Við mótmælum styttingu náms til hjúkrunarfræði!

Athugasemdir

#57

Tillögur af þessu tagi eru ekki til þess fallnar að leysa vanda heilbrigðiskerfisins. Þær verða eingöngu til þess að gjaldfella hjúkrun og að auka á atgervisflótta, sem er ærinn fyrir. Ef slíkar æfingar ná fram að ganga þá ættu hjúkrunarfræðingar (ef gæta á jafnræðis) einnig rétt á afslætti á öllu öðru námi innan háskólanna þeas sama díl og aðrir. Ég bara spyr, hvernig Landlæknisembættið sem veitir hjúkrunarleyfi mv ákveðna staðla þar um ætli sér að komast að þeirri niðurstöðu að veita hjúkrunarleyfi þeim sem eingöngu hafa lokið hluta þeirra áfanga, sem hefur hingað til hefur þurft til að fá slíkt leyfi??? Hver ætlar að axla ábyrgð á þessari endemis vitleysu?

(Bolungarvík , 2017-06-06)

#78

Það er til nóg af hjúkrunarfræðingum en laun og ómanneskjulegt álag verða til þess að þeir velja sér auðveldari og launahærri störf !

(Hafnarfjörður, 2017-06-06)

#99

Þetta er niðurlæging fyrir okkur sem höfum lokið 4 ára námi og ég mun aftur hætta störfum aftur sem hjúkrunarfræðingur ef þetta bull gengur eftir.

(Reykjavik, 2017-06-07)

#103

Ég skrifa undir vegna þess að ég tel að það þurfi að upphefja störf hjúkrunarfræðinga. Þessi gjörð er algerlga andstætt við það. Hér er verið að gjaldfella námið og þar af leiðandi að vanmeta þetta mikilvæga og erfiða starf.

(Reykjavík, 2017-06-07)

#117

Sumar háskólagráður tengjast ekki á neinn hátt hjúkrunarfræð og því væru þeir nemendur mun minna undirbúnir fyrir starfið ef ekki einfaldlega óhæfir.
Tek þó fram að menntun eins og sjúkraliði til dæmis gætu haft réttamætanleg rök fyrir samning eins og þessum inn í h júkrunarfræði.

(Reykjavík, 2017-06-07)

#137

Að ég er hjúkrunarfræðingur og ber virðingu fyrir starfinu og náminu mínu.

(Ólafsfjörður, 2017-06-07)

#150

Ég skrifa undir til að mótmæla að hægt sé að stytta nám hjúkrunarfræðinga um helming því það er algerlega absúrd.

(Reykjavík, 2017-06-07)

#157

Er sjálf hjúkrunarfræðingur með 4 ára háskólanám. Veit hversu krefjandi og ábyrgðarmikið þetta starf er. Þetta ef mesta kjaftæði sem ég hef heyrt og gera sér grein fyrir að mannslíf eru í húfi

(Reykjavík, 2017-06-07)

#193

Vanvirðing við þessa vel menntuðu stétt og til skammar!!

(Reykjavík, 2017-06-07)

#194

Við leysum ekki vanda heilbrigðiskerfisins með því að stytta hjúkrunarnámið og fjöldaframleiða (ódýrt) vinnuafl. Á hverju ári útskrifast 130 nemendur úr hjúkrunarfræði eftir 4 ára grunnám sem vilja gjarnan starfa við sitt fag og fá launakjör í samræmi við menntun sína og ábyrgð. Ef það er til fjármagn til að setja þessa hugmynd í framkvæmd þá væri skynsamlegt að nýta það fjármagn til að laða að þá hjúkrunarfræðinga sem þegar hafa lokið námi og leitað í önnur störf vegna lélegra launakjara og óaðlaðandi vinnuaðstæðna í heilbrigðiskerfinu.

(Patreksfjörður, 2017-06-07)