Stöðvum fyrirhugaða lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar

Athugasemdir

#608

Ég skifa undir vegan þess ađ mér biđur við stefnu meiri hluta Reykjavíkur, hvernig er komiđ Fram við minnihluta hòpa.

Páll Helgason (Reykjavík, 2022-12-12)

#614

Unga folkid er mikilvaegt fyrir thjodfelagid. Thad kemur einn daginn ad taka vid. Thaug verda ad hafa eitthvad fyrir stadinn, allir eru Ekki fyrir ithrottir, sumir eru listraenir. Thessi stadur er mjög mikilvaegt fyrir ynglingarna bjargid thessum stad thad hefur skilad margfalt til thjodfelagsins aftur og Bjarnadóttir morgun unglingum.

Kristbjörg Thorsteinsdottir (Svithjod, 2022-12-12)

#621

Ég var í unglingaathvarfinu í Keilufelli.
Þessi starfsemi skiptir öllu máli fyrir unglinga sem kljást við allskins félagsleg og andleg vandamál.
Þetta gerði svo mikið fyrir mig á sínum tíma þar sem ég eignaðist þarna marga góða vini ásamt því að þarna skipti ég máli og var hlustað á mig.
Ég mótmæli því harðlega að þessi starfsemi verði lögð niður því þetta skiptir svo mikilu meira máli heldur en útlit borgarinnar, hvernig hlemmur er eða hvort laugavegurinn sé opinn eða ekki.

Kristjana Helga Jonsdottir (Ölfus, 2022-12-12)

#622

Þð er svo nauðsynlegt að bjóða upp á úrræðum fyrir ungemnni og börn sem hjálpa þeim út úr erfiðri stöðu - og það sparar samfélaginu og einstaklingunum mikinn vanda og meiri kostnað seinna meir!

Kerstin Elisabeth Andersson (reykjavik, 2022-12-12)

#627

Ungmenni í vanda,geðfatlaðir eða aðrir minnihlutahópar eiga aldrei að vera til umræðu þegar spara þarf í kerfinu okkar. Það er nóg til af peningum sem hægt er að taka á öðrum stöðum.

Sigrún Rafnsdóttir (Reykjavík, 2022-12-12)

#629

Tröð hjálpaði mér svakalega mikið á tími og var klárlega eitt af bestu árum lífs míns. Það var alltaf svo skemmtilegt og hlýlegt að koma þangað, því við vorum eins og ein stór fjölskylda. Það væri stór synd og þvílíkur missir að fella þessa starfsemi niður, því það gæti hjálpað öðru ungu fólki eins og það hjálpaði mér!

Óla Blöndal (Reykjavík, 2022-12-12)

#645

Einmanaleiki og útskúfun getur kostað mannslíf og við eigum að vernda ungmenni í veikri stöðu með öllum ráðum. Við megum ekki missa þau.

Linda Birgisdóttir (Reykjavik, 2022-12-12)

#656

Þekki af eigin raun að eiga félahslega einangraðan ungling. Sárt ef það á að svipta þennan hóp því litla sem meim býðst.

Guðrún Karítas Garðarsdóttir (Akureyri, 2022-12-12)

#657

Stöndum vörđ um unga fólkiđ okkar!

Didriksen Siri (Reykjavik, 2022-12-13)

#678

Það er lítilmannlegt að loka þeim stöðum sem aðstoða þá sem minna mega sín.

Bergþóra Johannsdottir (Reykjavík, 2022-12-13)

#684

Eg vil ekki loka.

Bertha Eronsdottir (Mosfellsbæ, 2022-12-13)

#703

Það er svo augljóst að unglingasmiðjur sem þessar eru LÍFSNAUÐSYNLEGAR í okkar þjóðfélagi...í öllum þjóðfélögum.

Herdís Anna Jónsdóttir (Reykjavík, 2022-12-14)

#706

Ég átti erfiða æsku og einangraði mig mikið, ég fékk mikla aðstoð sem gerir það að verkum að í dag er ég félagslega sterk og á mikið af góðu fólki í kringum mig. Á stíg fjekk ég að blómstra og eignaðist ég mína bestu vini þar. Ég fjekk líka aðstoð í hálendishópnum en það úrræði stendur ekki lengur til boða.

Ragnheiđur svava Þórólfsdóttir (Kópavogur, 2022-12-14)

#707

Unglingasmiðjurnar bjarga lífum.

Kristín Elfa Guðnadóttir (Reykjavík, 2022-12-14)

#708

Ég skrifa undir vegna þess að um mikilvæga starfsemi er að ræða.

Guðrún Ísberg (Kópavogur, 2022-12-15)

#709

Mér finnst heilsa og vellíðan barna og unglinga eiga vera í forgrunni og tel að sparnaður á því sviði kosti þjóðfélagið meiri pening þegar upp er staðið.

Helga Birgisdottir (Reykjavik, 2022-12-15)

#717

No brainer!!!! Girða sig borgarstjórn

Hreiðar Guðmundsson (Reykjavík, 2022-12-15)

#720

Ég þekki þessa mikilvægu starfsemi afar vel sem fyrrum starfsmaður á Stíg. Þar sá ég ótrúlegar breytingar og styrkleikavöxt hjá krökkum sem þurftu gríðarlega mikið á stuðning að halda. Ég mótmæli harðlega og hvet eindregið til að þessi ákvörðun sé endurskoðuð! Að mínu mati mætti frekar auka við starfsemina heldur en að leggja hana niður.

Ísgerður Gunnarsdóttir (Reykjavík, 2022-12-16)

#727

Félagsleg einangrun er mjög slæm fyrir alla en ekki síst fyrir fatlaða.

Særún.Haukdal Jónsdóttir (Reykjavík, 2022-12-16)

#731

Fyrirhuguð lokun er aðför að börnum og ungmennum á jaðrinum. Treysti því að þessu dýrmæta úrræði verði leyft af lifa.

Ísold Uggadóttir (Reykjavik, 2022-12-19)

#733

Ég á ungling a framhaldsskólastigi sem naut þess að mæta í Tróð þegar hann var í grunnskóla.
Takk fyrir okkur <3

Ásta Knútsdóttir (Kópavogur, 2022-12-19)

#735

Nauðsynlegur við þau ungmenni sem þessi úrræði

Eyjólfur Finnsson (Fljótsdalshérað, 2022-12-20)

#747

við viljum halda utanum unga fólkið okkar, styðja það í erfiðleikum, sýna því hlýju og áhuga. Ekki síst því unga fólki, sem einmana, óöruggt og hefur upplifað áföll.

Anna Karin Júlíussen (Reykjavík, 2023-01-22)

#753

Þetta er algjörlega nauðsynlegt starf fyrir krakka sem aldrei hafa fengið tækifæri að tilheyra. Sama hvað menntaðir og frábærir frístundagulltrúar eru þá er á ekkert barn leggjandi að lifa við einelti í skóla og nærumhverfi og fá svo hvergi athvarf þar sem þau fá að vera þau sjálf. Eineltið er pest sem smitar út um allt án þess að hægt sé að úrskýra hvernig. Gefum þessum krökkum eitt kvöld í viku þar sem þau fá smá andrými og upplifa sig ok.

Gunnhildur Gudmundsdottir (Reykjavík, 2023-03-21)

#754

Ég skrifa aftur undir vegna þess að Unglingasmiðjan/brúin hafa hjálpað mér i gegnum árin og ef því verður lokað þá mun ég örrugglega vilja enda lif mitt

Valdís Einarsdóttir (Reykjavík, 2023-09-25)

#756

Mér finnst velferð ungmenna skipta miklu máli og snemmtæk íhlutun bjargar oft algerlega heilsu þeirra sem í hlut eiga…

Brrgljót Þorsteinsdóttir (Reykjavík, 2023-11-24)

#759

Það er að svo mörgu leiti óskynsamlegt að loka þessu úrræði. Bæði hefur það ófyrirséðan kostnað í för með sér fyrir samfélagið þegar einstaklingar missa tökin á lífi sínu og verða háð kerfinu. Einnig er þetta viðkvæmur hópur sem fer lítið fyrir, sem þarf að sinna vegna þess að líf og velferð allra er mikilvæg.

Gudmundur Jonas Haraldsson (Hafnarfjörður, 2024-05-18)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...