstaklings skráð eins og það er skráð í þjóðskrá. Hafi einstaklingur breytt um kyn lagalega er nýskráð kyn hans þannig það sem stendur í öllum opinberum gögnum og skrám. Að má út mörk kyns og kynvit-undar með þessum hætti grefur undan áreiðanleika allra tölfræðilegra og faraldsfræðilegar gagna um kyn. Einnig gerir þetta ákvæði laganna nánast ómögulegt að skoða hvernig einstaklingar með kynmisræmi verða fyrir mismunun í samfélaginu og þetta ákvæði veldur því að það er í raun ekki hægt að fylgja eftir áhrifum sjálfra laganna á samfélagið.

 

Heilbrigðiskerfið:

Læknar, lyfjafræðingar og aðrir fagaðilar í heilbrigðiskerfinu verða að hafa aðgang að upplýsingum um kynferði/líffræðilegt kyn einstaklings sem þeir hafa til meðferðar. Að kyn sé rétt skráð í sjúkraskrám og öðrum gögnum heilbrigðiskerfisins er öryggisatriði er getur varðað líf sjúklings. Kyn er ein mikilvægasta breytan við mismunagreiningar sjúkdóma. Úrlestur úr blóðprufum, lífeðlisfræðilegum rannsóknum og myndgreiningarannsóknum eru gerðar með tilliti til kyns. Þannig er nauðsynlegt að tryggja að líffræðilegt kyn sjúklings sé auðrekjanlegt í opinberum skrám og gögnum, sérstaklega í heilbrigðiskerfinu en einnig utan þess þar sem þessar upplýsingar geta reynst mikilvægar i heilsufarslegum faraldsfræðilegum skilningi. Í heilbrigðiskerfinu koma stundum upp tilfelli þar sem sjúklingar óska eftir að meðhöndlandi læknir, hjúkrunarfræðingur eða annar umönnunaraðili sé að ákveðnu kyni. Hér geta margar ástæður legið að baki. Þetta er t.d. mikilvæg fyrir suma einstaklinga sem hafa upplifað kynbundið ofbeldi og þá sérstaklega kynferðislegt ofbeldi. Einföld læknisskoðun eða ummönnun sem er framkvæmd af einstakling sem viðkomandi upplifir af gagnstæðu kyni getur valdið endurupplifun ofbeldis. Það getur því sett einstakling sem með ofangreinda lífsreynslu í farteskinu í mjög erfiða stöðu ef kynvit-und umönnunaraðilans er það sem nú ákvarðar kyn hans.

 

Ofangreind upptalning á aðstæðum þar sem líffræðilegt kyn er mikilvæg breyta er langt í frá tæmandi en samt nægjanleg til að sjá að það þarf að gera ítarlega skoðun og áhættugreiningu á áhrifum laga sem þessara á íslenskt samfélag. Síðast en ekki síst teljum við lög um kynrænt sjálfræði aðför að trú og skoðanafrelsi Íslendinga. Fjölmargir Íslendingar aðhyllast ekki kynvit-undar/kyngervis hugmyndafræði (gender ideology) og trúa ekki á kynvit-und. Það verður að teljast vafasamt að setja slíkt hugtak og skilgreiningu inn í lög. Það má ekki vera þannig að trúarleg upplifun eða hugmyndafræðilegt stefna ákveðins hóps sé viðurkennd í lögum á kostnað þeirra sem ekki deila sömu hugmyndafræði. Í ljósi þeirra hagsmunaárekstra og annara afleiðinga sem lög þessi hafa í för með sér verður upplýst og opin umræða að fá að eiga sér stað. Við verðum að geta rætt hvernig lögin snerta okkur og það munu koma upp aðstæður þar sem tilvísun í kyn einstaklings er mikilvæg í umræðunni. Við verðum einnig að geta rætt þá staðreynd að það eru aðeins tvö kyn. Einstaklingar eiga að geta rætt um kyn og kynjað tungumál og haft uppi skoðanir sínar um þessi efni án þess að eiga á hættu að verða fyrir aðkasti og útskúfun. Andrúmsloftið í samfélaginu er nú orðið þannig að fólk er ásakað um hatursorðræðu fyrir það eitt deila upplifun sinni á því hvað það þýðir að vera karl eða kona, gagn-,tví-eða samkynhneigður. Þessu þarf að breyta og tryggja að ólíkar skoðanir fái að heyrast.

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að Eldur Deville geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:




Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...