VIÐ SKORUM Á STJÓRNVÖLD AÐ VEITA AFGÖNSKUM MÆÐGUM HÆLI Á ÍSLANDI


Gestur

/ #36

2016-08-21 16:22

Afhverju búum við ekki til skynsamlegt kerfi sem við getum verið stollt af, þar sem þeim sem búa við mesta hættu er veittur forgangur? Til dæmis etnískum og trúarlegum minnihlutahópum á sínum heimaslóðum, eins og þessum mæðgum sem eru bæði shia-múslimar í landi þar sem meirihlutinn er Sunni og tilheyra langþjáða etníska minnihlutahópnum Hazara. Aðrir hópar sem ættu að eiga forgang inn í landið eru samkynhneigðir, trans-fólk og fólk sem hefur orðið fyrir ofsóknum hryðjuverkamanna eða er á sérstökum dauðalistum hryðjuverkasamtaka eða alræðisstjórna eða trúræðisríkja.

Það er óverjanlegt að velja frekar inn fólk sem er þegar komið í talsvert öryggi í flóttamannabúðum og tilheyrir meirihlutahópum sinna heimaslóða (venjulegir arabískir sunni múslimar), en senda þá sem búa við mesta hættu í burtu, senda þá í opinn dauðann eða þaðan af verri aðstæður eins og æfilanga kynlífsþrælkun eða annars konar þrælahald. Þetta er alveg jafn óverjanlegt og það hefði verið árið 1944 að velja inn Þjóðverja sem væru komnir í tímabundið skjól, en senda í burtu Síguna, gyðinga, samkynhneigða og aðra sem eru í meiri hættu. 

Að umheimurinn sé líka blindur og óréttlátur firrir mann ekki ábyrgð á eigin gjörðum og dugar ekki sem afsökun við að þvo hendur sínar af örlögum ofsóttra minnihlutahópa!!! Við Íslendingar búum við kjöraðstæður til að sýna gott fordæmi, til að sýna réttlæti og hugrekkið sem þarf til að gera það sem er rétt. Ég hvet stjórnvöld til að vera til fyrirmyndar, siðferðilega og vitrænt séð, og bera hróður landsins langt. Verið þess konar stjórnvöld sem við getum verið stollt af!!!