Björgum GET og Hugarafli
Áskorun til ríkisstjórnar Íslands.
Undirrituð skora á ríkisstjórn Íslands að tryggja nú þegar forsendur fyrir áframhaldandi starfi GET og Hugarafls í þágu fólks með geðræna erfiðleika og aðstandendur þess. Bjarga þarf mikilvægri endurhæfingu fyrir einstaklinga sem ganga í gengum geðræna erfiðleika og stuðningi við fjölskyldur þeirra. Það er mjög brýnt að hindra að fjöldi einstaklinga missi endurhæfingu sína og að bataferli þeirra verði stefnt í hættu.
Um starf GET, Geðheilsu og eftirfylgdarteymis og Hugarafls, samtaka notenda: Starf GET og Hugarafls byggir á batalíkani á grundvelli valdeflingar og notendasamráðs. Hjá GET og Hugarafli hefur verið lögð áhersla á opna þjónustu sem einstaklingar geta leitað eftir á eigin forsendum. Einnig er lögð áhersla á þjónustan sé sveigjanleg og mæti þörfum hvers og eins til að tryggja auknar líkur á bata. Lykillinn að áragangri er samstarf fagfólks í GET og notenda í Hugarafli, en slíkt samstarf skapar virðisauka sem kemur öllum til góða. Úrræðið er því einstakt vegna samstarfs fagfólks og notenda á jafningjagrunni, þar sem notendaþekking og fagþekking er metin til jafns.
Úrræðið hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar. Erlendis hefur brautryðjendastarf og samstarf GET og Hugarafls, vakið sérstaka athygli. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna[1] um geðheilbrigðisþjónustu er ítrekað að einstaklingar hafi rétt á að varðveita geðheilbrigði sitt og til að auka batalíkur sé mikilvægt að þeir hafi val um hvar þeir sæki þjónustu og að hún byggi á valdeflingu.
Reynslan hefur sýnt að hugmyndafræði og aðferðir GET henta vel þeim fjölda einstaklinga sem hafa nýtt sér þjónustuna til bata og aukinnar þátttöku í samfélaginu og árangur af starfinu er óumdeildur. Starf GET og Hugarafls er í samræmi við alþjóðlega stefnumótun á sviði geðheilbrigðismála sem er grundvölluð á gagnreyndum rannsóknum á árangri starfs sem byggir á batalíkani og notendasamráði.
[1] Human Rights Council, Thirty-fifth session 6-23 June 2017, Agenda item 3 Promotion and protection of all human rights, civil, political, economic, social and cultural rights, including the right to development.
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |