Við mótmælum bílastæðagjaldi starfsmanna

Athugasemdir

#2

Ég er ekki sátt með að þurfa að borga fyrir bílastæði á mínum vinnustað. Get ekki notað almenningssamgöngur þar sem ég bý á Selfossi

Hugborg Kjartansdóttir (Selfoss, 2023-10-05)

#4

Ég hef ekki möguleika á að nýta mér almenningssamgöngur eða ganga eða hjóla í vinnuna. Ég tel líka að þessar greiðslur séu bara byrjun á skattlagningu og bílastæðagjöldum á starfsmenn

Björg Sigurðardóttir (Reykjanesbær , 2023-10-05)

#5

Ég er ósátt við að þurfa að borga fyrir bílastæði LSH

Sigríður Þórhallsdóttir (Reykjavík , 2023-10-05)

#7

Kjaraskerðing sem fylgir þessu og mismunum milli ríkisstarfsmanna. Ekki á færi allra að nota vistvænni samgöngur.

Árný Anna Svavarsdóttir (Reykjsvík, 2023-10-05)

#8

Aðrir ríkisstarfsmenn, t.d. þingmenn leggja frítt. Það á jafnt að ganga yfir alla 🤍

Helga Reynisdóttir (Hafnarfjörður, 2023-10-05)

#12

Þetta er ekki boðlegt

Helga Valgerður Skúladóttir (Reykjavík , 2023-10-05)

#13

Ég mótmæli harðlega þessu gjaldi sem ég þarf að borga til að geta lagt í vinnunni minni

Lilja Sigurjónsdóttir (Reykjavík, 2023-10-05)

#14

Að ég bý utan höfuðborgarsvæðisins. Landspitalinn bíður okkur sem keyrum i borgina enga aðstoð við akstur eða nokkurskonar sömgöngustyrk en ætlar nú að bæta á okkur álögum.

Guðrun Pálsdóttir (Reykjanesbær , 2023-10-05)

#16

Ég á ekki að greiða fyrir að leggja bílnum mínum í vinnunni

Rebekka Helgudóttir (Kópavogur , 2023-10-06)

#22

Ég stend með starfsmönnum Landspitalans á Hringbraut. Fólk á að geta mætt í vinnu án þess að borga himin há gjöld fyrir bílastæði

Matthildur Hjartardottir (Reykjavik, 2023-10-06)

#23

Þetta er fáránlegt

Ingibjörg Rósa Guðmundsdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#24

Ég tel ríkið vera að mismuna starfsmönnum sínum og brjóta meðalhófsreglu á með því að láta eingöngu ákveðin hluta ríkisstarfsmanna greiða fyrir bílastæði. Þingmenn greiða ekki fyrir stæðin sín t.d.

Guðrún Sigríður Ólafsdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#26

Styð við starfsmenn LSH

Guðríður Guðný Sigurbjörnsdóttir (Reykjavík , 2023-10-06)

#38

Stend með starfsmönnum Landspitala og samstarfsfólki mínum!

Heiðdís Anna Marteinsdóttir (Reykjavik, 2023-10-06)

#39

Vegna starfsfólk eiga fá frítt bílastæði og meðal meira starfsfríðindi

Sóley björk Gunnarsdóttir (Kópavogur, 2023-10-06)

#43

Að ég er ekki sátt við að borga í bílastæði á mínum vinnustað.

Íris Edda Jónsdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#44

Þetta er mismunun

Jóhanna Sveinþórsdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#46

Ég er starfsmaður LSH Hringbraut

Erna Kristín Valdimarsdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#50

Ég er mjög ósátt við að þurfa að borga fyrir að mæta í vinnuna

Eva Axelsdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#53

Mér þykir þessi gjaldtaka merki um græðgi og rökin um bætt loftslagsgæði fásinna.

Gunnhildur Jónsdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#57

Einstæð móðir með 2 börn. Þau þurfa að vera ein heima á morgnanna (ca 45 mín) og koma sér sjálf í skólann af því að eg þarf að mæta fyrir 8 í vinnu og við búum í 112. Ef ég myndi taka strætó þyrfti ég að leggja á stað fyrir klukkan 7 og ná fyrsta strætó á morgnanna. Það er ekki hægt að bjóða mér eða börnunum mínum uppá að vera ein þegar þau vakna og þar til þau koma sér í skólann. Nóg er það nú þegsr. það. Ég verð því að vera á bíl í vinnunni og finnst fáranlegt að þurfa að borga aukalega fyrir það. Fyrir utan að fjárhagurinn hjá 2 barna einstæðum Landspítalastarfsmanni er ekki til að hrópa húrra fyrir.

Fríða Kristbjörg Steinarsdóttir (Reykjavík , 2023-10-06)

#58

Ég vinn á Eiríksstöðum þar sem það eru örfá bílastæði fyrir starfsmenn ókeypis og þau eru öll orðin upptekin kl.7:30

Þóra Þórsdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#66

Finnst þetta óréttlát gagnvart okkur starfsmönnum LSH

Fanny Jóhannsdóttir (Reykjavik, 2023-10-06)

#69

Mér finnst þetta vera óboðlegt

Guðrún Yrsa (Reykjavík, 2023-10-06)

#73

Þetta er faranlegt.

Anna alexandra Haraldsdottir (Reykjavik, 2023-10-06)

#81

Mótfallin mismunun starfsmanna eftir húsakynnum og vinnustað!

Anna Samúelsdóttir (Reykjavík , 2023-10-06)

#84

Ég fer oftast hjólandi í vinnu en gat það ekki stórann hluta vetrar því landspítali og rvk passaði ekki upp á aðkomu gangandi/hjólandi að lsh. Einnig er það öryggismál að geta farið á bíl vegna veðurs og færðar og ætti það ekki að vera starfsmannsins aðborga fyrir bílastæði þar sem veðurfar á íslandi er oft mjög slæmt en starfsfólk lsh sinnir neyðarþjónustu og verður að mæta til vinnu í öllum veðrum

Brynja Gestsdottir (Kopavogi, 2023-10-06)

#88

Ég neita að borga fyrir að fá að koma í vinnuna mína sem "frammlínustarfsmaður" þetta er kjaraskerðing, væri gaman að vita hvort vinnustaðir þar sem meirihlutinn eru karlmenn væri boðið upp á svona

Jóna Pálína Grímsdóttir (Hafnarfjörður , 2023-10-06)

#93

Aðför að starfsfólki LSH. Er starfsmaður sjálfur

Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson (Reykjavík, 2023-10-06)

#94

Þetta er ósanngjarnt.

Tinna Sigurðardóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#95

Það er ekki rétt að starfsfólki spítalans þurfi að borga fyrir bilastæði!

Debbie Ann Rozel Ambat (Reykjavík, 2023-10-06)

#101

Ég hef sjálf unnið á LSH og stend með kollegum mínum á LSH að þurfa ekki að greiða fyrir bílastæði á sínum vinnustað.

Fanney Jóhannsdóttir (Njarðvík , 2023-10-06)

#108

Starfsmaður á Landspítalanum

Helena Ingólfs (Reykjavík, 2023-10-06)

#109

Þetta er bara rugl. Ósanngjarnt. Hef ekki tök a að nota strætó skv mínum vinnutíma. Hef ekki efni á þessu. Er ekki á það háum launum hér að þetta myndi borga sig fyrir mig.

Anna Lilja Stefánsdóttir Stefánsdóttir (Reykjavik, 2023-10-06)

#110

Fáránleg hugmynd

Sesselja Hreinsdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#117

Bý í úthverfi og þarf að vera á bíl vegna barna. Vildi óska að ég gæti gengið eða hjólað í vinnu en það myndi aldrei ganga upp vegna fjölskyldunnar og óþolandi að mismuna starfsmanni vegna búsetu

Erla S Guðmundsdóttir (Reykjavík , 2023-10-06)

#122

Þetta er GALIÐ !

Hanna Jóhannsdóttir (Hafnarfjorður, 2023-10-06)

#126

Það er út í hött að starfsmenn LSH þurfi að borga fyrir stæði fyrir utan vinnustaðinn sinn á vinnutíma!

Ingibjörg Sigurðardóttir (Hafnsrfjörður, 2023-10-06)

#129

Fáranleg framkoma stjórnenda LSH við starfsfólk, ættu að byrja á sjálfum sér og Skaftahlíðinni. Starfsmenn verða að standa saman.

Guðrún Kristín Svavarsdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#130

Þetta er ekkert annað en tekjuskerðing uppá 12 þús á ári. Ég á ekki séns á að taka strætó eða vera á hjóli.

Erlingur Nökkvi Elíasson (Reykjavík, 2023-10-06)

#133

Núverandi tillögur eru algjör vitleysa!

Theódór Sigurðsson (Kópavogur, 2023-10-06)

#134

Strætósamgöngur til og frá vinnu fyrir mig þýðir allt upp í 1,5 klst ferðalag hvora leið. Einnig vinn ég á bráðadeild þar sem ég þarf oft að komast skjótt til vinnu.

Guðrún Stefánsdóttir Stefánsdóttir (Hafnarfjörður, 2023-10-06)

#137

Er á móti gjaldtöku við vinnustað.

Sigríður Helga Sigurðardóttir (Kópavogur, 2023-10-06)

#138

Lágmark að LSH komi til móts við fórnfúst starfsfólk sitt dag og nætur og sé ekki að leggja aukaálögur á það.

Leifur Franzson (Reykjavik, 2023-10-06)

#142

Ég skrifa undir vegna þess að ég er starfsmaður LSH

Helga Guðnadóttir (Hafnarfjörður , 2023-10-06)

#144

Ég styð heilbrigðisstarfsfólk sem nú þegar eru ekki almennilega metin að verðleikum sínum varðandi laun, álag og fleira. Þetta til viðbótar hjálpar engum - auk þess er þetta glórulaus mismunun sem á ekki að eiga sér stað.

Agnes Jónsdóttir (Reykjavík , 2023-10-06)

#145

Að mér er miðsboðið að þurfa að borga bílastæði við minn vinnustað og einnig er að verið að mismuna fólki þar sem þessi gjaldtaka er eingöngu við Hringbrautina og Landakot

Heiða Dögg Helgadóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#146

Það er launaskerðing ef starfsmenn þurfa að greiða fyrir bílastæði.

Edith Alvarsdóttir (Reykjavík , 2023-10-06)

#150

Það er ómögulegt fyrir mig að komast til vinnu á réttum tíma öðruvísi en á bíl. Finnst þetta vera gróf mismunun á starfsfólki. Það er ekki öllum fært að ganga eða hjóla til vinnu.

Hrönn Hafnes Hreiðarsdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#154

Ég er starfsmaður á LSH og ætla ekki að láta bjóða mér það að þurfa að borga fyrir að leggja bílnum mínum við spítalann. Ég vinn allar vaktir og þarf að vera á bíl til að komast til vinnu.

Ingibjörg Björnsdóttir (Kópavogur , 2023-10-06)

#158

Ósanngjarnt og mismunun eftir því hvar innan LSH þú hefur starfsstöð, ekki hægt að fela sig á bak við umhverfisstefnu ef þetta á bara við um hluta starfsmanna

Margrét Sigmundsdóttir (Hafnarfjörður, 2023-10-06)

#162

Mér þýkir þetta vera mismunun á starfskjörum starfsmanna spítalans og klár launalækkun.

Sólrún Kamban (Reykjavík, 2023-10-06)

#164

Það er gjörsamlega óásættanlegt að þurfa að borga til þess að mæta í vinnuna! Þá sérstaklega vegna þessa að ekki er verið að bæta í bílastæðafjölda eða “þjónustu” af neinu tagi! Þetta er mismunun við ríkisstarfsmenn og kúgun!

Þórey Ásgeirsdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#180

Ég vinn á LSH við Hringbraut og er ósátt við að þurfa að borga bílastæðagjald þegar ég er í vinnunni.

Guðrún Svava Stefánsdóttir (Garðabær, 2023-10-06)

#184

Ég skrifa undir vegna aðfarar að ríkisstarfsmönnum

Þórey Magnúsdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#185

Er mjög mótfallin því að þurfa að greiða fyrir bílastæði á meðan ég er í vinnu sem læknir á LSH.

Ingibjörg Heiðdal (Garðabær, 2023-10-06)

#199

Þó starfsmaður sé með gildan samgöngusamning við Landspítala þá hefur viðkomandi starfsmaður þörf fyrir bílastæði nokkrum sinnum í mánuði. Ég er alfarið á móti því að þurfa að greiða fyrir bílastæði fyrir utan vinnustað minn.

Hildur Júlíusdóttir (Reykjavík, 2023-10-06)

#200

Mér finnst fáránlegt ađ þurfa ađ borga í stæđi fyrir utan vinnuna mína

Bofey Leósdóttir (Reykjavík , 2023-10-06)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...