Stöðvum fyrirhugaða lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar

Athugasemdir

#404

Að huga vel að félagstengslum ungmenna í rauntíma er sparnaður til langtíma (svona fyrir fólk sem hugsar bara í krónum).

Guðný Benediktsdóttir (Reykjanesbær, 2022-12-10)

#414

Ég skrifa undir því þessi starfsemi hefur mikið forvarnargildi. Vandamál þessara unglinga bara vex með mun meiri kostnaði fyrir alla.

Sigríður Margrét Guðmundsdóttir (Borgarnes, 2022-12-10)

#424

Ég tel að við séum skildug til að styðja við viðkvæma hópa.

Gyða Guðmundsdóttir (Rrykjavík, 2022-12-10)

#430

Verndum og styðjum ungviðið - sérstaklega viðkvæmu sprotana!

Jónína Óskarsdóttir (Reykjavík, 2022-12-10)

#431

Mjög mikilvæg þjónusta þar sem félagslega einangraðir unglingar fá tækifæri til að tengjast, læra og vera þau sjálf. Hef séð mörg börn blómstra eftir að hafa komist í þetta úrræði.

Elísa Guðnadóttir (Reykjavík, 2022-12-10)

#435

Ég er mótfallin forgangsröðun þess meirihluta sem situr við völdin í Reykjavík, forgangsröðun sem að mínu mati misnotar vald sitt til að hygla þeim sem eru innundir en láta sig litlu skipta þá sem eiga erfitt á einhvern máta.

Sigrún Svava Aradóttir (Reykjavík, 2022-12-10)

#436

Ég skrifa undir vegna þess að lokun Stígs og Traðar má alls, alls, alls ekki verða að veruleika.

María Heba Þorkelsdóttir (Hafnarfjordur, 2022-12-10)

#453

Vegna ófyrirsjáanlega erfiðleika með unglinga sem passa ekki eða illa inn í frístundarúrræði sem ætlað er öllum. Engin önnur lausn er í sjónmáli.

Edda Agnarsdóttir (Akranes, 2022-12-11)

#460

Þekki starfsemina og veit hversu mikilvæg hún er fyrir unglinga sem ekki treysta sér til að sækja félagsstarf unglinga í sínu hverfi að ýmsum orsökum. Sorglegt að upplifa að ráðamönnum í borginni finnist í lagi að leggja svo mikilvægt úrræði niður.

Margrét Sæberg Sigurðardóttir (Kópavogur, 2022-12-11)

#466

Það eru miklar forvarnir sem felast í því að halda svona starfsemi gangandi.

Sunneva Jörundsdóttir (Reykjavík, 2022-12-11)

#477

Er sammála Sólveigu.

Gísli Haraldsson (Reykjavík, 2022-12-11)

#484

Ég hef í starfi mínu sem skólasálfræðingur séð hvernig unglingasmiðjurnar geta rofið félagslega einangrun unglinga og hjálpað þeim við að auka félagsfærni sína, eignast vini og auka virkni. Við megum ekki glutra þessu góða starfi niður!

Valgerður Ólafsdóttir (Reykjavík, 2022-12-11)

#486

Ég vinn með unglingum í Reykjavíkurborg og veit að þörfin er mikil, þessum stöðum má ekki loka!

Sólveig Geirsdóttir (Kópavogur, 2022-12-11)

#491

Ég skrifa hér undir vegna þess að ég er fyrrum starfsmaður á Stíg og veit því vel hvaða góða mikilvæga starf fer þar fram fyrir félagslega einangruð börn. Þörfin fyrir slíkt úrræði hefur svo sannarlega ekki minnkað nema síður sé!!!

Sonja Karen Marinósdóttir (Hvammstangi, 2022-12-11)

#502

Ég hef nýtt þjónustu Traðar fyrir barnið mitt og það var lífsbjörgun. Ómetanlegt starf sem þarna fer fram og mikilvægt að það haldi áfram.

Þuríður Helga Guðbrandsdóttir (Reykjavík, 2022-12-11)

#508

Það hlýtur að mega spara annarstaðar í borginni. Þetta má ekki gerast.

Ragnheiður Grétarsdóttir (Reykjavík, 2022-12-11)

#509

Mikilvægt úrræði fyrir okkar viðkvæmustu unglinga

Linda Pálsdóttir (Reykjavík, 2022-12-11)

#514

Þetta er mjög þarft úrræði fyrir félagslega einangraða unglinga til að komast í öruggt umhverfi til að byggja sig upp!

Ragnar Karl Jóhannsson (Reykjavík, 2022-12-11)

#532

Er ákaflega illa ígrunduð ákvörðun hjá borginni! Ekki skilningur á þörfum unglinga

Katrín Jónsdóttir (Reykjavík, 2022-12-11)

#533

Þetta er lífsnauðsynleg þjónust

Una Eyjolfsdottir (Reykjavík, 2022-12-11)

#548

Ég vil fjölga félagslegum úrræðum fyrir þá sem þurfa á slíku að halda. Alls ekki leggja þær niður. Aldrei! Spörum þar sem má spara.

Auður Svavarsdóttir (Akranes, 2022-12-11)

#557

Ég skrifa undir vegna þess að mörg börn eru félagslega einangruð og greinilegt að Stígur og Tröð eru að gera góða hluti með ungmenni sem þangað sækja við að rjúfa félagslega einangrun og gefa þeim tækifæri á að eignast vini og tilheyra.

Elín Sigríður Ármannsdóttir (Reykjavík, 2022-12-11)

#583

Sonur minn þarfnast þessa úrræðis

DRIFA HAFSTEINSDOTTIR (Selfoss, 2022-12-11)

#585

Mikilvægi úrræðsins er meira en sparnaður. Ef við íhlutumst ekki tímalega kostar þetta þjóðfélagið meira.

Jónsdóttir Sigþrúður (Árborg, 2022-12-11)

#591

Þetta eru góð ódýr úrræði sem koma í veg fyrir vaxandi erfiðleika og sparar dýrari úrræði seinna meir.

Hjördís Hjartardóttir (Reykjavík, 2022-12-11)

#595

Sonur minn var mjög ánægður í þessu starfi bæði í Tröð og Stíg og það hjálpaði honum mikið, þess vegna veit ég hverju þetta starf hefur skilað í gegnum árin

Ásdís Guðnadóttir (Reykjavík, 2022-12-11)

#599

Er á móti lokun.

Rut bech Ásgeirsdóttir (Reykjavík, 2022-12-12)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...