Stöðvum fyrirhugaða lokun á Vin

Athugasemdir

#1608

Þetta er lífsnauðsynlegt fyrir svo marga.

Þorsteinn Sævarsson (Reykjavík, 2022-12-09)

#1609

Ég var í 6 vikur sem sjálfboðaliði hjá Vin og þetta er mikill bjargráður fyrir jaðarsett fólk sem er í mikilli félagslegri einangrun. Vin er þeirra vettvangur til þess að komast út úr húsi og hitta annað fólk sem er í svipuðum sporum. Mér finnst svo sorglegt að loka eigi þessum dýrmæta og mikilvæga stað.

Karen Anna Sævarsdóttir (Mosfellsbæ, 2022-12-09)

#1618

Mjög ljótt að koma svona fram við fólk sem minna mega.

Jónína Birna Blöndal Birgirdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#1628

Það er algjört hneyksli finnst mér að skera niður þessa þjónustu sem hefur verið lífsbjörg viðkvæms hóps.. Dagur og co.. eiga að skammast sín.

Guðríður Jóhannesdóttir (Reykjavik, 2022-12-09)

#1629

Þetta er hræðilegt, en alltaf er byrjað að skera niður hjá þeim sem minna mega sín 😢

Vala rós Ingvarsdottir (Kopavogur, 2022-12-09)

#1645

Ég vil vernda þá sem mestu þörfina hafa ❤️

Rúna Stefánsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#1646

Ekki taka frá þeim sem eiga ekkert

Hafrún Osk Sigurhansdóttir (Mosfellsbæ, 2022-12-09)

#1676

Að starfsemi Vinjar hefur sýnt sig að vera ómetanleg og skiftir öllu máli að hún sé áfram í þessu húsi

Lena Hákonardóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#1689

Vin er gífurlega mikilvægt athvarf fólks með geðraskanir sem sumt hefur engan annan stað til að sækja stuðning og félagsskap. Lýðheilsa er alltaf besta fjárfestingin til langs tíma og hér er um sérlega viðkvæman og einangraðan hóp að ræða.

Agnes Agnarsdóttir (Njarðvík, 2022-12-09)

#1695

Til hvers að loka skil það ekki

Ragnheiður Ingimundard (Strandabyggð, 2022-12-09)

#1699

Þetta er gjörsamlega galin hugmynd.

Ingi Tandri Traustason (Kópavogur, 2022-12-09)

#1707

Þetta er eini staðurinn sem fólk með geðraskanir hefur getað leytað til í 30 ár.
Það er ótrúleg mannvonska að láta sér detta það í hug að ætla að loka þessu húsi.

Solveig Höskuldsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#1709

Mér finnst mannréttindabrot að loka eina staðnum sem fólk með geðraskanir getur leytað í og hefur getað í 30 ár. Það er má ekki ske.

Hafþór Magnússon (Reykjavík, 2022-12-09)

#1715

Að loka einu félagsmiðstöð fólks í viðkvæmri stöðu, sem hefur ekkert annað að leita er bara ljótt og siðlaust. Þarna á ekki að spara. Skammist ykkar

Lilja B Jónsdóttir (Reykjavik, 2022-12-09)

#1721

Bráðnauðsinleg þjónusta.

Haraldur Guðbjartsson (Rvk., 2022-12-09)

#1728

Vin er mikilvægur þáttur í lífi svo margra sem hvergi annars staðar njóta þess sem þar er í boði.

Ásdís Ingólfsdóttir (Reykjavik, 2022-12-09)

#1731

það eru margir einmana einstæðingar í samfélaginu okkar sem eiga enga að og eiga sérstaklega erfitt á þessum árstíma í desember. Það er búið að þrengja mikið að þessu fólki, það virðist koma að lokuðum dyrum alls staðar 😢

Sesselja Konráðsdóttir (Kópavogur, 2022-12-09)

#1737

Vegna þess að ég vil að þeir sem sækja Vin geti haldið áfram að koma þangað🇮🇸🫶🏻

Hugrún Hjartardóttir (Búðardal, 2022-12-09)

#1765

Þessi ákvörðun er ótrúlega vanhugsuð. Vonandi verður hún aftur tekin.

Ólöf Ýr Lárusdóttir (Akureyri, 2022-12-09)

#1780

Von er nauðsynleg fyrir svo marga.
Það hlýtur að vera hægt að spara annars staðar.

Elín Siggeirsdóttir (Selfoss, 2022-12-09)

#1782

Vin er mjög mikilvæg stofnun. Ég er gott dæmi um hverju þessi starfsemi hefur áorkað. Ég var fastagestur Vinjar í um tuttugu ár. Ég var mikið veik af þunglyndi og kvíðaröskunum þegar ég byrjaði að mæta en náði heilsu á 10 árum með diggri aðstoð starfsfólks og gesta Vinjar sem hjálpuðu mér að valdeflast. Þarna átti maður sína bestu vini, fékk að láta á sig reyna með að skipuleggja ferðafélagið og fleira og fleira. Ég bið þess að rekstrinum verði haldið áfram.

Ása Hildur Guðjónsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#1784

Glatað að sundra því sem er vel gert og gengur vel. Okkur ber skylda til að hugsa um þarfir notenda Allir ánægðir með starfsemina akkúrat eins og hún er.

Olafia Ingolfsdottir (Reykjvik, 2022-12-09)

#1788

Grimmdarlegt og óskynsamlegt að loka Vin.

Kristján Dereksson (Reykjavík, 2022-12-09)

#1792

Það er augljóst að brogarstjórnin á að skera niður hjá sjálfri sér í ráðhúsinu en ekki hjá bráðnauðsynlegum þjónustuverkefnum

Steinn Jónsson (Seltjarnarnes, 2022-12-09)

#1798

Ég skrifa undir af öllum þeim ástæuðm sem höfundur undirskriftarlistans nefnir. Að binda endi á starf Vinjar eru mikil mistök og skammsýni.

gunnhildur hauksdottir (Reykjavik, 2022-12-09)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...