Stöðvum fyrirhugaða lokun á Vin
Athugasemdir
#205
Það er ábyrgð hvers samfélags að láta ekki niðurskurð eða hagræðingu bitna á okkar verst settu bræprum og systrum.Stöðvum þessa ömurlegu ákvörpun.
Auðbergur Magnússon (Hafnarfjörpur, 2022-12-08)
#214
Þetta fólk þarf stuðning sem við getum veitt.Guðrún Agnarsdóttir (Reykjavík, 2022-12-08)
#216
Vonin er það besta sem við eigum. Gefum fólki von.Davíð Kjartansson (Hveragerði, 2022-12-08)
#224
Vin er vin í miðbænum. Hér á sér stað einstök starfsemi sem margir reiða sig á, finna hlýju, sækja vinskap og rækta andan. Þessa starfsemi má ekki leggja niður, færa né stofnanavæða. Miðborgin þarf á henni að halda jafnt sem fólkið sem hana sækir. Það er grimmilegt að skera niður kærleikan.Kristín Helgadóttir (Reykjavík, 2022-12-08)
#244
Þetta eru mikilvæg úrræði fyrir þá sem njóta þjónustunnar.Þórdís T Þórarinsdottir (Reykjavík , 2022-12-08)
#252
Ég þekki þessa nauðsynlegu starfsemi, ma ekki loka.Ingibjörg Eggertsdóttir (Reykjavík, 2022-12-08)
#257
Þetta er röng ákvörðunEygló Kristjánsdóttir (Reykjavík , 2022-12-08)
#263
Það má alls ekki loka Vin sem hefur verið athvarf fólk sem á um sárt að binda. Við þurfum að hjálpa fólki, ekki eyðileggja fyrir því.Axel Jón Ellenarson (Reykjavík, 2022-12-08)
#265
Hér er hoggið að þeim sem minnst mega sín. Meirihluti borgarstjórnar er ekki raunveruleikatengdur.Sólveig Pálsdóttir (Seltjarnarnes, 2022-12-08)
#269
Vin hefur hjálpað mörgum og er griðastaður fyrir fólk.Þórdís Steinarsdóttir (Kópavogur , 2022-12-08)
#288
Ég skrifa undir vegna þess að þessi ákvörðun gengur alveg fram af mér. Þetta er mannvonska!Sigridur Gudbrandsdottir (Reykjavík, 2022-12-08)
#290
Ég veit að þeir sem nýta sér Vin eiga ekki um mörg hús að venda.Vin er frábært samfélagslegt hús.
Þóra Guðnadóttir (201 Kópavogur, 2022-12-08)
#293
Það ætti frekar að skerða laun borgarfulltrúa.Katrín Harðardóttir (Reykjavík, 2022-12-08)
#298
svona má ekki skePáll Þór Engilbjartsson (hveragerði, 2022-12-08)
#304
Áníðsla auðvelt að sparka í þá sem liggjaKristin Samuelsdottir (Malmö , 2022-12-08)
#312
Vil halda áfram að hafa Vin opið.Valdís Ólafsdóttir (Dalvík, 2022-12-08)
#313
Mér finnst þessi starfa mikilvæg. Og ég tel að minni kostnaður fari í að halda fólki í virkni og vellíðan til lengdar. Og þar af leiðandi mun kosta þjóðfélagið meira ef við hundum þennan hóp og leyfum þeim að einangrast og veikjast úr sínu bataferli.Sigrun Sigurdardottir (Reykjavk, 2022-12-08)
#316
XRagnhildur þórarinsdóttir (Reykjavík, 2022-12-08)
#318
Það er mannvonska að loka athvarfinu og okkur ber skylda að hugsa um þá sem þurfa aðstoð. ❤️Magnea Magnúsdóttir (Reykjavík, 2022-12-08)
#319
Þetta er rangtMargrét Eysteinsdóttir (Garður, 2022-12-08)
#326
Það ömurlegt að ég skuli tilheyra stjórnmálaflokki sem ber ábyrgð á þessari ósvinnu.Ásgeir Beinteinsson (Reykjavík, 2022-12-08)
#329
Mér er annt um fólk með geðraskanir meðal annars vegna þess að ég þekki þær af eigin raun.Ólöf Arnalds (Reykjavík, 2022-12-08)
#332
Gríðarlega mikilvægur staður og ekki sparnaðarins virði að leggja hann niðurAnna Gunnarsdóttir (Reykjavik, 2022-12-08)
#333
Fólkið þarf á þessu að halda🙏Heiðrún Davíðsdóttir (Garðabær, 2022-12-08)
#334
Ég skrifa undir vegna þess að þessi starfsemi er svo svo mikilvæg fyrir þann hóp sem sækir þangað þjónustu til að auðga líf sitt aðeinsLilja Eyþórsdóttir (Kópavogur, 2022-12-08)
#341
Það er algjör hneisa að ráðast alltaf á garðinn þar sem hann er lægstur.- Vin er frábær mannkærleiks stofnun🌟Guðrún Eggertsdóttir (Reykjavík, 2022-12-08)
#350
Ég skrifa undir vegna þess að með slíkri lokun gæti ef til vill fólk einangrast með tímanum margir hverjir nýta sér þetta aðeinsFriðþór Vestmann Imgason (Reykjavík, 2022-12-08)
#361
Borgin gæti eins hoggið af sér litlutærnar sem sparnaðarráð í matarútgjöldum. Erlendis var ég í stjórn félags sem rak svipað úrræði. Það magn geðdeildarinnlagna sem við gerðum þar ónauðsynlegar, þær aukningar geðlyfjanotkunar sem þar urðu að litlu og jafnvel engu, það álag sem við léttum af aðstandendum, ríki og sveitarfélagi eru bara tölur á blaði borið saman við lífsgæðaaukninguna, hamingjuna og vináttuna sem við fengum að vera með í að skapa og skorti annars hjá oft mjög einangruðum meðlimum félags okkar. Þetta er það sem borgin er að leggja niður hér á landi. Batann sem fólkið hefur unnið að. Bjargandi tengslanetið sem fólkið hefur unnið að. Vonina sem það glæddi í hjörtum hvers annars.Það þarf að spara vegna fordæmalauss ofsagróða undanfarinna ára hjá einkafyrirtækjum, er það ekki?
Það þarf að draga úr útgjöldum vegna veldisvaxtaraukningar aðsóknar ferðamanna og viðskipta þeirra eftir covid, eða hvað?
Peningarnir streyma til landsins.
Peningarnir í umferð eru svo miklir að þeir soga merginn úr félags- og heilbrigðiskerfinu okkar.
Virkar það ekki þannig?
Við eigum allavega greinilega að halda það.
Kjartan Sveinsson (Reykjavík , 2022-12-09)
#369
Mér finnst það ótrúlega mikil grimmd að leggja niður starfsemi sem hefur gefið fólki athvarf og heimili sem ekki hefur í önnur hús að venda.Ingibjörg Þóra Ingólfsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)
#378
Eftir nokkrar sjálfboðavaktir fullyrði ég að Vin er yndislegur staður með upp til hópa dásamlegu fólki. Þið getið ekki gert þeim (og okkur hinum) þetta. Bara alls ekki.Katrín Mixa (Reykjavík, 2022-12-09)
#379
Nú hefur verið gefið út að það standi ekki til að leggja Vin niður án þess að annað komi í staðinn. Mér finnst engu að síður ástæða til að skrifa undir til að undirstrika mikilvægi þess að einstaklingarnir sem nýt Vin séu í öllum tilfellum miðdepillinn í þeim breytingum sem stefnt er að. Þetta er hópur sem á næstum allt sitt undir Vin og eðlilega er hann hræddur, enda mikið í húfi. Sé þörf á breytingum þá þarf borgin að vinna þetta með mikilli virðingu fyrir því fólki sem um ræðir.Það sama á við um Stíg og Tröð.
Sigurður Viktor Úlfarsson (Reykjavík, 2022-12-09)
#384
Þetta athvarf er eini staðurinn þar sem heimilisfólkið finnur sig velkomið og viðurkennt á eigin forsendum. Það eru engir aðrir staðir í 'kerfinu' sem þau finna sig örugg og viðurkennd.Dögg Hringsdóttir (Reykjavík , 2022-12-09)
#386
Ég er ósammála því að loka VinRagnheiður Lárusdóttir (Reykjavík , 2022-12-09)
#392
Það er nauðsynlegt að halda þessu athvarfi.Sigurðardóttir Ólöf (Reykjavík, 2022-12-09)
#394
Að ég tel Von mikilvæga og borga sig margfaldlega þegar upp er staðið.Erlingur Páll Ingvarsson (Reykjavík , 2022-12-09)