Klárum dæmið


Gestur

/ #202

2013-06-07 11:45

Íslensk þjóð er utan sjóndeildarhrings flestra þjóða heimsins, meira að segja evrópskra manna. Samt virðast Íslendingar illu heilli halda að þeir séu nafli heimsins og að hvorki hafi þeir hag af samvinnu við nágranna sína né beri þeim nokkur skylda til að axla með þeim sameiginlega ábyrgð á nbokkrum hlut. Ég held að Íslendingar séu enn að misskilja bók nóbelsskáldsins eina sem þeir hafa eignast; Bjartur í Sumarhúsum virðist vera raunveruleg hetja í huga stórs hluta þjóðarinnar.