Áskorun til stjórnvalda - Stöðvið vanrækslu í skólakerfinu

Samkvæmt íslenskum lögum eiga börn að fá jöfn tækifæri til náms. Um það snýst skóli án aðgreiningar. Börn eiga rétt á að sækja sinn hverfisskóla þar sem komið er til móts við náms- og félagslegar þarfir án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis.

 
En á hverjum degi standa margir foreldrar og börn í harðri baráttu við skólakerfið. Baráttu sem ætti ekki að eiga sér stað, því hún snýst um þessi sjálfsögðu réttindi barnanna. 
 
Lengi hefur verið bent á það að skóli án aðgreiningar sé lítið annað en orð á blaði. Stefnan var aldrei innleidd á viðeigandi hátt og skortur hefur verið á fjármagni. Kerfið er brotið og afleiðingarnar eru hörmulegar. 
 
Með því að lögbinda stöður þroskaþjálfa, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, sjúkraþjálfa og talmeinafræðinga í skólum landsins ásamt því að tryggja fjármagn fyrir ráðningum þeirra má bæta líðan margra barna.
 
Við skorum á stjórnvöld að kalla til krísufund og grípa til aðgerða strax fyrir næsta skólaár!
 
 

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I accept that Sagan okkar will be able to see all the information I provide on this form.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.


I give consent to process the information I provide on this form for the following purposes:




Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...