Stöðvum fyrirhugaða lokun á Vin
Athugasemdir
#401
Ég tel starfsemi Vinjar mjög mikilvæga og megi alls ekki hætta. Þangað á fólk að geta leitað eftir stuðningi og félagsskap, komum fram við fólk af vinsemd og virðingu, öll viljum við getað átt athvarf til þess að leita í ef við þurfum á að halda.Sigríður Jörundsdóttir (Ísafjörður, 2022-12-09)
#412
Vin er góður staður ___ og menningarlgt og mannbætandi félagsheimiliDaníel Sveinn Daníelsson (Reykjavík, 2022-12-09)
#414
Ég er öryrki og er á móti lokunar Vinjar BatasetursÁsdís Helgudottir (Reykjavik, 2022-12-09)
#418
Ég skrifa undir vegna þess að ég veit ekki til þess að önnur áform komi í stað þeirrar þjónustu sem boðið er uppá fyrir þá einstaklinga sem leita til VinjarSigurjón axelsson (Borg Óttans, 2022-12-09)
#424
Hef fylgst með þessu góða starfi síðustu ár. Þarft og mikilvægur staður sem vert er að efla fremur en skerða.Ísak Hinriksson (Kópavogur, 2022-12-09)
#429
Það er glapræði að úthýsa fólki sem hefur tekið ár og aldir til að fara inn á nýja stað með nýju fólki. Önnur úrræði koma ekki í staðinn. Þetta veika fólk treystir sér ekki á nýjan stað.Ekki loka þessari Vin í eyðimörkinni fyrir sárveikt fólk 🙏❤️
Guðný Sigurðardóttir (Kópavogur, 2022-12-09)
#431
Vin er fagleg og mikilvæg uppbyggingarvinna. Það má alls ekki loka þessari starfsemi. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn.Hrönn Kristinsdóttir (REYKJAVIK, 2022-12-09)
#432
Eftir nærri 10 ára starf í Vin tel ég mig þekkja vel hve dagsetur Vinjar er mikilvægur hlekkur í bataferli og viðhaldi bata fólks sem glímir við andlega sjúkdóma. Minnugur orða sumra notenda / gesta Vinjar sem frá innstu hjartarótum sögðu; " Vin hefur hreinlega bjargað lífi mínu" þá skora ég á Borgaryfirvöld að kynna sér rækilega þær hörmulegu afleiðingar sem niðurlagning starseminar hefði í för með sér á andlega líðan og afturför bataferlis þessa góða fólks og hverfi tafarlaust frá hugmyndum um lokun.Vidar Eiriksson (Reykjavík , 2022-12-09)
#435
Ég vil ekki að Vin á Hverfisgötunni verði lokað, það er að nýðast á þeim sem minnst mega sínJóhanna Gunnþórsdóttir (Kópavogur, 2022-12-09)
#446
Vin er fallegt úrræði fyrir fólk sem á bágt og bæði fær allt of litla hjálp og er erfitt að hjálpa. Vin virðist virka til að brjóta einangrun þeirra, það er ekki sjálfgefið að slík úrræði komi að gagni, séu nýtt. Leyfum Vin að vera.Íris Ólafsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)
#448
Félagsleg einangrun er dauðans alvara. Stór hópur hefur enga möguleika á að vera í félagslegum samskiptum nema staðir eins og Vin séu til.Ranveig Tausen (Akureyri , 2022-12-09)
#456
Það væri hreinlega glæpur að leggja niður þessa mikilvægu starfsemi.Asdis Paulsdottir (Rasslebygd, 2022-12-09)
#457
Það er mikil þörf á svona úrræðumValgeir Jónasson (Reykjavík, 2022-12-09)
#469
Þessi lokun er illvirki og sýnir vel forgangsröðun, sjálftöku, bruðl og fávisku svokallaðra borgaryfirvalda. Níðst á þeim sem minna mega sín.Sigurdardottir Gudny (Reykjavík, 2022-12-09)
#471
Vinn á Suðurmiðstöð í Breiðholti sem félagsráðgjafi. Veit frá persónulegri reynslu að úrræðin aðstoða marga.Vinsamlegast takið betri ákvarðanir í sparnaðarplani ykkar. Kannski þið viljið spyrja okkur sem eru á gólfinu og vinnum með fólkinu í borginni, áður en þið takið slíka ákvörðun.Hildur Adal (Hafnarfjörður , 2022-12-09)
#476
Það er mikil lágkúra að ráðast á úrræði sem er í raun neyðarúrræði. Að loka þessum stað og öðrum sem eru til uppbyggingar og oftast eina félaglega úrræði fólks ætti að vera það síðasta sem bæjarfélag gerir. Þetta hús er mörgum lífsnauðsyn.Vilborg Vilmundardóttir (Akranes, 2022-12-09)
#484
Að fólk hafi góða geðheilsu er undirstaða velferðar fólks, það er mín skoðun. Því tel ég nauðsynlegt að fólk með geðraskanir hafi samastað eins og umrætt hús til að hafa samastað til að rækta sitt geð.María Kristjánsdóttir (Bláskógarbyggð , 2022-12-09)
#494
...annars einangrast fólk sem er sorglegt. Einangrun verður með einum eða öðrum hætti kostnaðarsamt, þannig að í raun ekki sparnaður til lengri tíma og skerðir lífsgæði þessa fólks.Kristín Briem (Kópavogur , 2022-12-09)
#507
Með athvarfi sem Vin sýnir samfélagið að allir skipta máli.Þórdís Zoega (Reykjavík, 2022-12-09)
#508
Stöndum vörð saman um viðkvæman hóp.Ingibjörg Gudmundsdottir (Kopavogur, 2022-12-09)
#516
Geðheilbrigði er málaflokkur sem snertir okkur öll og lokanir og niðurskurður er ekki það sem við viljum sjá. Þarna er líf fólks í húfi.Vera Juliusdottir (Reykjavík, 2022-12-09)
#524
Það er grimmd að loka Vin. Vin viðheldur heilsu og lífsgæðum stórs hóps. Það er heldur ekki sparnaður ef fólk veikistAnna Pálsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)
#538
eg mótmæliAgusta Sigrun Agustsdottir (Reykjavik, 2022-12-09)
#561
Þarna er ráðist á þá sem síst skyldi.Snæbjörn Ólafsson (Reykjavík, 2022-12-09)
#572
Það þarf frekar að fjölga úrræðunum en fækka þeim!!!Jónína Símonardóttir (Þingeyri, 2022-12-09)
#587
Sem aðstandandi þá hef ég upplifað og séð hve mikilvæg félagsleg tengsl eru fyrir fólk með fíkn og geðvanda. (Og að vísu fyrir allt fólk). Þessi athvörf geta bókstaflega bjargað mannslífum.Friðrik Árnason (Reykjavík , 2022-12-09)
#596
Tel nauðsynlegt að halda þessu úrræði opnu - fallegt starf sem þarna fer framNanna Arnadottir (Reykjavík, 2022-12-09)