Vernd og öryggi gegn dýraníði.
Athugasemdir
#1604
Ábyrgt eftirlit í dýravelferðarmálum á Íslandi skortir. Það hefur oft komið skýrt fram að þessu eftirliti er ekki nægjanlega sinnt og fylgt eftir. Aðgerðir sem koma í veg fyrir dýraníð eiga að vera framkvæmdar án tafar . Seinagangur umsjónaraðila í aðgerðum gegn illri meðfetð á dýrum er með öllu ólíðandi. Þeir sem verða vitni að eða vita af illri meðferð dýra og láta vita af því eiga að geta treyst því að úrbætur séu gerðar strax.Þórdís Alda Sigurðardóttir (Mosfellsbær, 2022-09-20)
#1607
að mér þykir vænt um öll dýr en fyrirlit fólk sem fer illa með þau .Svava Jonsdottir (Höfn, 2022-10-12)
#1608
Mast er úrelt og ónýtt drasl og tími til að málefni er varða hagsmuni dýra og dýravernd fái betri og sanngjarnari meðferð en hefur liðist síðustu árin og áratugiHelga Kristjansdottir (Árborg, 2022-10-15)
#1612
Ég skrifa undir til að undirstrika ræfildóm larfanna í MAST og krefjast þess að dýravelferð verði ekki lengur í þeirra höndum. MAST er ávísun á að níðingar fá óáreittir að fara illa með dýr og komast upp með það.Anna Dóra Gunnarsdóttir (604 Lónsbakka, 2022-10-16)
#1613
Vegna þess að ég styð ekki dýraníð. Það verður að hætta😡Dagbjort Ómarsdóttir (Hafnarfjörður, 2022-10-16)
#1614
Allt dýrahald er á ábyrgð samfélagsins þó einstaklingar fari með eignarhald og umsjón. Velferð er sameiginlegt átak allra einstaklinga sem mynda samfélag og dýrin eiga einnig rétt á velferð innan samfélagsins.Hermann Thorleifsson (Vargön, 2022-10-16)
#1615
Öll dýr í búfénað sem og gæludýr treysta á okkur, Mannekjurnar til að hugsa um sig að nánast öllu leyti. Og við eigum að bera hagsmuni þeirra fyrir hjarta okkar enda já þau eru partur af okkar fjölskyldu. Og ef einhver viljandi gerir þeim illt þá verða að vera afleiðingar fyrir þann sem sekur er. Orsök - Afleiðing.Davíð Karl Davíðsson (Reykjavík, 2022-10-16)
#1616
Mer er annt um alla skøpun Guds.Ragnheidur Karitas Petursdottir (Alicante, 2022-10-16)
#1632
Ég er dýraunnandi og vil að það sé bori virðing fyrir þeim.Rósa Svavarsdóttir (800 Selfoss, 2022-10-17)
#1639
Það þarf að vernda dýrin miklu betur !!!Eva Arnarsdottir (Reykjavik, 2022-10-17)
#1643
Dýraverndunarlög þurfa að vera mun skilvirkari. Það þarf að þyngja refsingu á þeim sem verða uppvísir að hverskonar brotum gegn dýrum og lögin þurfa að vera miðuð út frá velferð dýra en ekki þeirra sem brjóta gegn dýrunum.Dagný Björk Hreinsdóttir (Rvk, 2022-10-18)
#1651
Ég er dýravinur og fær hreinlega vondt i sál minni þegar ég sé hvernig er farið með dýr.Og að fólk kemst upp með þetta aftur og aftur án nokkurra afleiðinga fyrir það.
Rannveig Maria Gisladottir (Sandefjord, 2022-10-18)
#1663
Þetta getur ekki viðgengist lengur. Þessi algjöra vanhæfni MAST til að taka á slíkum málum er marg búið að sanna sig.Jón Albert Jónsson (Akureyri, 2022-10-19)
#1666
Mast er rusl stofnun sem ekki er hægt að stóla áSvandis Unnur (Reykjavík, 2022-10-19)
#1668
Er alfarið á móti dýraníð og illri meðferð dýraHerdís Heimisdóttir (Mosfellsbær, 2022-10-19)
#1669
Því dýraníð er það versta sem fólk getur gert!Kristrún Heiða Jónsdóttir (Kópavogur, 2022-10-19)
#1679
Dýraníð á ekki að viðgangast!Natalía Rós Jósepsdóttir (Hafnarfirði, 2022-10-19)
#1684
Hef megnustu óbeit á slæmri meðferð dýraGuðni Walderhaug (Þorlákshöfn, 2022-10-20)
#1686
Það þarf stórtækar breytingar í dýraverndunar lögum á Íslandi og eftirfylgni þeirra.Nú er nóg komið
Jónína Yngvadóttir (Reykjavik, 2022-10-20)
#1706
Fjarlægja dýr frá níðingum STRAX til bráðabirgða, á meðan frekari rannsókn fer fram.Ásdís Sigurðardóttir (Reykjavík, 2022-10-21)
#1709
Af og til koma upp mál varðandi meðferð á dýrum sem eru með öllu óásættanleg. Gerum betur.Edda Michelsen (Reykjavík, 2022-10-21)
#1711
Mér er mjög annt um velferð dýraBrynhildur Guðrún Þórsdóttir (Reykjavík, 2022-10-21)
#1721
Stöðvum dýraníð, Mast þarf að fara að girða sig í brók og vernda dýrin.Anna Lovísa Jónsdóttir (Rvk, 2022-10-23)
#1722
Brýnt er að skerpa á lögum um dýravernd. Glöggt dæmi er hrossanýð í Borgarfirði.Palli Hauks (Patregsfirði, 2022-10-23)
#1723
Þarf að gera eitthvað róttækt í dýravernd , núnaMargrét Jóhannesdóttir (Reykjavík, 2022-10-23)
#1724
MAST þarf að taka sig á í dýraníðsmálum og hætta ýta öllu undir mottuna! Greyið dýrin eiga ekki skilið svona meðferðir og eiga ekki að vera í höndum dýranýðings. Og sá aðili á ALDREI aftur að fá að eiga dýr.Hulda Eiríksdóttir (Reykjavík, 2022-10-23)
#1732
Vegna þess að það er löngu tímabært að það sé hlustað á okkur dýraegendur þegar maður hefur áhyggjur af öðrum dýrum hef sjálf haft samband við MAST og ekkert svo hvað þarf til að MAST fari að opna augun og bregðast við þeim kvörtunum sem til þeirra og þá er ég ekki að tala um að þeirra hring á undan sér og tilkynna að þeir séu að koma og hvað geri þá viðkomandi nú hefur allt svo fínt þegar þeir mæta.Ein reið 🤪
Margrét Hrönn Ægisdóttir (Rvk, 2022-10-23)
#1736
Þetta er ógeðslegt og vanræksla á háu stigi. Það þarf eitthvað að fara að gerast 😤😡🤬Hulda Valdís Önundardóttir (Neskaupstað, 2022-10-23)
#1739
M'er finnst algerlega óásættanlegt í hvaða farvegi þessi mál eru í dag - og langur tími, úrræðaleysi, aðgerðarleysi, lítil eða engin refsing, áframhaldandi leyfi níðinga til að halda dýr eftir stórkostleg brot á dýrum!Sigríður Ævarsdóttir (Borgarnes, 2022-10-23)
#1740
Vegna þess að málleysingjar eiga að geta treyst a kerfiðBrynja Gná (Borgarns, 2022-10-23)
#1741
Réttur dýra á að vera meiri og það vantar stórkostlegar úrbætur á að dýrin hafi rödd og einhver hjálpi þeim í neið.Add Bjarnadóttir (Akureyri, 2022-10-23)
#1742
mér er annt um velferð dýra og vil Harðar aðgerðir við dýraníðiValdís thorarensen (akureyri, 2022-10-23)
#1753
Ég vil sjá MAST gera miklu betur og harðari dóma. Fréttir af svona málum vil ég vita um hvað er gert og hver ber ábyrgðina. Alltof mikið um níðingsverk gegn dýrum hérna. Skammist ykkar bara.Vigdís Einarsdóttir (Reykjavík, 2022-10-23)
#1759
að þarf að tryggja að skjót viðbrögð verða þegar tilkynningar berast til MASTS um slæmri meðferð og slæmt ástand dýra - að ekki sé beðið þangað til það þarf að aflífa dýrin.Marietta Maissen (Egilsstaðir, 2022-10-24)
#1762
Málaflokkurinn hefur verið í molum svo lengi sem ég man eftir mérSigrún Elíasdóttir (Borgarnes, 2022-10-24)
#1763
Búinn að fá nóg.Svala Haraldsdottir (Stockholm, 2022-10-24)
#1766
Eftirlit bregst aftur og aftur þegar dýr í neyð þurfa aðstoð.Breytinga er þörf !
Steinunn Árnadóttir (Borgarnes, 2022-10-24)
#1771
Vil að vel sé hugsað um dýr á Íslandi og þeir sem gera það ekki fái ekki að vera með dýr í sinni umsjá.Vil að stjórnvöld sinni eftirliti og vinni vinnuna sína.Hugsum vel um öll dýr.Katrín Þorsteinsdóttir og (Reykjavík, 2022-10-24)
#1773
Dýrin hafa ekki rödd, okkur ber að koma vel fram við þauAldís Ívarsdóttir (Reykjavík, 2022-10-24)
#1776
Ég hef ímugust á dýraníð og styð alla tilburði til bættari lífskjara dýra.Lena Rós Matthíasdóttir (Hønefoss, 2022-10-24)
#1779
Ég skrifa hér vegna þess að það á ekki að líðast að það sé farið illa með dýrin.Sólveig Magnúsdóttir (Reykjanesbær, 2022-10-24)
#1782
Mér er misboðið hvernig hefur verið tekið á dýraníð í þessu landi. Það þarf að gera betur.Guðrún Elsa Finnbogadóttir (Hafnarfjörður, 2022-10-24)
#1787
Ég er ekki hlynntur auknum refsingum almennt en ég vil að það sé gripið fyrr inn í þegar grunur vaknar um dýranýð og með miklu meira afgerandi hætti en nú er. Dýrin eiga að njóta vafans ef grunur vaknar um að illa sé farið með þau og þeim strax komið úr þeim aðstæðum sem þau eru í.Ágúst Dalkvist (Reykjavík, 2022-10-24)
#1789
Þetta skal stoppa!!!!Dían Guðlaug Ingvarsdóttir (Akranes, 2022-10-24)
#1790
Mér ofbýður.Alva Kristín Kristínardóttir (Akureyri, 2022-10-24)