Björgum GET og Hugarafli
Athugasemdir
#3
Það eru líf í húfi!!! Þetta er min lífsbjörg, minn griðastaður og fólk verður að fara taka þessu alvarlega sem eru með völd og taka ábyrgð á þessu ástandi!(Kópavogur, 2018-05-07)
#4
Ég er notandi hjá Hugarafli og ÞARF á áframhaldandi þjónustu þess að halda.(Reykjavík, 2018-05-07)
#8
Hugarafl hefur hjálpað mér ótrúlega mikið, og hefur komið mér aftur út í lífið. Þetta úrræði er virkilega mikilvægt í okkar samfélagi!(Reykjavik, 2018-05-07)
#10
Af því að þessi ákvörðun eyðileggur líf fólks(Reykjavík, 2018-05-07)
#15
GET og Hugarafl er úrræði sem alls ekki má loka, það er lífsnauðsynlegt fyrir marga notendur þess.(Reykjavík, 2018-05-07)
#22
Ég skrifa undir því það má bara alls ekki leggja þessa starfsemi niður. Ég veit um svo mörg tilfelli að þetta hafi bjargað mannslífum. Ég er sjálf að glíma við mikil veikindi en hef ekki alveg treyst mér til þess að mæta strax í GET og Hugarafl en þegar ég kemst á betri stað andlega mun ég vilja hafa kost á að nýta mér þessa þjónustu.(Hafnarfjörður, 2018-05-07)
#25
Fólk á að hafa frelsi til að velja um hvaða leið það fer í bataferli sínu og þar á meðal að velja sér hvar það stundar sína meðferð.(Reykjavík , 2018-05-07)
#28
Hugarafl hefur reynst svo mörgum lífsnauðsynleg aðstoð til að ná bata og verða þáttakandi í samfélaginu á nýjan leik.(Kópavogur, 2018-05-07)
#29
Ég skrifa undir vegna þess að ég vil alls ekki að Hugarafli og GET verði lokað.(Kópavogur, 2018-05-07)
#35
Ég þekki fólk sem hefur nýtt sér þennan félagsskap þegar það kannski gat ekki leitað neitt annað. Þetta skiptir miklu máli fyrir svo miklum fleiri en margir gera sér grein fyrir(Sveitarfélagið Ölfus, 2018-05-07)
#36
Ég skrifa undir því ég hef fengið að vera í Hugarafli 2 x eftir mjög djúpt og alvarlegt þunglyndi. Í Hugarafli náði ég mér á strik og komst aftur út í lífið.(Kópavogur, 2018-05-07)
#38
mér finnst skammarlegt að Hugarafl skuli vera að lenda í þessum hremmingum, þeir hafa jú unnið óeigingjarnt starf sem hefur skilað frábærum árangri(hveragerði, 2018-05-07)
#48
Mamma mín var þarna um tíma og þetta er eiginlega eina úrræðið sem fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur til þess að fara á og jafna sig á veikindum(Reykjavík, 2018-05-07)
#53
Samspil GET og Hugarafls er nýstárleg aðferð í sjálfshjálp fólks með geðsjúkdóma og fólks sem er í bata og hefur haft gríðarlega mikið að segja fyrir fjölda fólks sem er að koma sér út í samfélagið aftur.(Reykjavík, 2018-05-07)
#65
Hugarafl hefur hjálpað svo ótrúlega mörgum og hjálpað fólki aftur út í lífið. Þetta úrræði er lífsnauðsynlegt en það er sorglegt til þess að hugsa að allri þekkingunni sem þar er sé kastað á glæ þegar að geðheilbrigðiskerfið er í molum sem og heilbrigðiskerfið okkar!(Reykjavík, 2018-05-07)
#66
Ekkert liggur fyrir um sambærilega eða jafn góða þjónustu í staðinn og ávinningur af henni líklega margfaldur á við "sparnaðinn" af lokun hennar. Þetta er óskiljanleg pólitík.(Akureyri , 2018-05-07)
#69
Ótrúlega flott starfssemi sem hefur bjargað mörgum(Reykjavík, 2018-05-07)
#75
Ég hef sjálf verið að glíma við allskonar vandamál og þekki fólk sem hefur nýtt sér þessa þjónustu.(Egilsstaðir, 2018-05-07)
#76
Ég skrifa undir vegna þess að ég tel Hugarafl hafa haft verulega mikil áhrif á lífsgæði og bata dóttur minnar sem og fjölmargra annarra.(Garðabær, 2018-05-07)
#77
Ég skrifa vegna þess að að GET/Hugarafl þekki ég af eigin reynslu þar sem ég fékk tækifæri á að vinna sjálfum mér og hjálpa öðrum í leiðinni. Hugarafl á meira skilið en að þurfa að berjast fyrir því að fá að halda starfsemi óbreyttri. Forvarnarstarf GET/Hugarafl er einstakt sem skilar samfélaginu miklu og byggir upp mannslíf og bjargar auk allra forvarnarstarfs út á við. Þetta má ekki gerast og Heilbrigðisráðherra á að vita betur ef hún hefur kynnt sér málið. Það er eitthvað mikið að í kerfinu ef þetta verður að veruleika og mætti líkja við að Ljósið yrði lagt niður fyrir krabbameinsveika og aðstandendur!(Akureyri , 2018-05-07)
#79
ég þarf á þjónustu Get og Hugarafls að halda vegna geðheilsu minnar þetta er þjónusta sem virkar og er ódýrari en nýju teimin .HUGARAFL OG GET
(Kópavogur, 2018-05-07)
#85
GET og Hugarafl hefur bjargað mínu lífi oftar en einu sinni.(Reykjavík, 2018-05-07)
#86
Gerður Bolladóttir(Reykjavík, 2018-05-07)
#87
Fólk er misjafnt og margvísleg úrræði þarf því til aðstoðar.(Porsgrunn, 2018-05-07)
#91
Það er lífsspursmál fyrir fullt af fólki að svona samtök séu til og það væri miklu hagkvæmara og betra fyrir þjóðfélagið að stækka og efla Get og Hugarafl, heldur en að leggja það niður!!(Þorlákshöfn, 2018-05-07)
#92
E(Reykjavík, 2018-05-07)
#93
Líklega hagkvæmasta, mannvænasta og árangursríkasta úrræði sem eru í boði. Óháð búsetuskilyrðum og greiningum (lesist sem biðlistum). Sem aðstandandi get ég fullyrt að GET og Hugarafl virkar og hefur breytt lífi allrar fjölskyldunnar til hins betra.(Reykjavík, 2018-05-07)
#95
Mjög mikilvæg starfsemi(Akureyri, 2018-05-07)
#98
Nauðsynleg þjónusta(Þorlákshöfn, 2018-05-07)
#102
Þessi valmöguleiki má ekki falla úr gildi. Að vera virkur þátttakandi í eigin bataferli er ómetanlegt og var sú leið sem setti lífsgæði á annað plan. Lífið fékk aðra merkingu. Með jafningja allt í kring lifnaði lífið.(Reykjavík, 2018-05-07)
#106
Hugarafl má ekki loka, hvað verður um alla sem nota þjónustuna? að loka þýðir mörg skref afturábak fyrir fólk og kerfið allt(Garður, 2018-05-07)
#115
Ég skrifa undir vegna þess að hér eru mörg mannslíf í húfi!(Kópavogur, 2018-05-07)
#121
Ef þetta teymi hefði ekki verið til staðar fyrir mig þà væri börnin mìn mòðurlaus ì dag.(Reykjavìk, 2018-05-07)
#122
Hugarafl - frábært starf sem hefur aðstoðað svoooo marga....(Selfoss, 2018-05-07)
#125
Hér eru mannslíf í húfi.(Reykjavík , 2018-05-07)
#127
Úrræði sem hefur sannað gildi sitt, er einstakt og hagkvæmt!(Reykjavík, 2018-05-07)
#131
Ég hef heyrt nógu margar sögur af fólki sem hefur öðlast nýtt líf eftir að hafa fengiði endurhæfingu í gegnum Hugarafl. Af hverju að hætta með eitthvað sem gengur vel!!!!!(Reykjavík, 2018-05-08)
#136
Ég skrifa undir þar sem það er lífsspursmál fyrir þá sem eru og hafa verið þiggjendur í Hugarafli og GET. Fleiri en okkur órar fyrir. Starfsemi byggist á valdeflingu m.a. og sú aðferðarfræði er stórkostleg og hefur bjargað lífi og lífsgæðum mjög margra. Að ná að verða virkur í þjóðfélaginu á ný er gróði fyrir alla. Einstaklinginn og þjóðfélaginu í heild. Skandall í ísl heilbrigðiskerfi ef þessi starfsemi verður lögð niðu og með henni áratuga reynsla sem til stendur að henda út í buskann. Ussumsvei Þetta MÁ bara alls ekki gerast.(Reykjavík, 2018-05-08)
#142
Geðheilbrigðiskerfið stendur ekki undir eftirspurn og við megum ekki við að missa hugarafl og GET.(Reykjanesbær , 2018-05-08)
#148
Geðheilsa er eitthvað sem við öll berum. Sumir þurfa aðstoð og úrræði við að halda góðri geðheilsu og að taka úrræði í burtu er hreinlega stórhættulegt fyrir marga.(Victorville, 2018-05-08)
#151
Vegna þess að þau hafa og eru að gera ótrúlega góða hluti og hjálpa mörgum sem annars fengju litla sem enga hjálp í þessum kaldlynda heimi.(Spearfish , 2018-05-08)
#154
Finnst þetta réttlætis og mannuðarmal(Reykjavík, 2018-05-08)
#157
Það hefur sýnt sig að einstaklingar með geðraskanir geta náð bata ef þeir fá stuðning og faglega þjónustu. Þessi þjónusta er fyrir einstaklinga sem koma af frjálsum vilja, að eigin frumkvæði og því ennþá mikilvægara að varðveita. Geðröskunum fylgir oft skortur á frumkvæði. Þegar einstaklingurinn hefur frumkvæði til að sækja sér bata eru stærri líkur á að hann nái heilsu. Styðjum við bakið á þeim sem þurfa á okkur að halda áður en viðkomandi þarf á dýrari úrræði að halda. Dýrari úrræðin eru yfirfull og hafa ekki undan að slökkva elda.(Bergen, 2018-05-08)
#163
Ég skrifa undir vegna þess að það væri mikil afturför ef þessi starfsemi og valkostur fyrir svo marga notendur félli niður, án þess að nokkuð komi í staðinn.(Reykjavík, 2018-05-08)
#165
Þörfin er fyrir hendi og þetta góða starf má ekki glatast!(Reykjavík, 2018-05-08)
#167
Hugarafl og Get standa að góðu og skilvirku starfi og búa að reynslu sem er dýrmæt og starf þeirra er dýrmætt.(Akureyri, 2018-05-08)
#169
Það eiga allir að eiga möguleika á að leita sér læknisaðstoðar og aðstoðar sérfræðinga hvers kyns sem sjúkdómurinn er.(Reykjavík, 2018-05-08)
#170
Ég fordæmi þessi vinnubrögð stjórnvalda að eyðileggja alla þessa frábæru vinnu sem hefur farið þarna fram og hún er að virka. Ég fæ þá tilfinningu að stjórnvöld hafi ekki hugmynd um hvaða afleiðingar þessi gjörð þeirra hefur á líf fjölda fólks. Ég segi bara skammist ykkar stjórnvöld fyrir þessa ákvörðun.(Hafnarfirði , 2018-05-08)
#179
lífið liggur við.(Reykjavík, 2018-05-08)
#187
Hugarafl hefur reynst dýrmætur valkostur fyrir marga sem glíma við andlegan krankleika.(Garðabær, 2018-05-08)
#191
ég vil ekki að þjónusta við fólk með geðrænan vanda skerðist og verði háð búsetu(Reykjavík, 2018-05-08)
#193
Það er ekkert skipulegt geðheilbrigðiskerfi á Íslandi. Það er brotakennt safn úrræða sem eru algerlega ófullnægjandi til að glíma við þann vanda sem við er að etja. Við eigum yfirburðaheimsmet í notkun SSRI lyfja og það segir sína sögu: Mjög mörgum líður illa og oft eru lyf það eina sem er í boði nema fólk borgi sálfræðimeðferð úr eigin vasa ef það er nógu heppið til að komast að. Hér er úrræði sem virðist skipta mjög marga miklu máli, að því er virðist unnið af hugsjón og metnaði. Það er augljóslega glapræði að setja slíka starfsemi í uppnám nema það sé algerlega ljóst að við taki fullnægjandi úrræði sem tekur strax við þessu hlutverki.(Neskaupstað, 2018-05-08)
#194
Sem fagmaður í félagsþjónustu þekki ég þetta starf. Það hefur verið okkar fyrirmynd við stofnum og starfsemi Bjargarinnar, geðræktarmiðstöðar Suðurnesja síðast liðin 15 ár, góðra heilla.(Reykjavík, 2018-05-08)
#196
Ég vil sjá fjölbreytt úrræði í íslensku geðheilbrigðiskerfi og finnst skjóta skökku við að leggja eitt þeirra niður á sama tíma og "stórsókn" er í geðheilbrigðismálum.(Kópavogur, 2018-05-08)
#199
Ég hef sjálf glímt við þunglyndi og kvíða frá unglingsaldri og veit hvað starfsemi Hugarafls skiptir miklu áli og hve mörgum mannslífum þau hafa bjargað. Að loka Hugarafli væri stórt skref afturábak í meðferð og aðstoð við geðveika einstaklinga.(Selfoss, 2018-05-08)