Við óskum eftir því að jafnræði gildi fyrir öll börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg

 Við undirrituð íbúar í Sveitarfélaginu Árborg förum þess á leit við bæjaryfirvöld að frístundaakstri verði aftur komið á við ströndina þ.e Eyrarbakka og Stokkseyri. Þannig að börn og ungmenni sem þar búa hafi sömu möguleika á að stunda íþróttir og tómstundir á Selfossi án tillits til búsetu í sveitarfélaginu.

Akstur frístundabíls í Árborg, nema innanbæjar á Selfossi var hætt og börnum á Eyrarbakka og Stokkseyri gert að taka strætó á milli staða, sá akstur hentar engan veginn eða afar illa. Akstursplan hentar ekki við tímasetningar á æfingum og oft á tíðum eru börnin að koma of seint á sínar æfingar eða það snemma að þau þurfa að bíða mjög lengi. Strætó er með sínar stoppustöðvar á mismunandi stöðum og þurfa þau þá að fara mun lengri leið en ef um væri að ræða frístundabíl sem mun þá hafa í för með sér meiri seinkun á æfingu þegar þannig er.

Foreldrar hafa verið að hafa samband við sveitarfélagið og biðja um úrbætur en ekki fengið.

Við krefjumst þess að jafnræði sé gætt og það verði komið á akstri sem hentar börnum og ungmennum sem búa á Stokkseyri og Eyrarbakka, þannig þau geta stundað sínar æfingar til jafns við börn á Selfossi.

Það er krafa okkar að öll börn í Árborg búi við jafnræði hvað þessi mál varðar.

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I accept that Sædís Harðardóttir will be able to see all the information I provide on this form.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.


I give consent to process the information I provide on this form for the following purposes:




Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...