Ég styð bann við umskurð á heilbrigðum kynfærum drengja á Íslandi

Athugasemdir

#1

Ég vil tryggja að drengirnir hafi sama jafnrétti til að taka ákvarðanir gagnvart eigin líka og stelpurnar.
Að auki vegna þess að þetta er sársaukafull aðgerð, með sársaukafulla daga eftirá og ALGJÖRLEGA ónauðsynleg!

(Kaupmannahöfn, 2018-03-09)

#2

Ég styð mannréttindi drengja.

(Manchester, 2018-03-09)

#3

Þetta er svo sjálfsagt mál að það ætti ekki að þurfa að ræða það

(Reykjavík , 2018-03-09)

#8

Að þetta er hreint og klárt ofbeldi

(Attignat, 2018-03-09)

#12

Það þarf að stoppa þessa níðslu á sveinbörnum! Mannréttindi þeirra verður og á að virða að fullu.

(Reykjanesbær, 2018-03-09)

#14

Kreddum og forneskju trúarbragðanna á ekki að troða á ómálga börn,og rista með því nafn ósýnilegs vinar foreldranna í barnið með eggvopnum.

(Reykjavík, 2018-03-09)

#17

Allar ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna eru óásættanlegar.

(Akureyri, 2018-03-09)

#24

Ég vil ekki að það sé brotið á fólki og alls ekki börnum.

(Hafnarfjörður , 2018-03-09)

#28

Umskurður er barnaníð. Bæði á drengjum og stúlkum.

(Reykjavík, 2018-03-09)

#29

Fátt er sjúklegra en að skera í typpin á littlum drengjum.

(Kalundborg, 2018-03-09)

#30

Enginn á að hafa rétt til að skaða líkama barna hvorki með umskurði né á annan hátt.

(Hafnarfjordur, 2018-03-09)

#34

Óafturkræf aðgerð ("skemmd") gerð á ómálga barni, án þess að fyrir því sé nokkur nauðsyn. Nei, trú er *EKKI* nauðsyn á svona limlestingu.

Þegar viðkomandi er orðinn sjálfráða, þá má hann ráða því hvort hann vilji láta klippa af sér bút, eða ekki.

En ómálga, ósjálfstætt... barn, sem treystir á sitt nánasta fólk, til að sjá um sig? Þetta er barasta BARNA-NÍÐ!

(Kópavogur, 2018-03-09)

#38

Umskurður hvítvoðunga er villimannsleg mannvonzka.

(Reykjavík, 2018-03-09)

#40

Ég reyndar skil ekki afhverju það þarf þetta sérstaka bann, ég hélt að limlestingar á börnum (reyndar á öllum) væru almennt bannaðar á Íslandi.

(reykjavík, 2018-03-09)

#51

Ég skrifa undir vegna þess að ég virði mannréttindi barna til að fá að velja um umskurð sjálf þegar þau verða fullorðin.

(Reykjavík, 2018-03-09)

#53

Það á ekki að líðast að skera burt líkamshluta af óvita barni

(Frederiksberg, 2018-03-09)

#56

Var umskorinn eftir sex áratugi man ég sársaukan vel og þekki eftirköstin vel, bið ykkur um að valda börnum ekki þjáningum og skaða að óþörfu, treysti því að miskun og mennska ráði eins og svo oft áður ákvörðun Íslandinga.

(Sunny Beach, 2018-03-09)

#61

Því þetta er ofbeldi á börnum. Þau geta tekið þessa ákvörðun seinna meir ef þau vilja.

(Seltjarnarnes, 2018-03-09)

#64

Ég skrifa undir vegna þess að limlestingar barna eiga ekki að líðast

(Kópavogur, 2018-03-09)

#73

Ég skrifa undir vegna þess að mér finnst fráleitt að foreldrar geti ákvarðað fyrir börn sem þau hafa í sinni umsjón í 18 ár eftir fæðingu hvort börnin hafi alla sína útlimi óskaddaða. Það er ekki val foreldranna. Þó börn fæðist foreldrum hafa foreldrar engan rétt til að meiða börn sín undir nokkrum kringumstæðum, hvað þá orsaka varanlega limlestingu barnanna í nafni trúar eð annarra kredda.

(Drammen, 2018-03-09)

#96

Barn getur ekki samþykkt þessa aðgerð sem er ekki tekin til baka og er eingöngu gerð í þágu truar bragða foreldra, trú getur verið iðkuð án mysþirminga barns

(San Jose , 2018-03-09)

#102

því limlestingar á barni eru siðferðislega rangar og það er ákvörðunarréttur einstaklingsins hvort hann vilji seinna meir gangast undir þessa aðgerð eður ei.

(Garðabær, 2018-03-09)

#105

Ég vil ekki sjá þessa illmennsku leyfða her á landi. Það er skref 1400 ár aftur í tímann. Við eigum ekki að taka upp glæpi gegn börnum til að þóknast öðrum trúarbrögðum. Það er heimska.

(Hafnarfjörður, 2018-03-09)

#107

Verjum mannréttindi barna. Forðum börnum frá ónauðsynlegum aðgerðum sem setja heilsu þeirra í hættu og geta minnkað lífsgæði þeirra. Verjum rétt fólks til að taka ákvarðanir er varða eigin líkama. Börn eru ekki eign foreldra, þetta eru manneskjur sem eiga sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Látið kynfæri barna í friði!

(Kópavogur, 2018-03-09)

#113

Af mannréttindaástæðum

(Kópavogur, 2018-03-09)

#114

Umskurður barns er limlesting án samþykkis.

(Akranes, 2018-03-09)

#116

Það er fáránlegt að gera óafturkræfra aðgerð á einstakling sem ekki hefur veitt samþykki sitt fyrir henni í nafni trúar!

(Árborg , 2018-03-09)

#127

Því þetta á að vera val þegar þú hefur þroska til

(Hafnarfjörður , 2018-03-09)

#136

Vegna þess að ég tel að þetta eigi ekki að eiga sér stað á landinu okkar að börn sé látin þjást vegna trúar foreldra sinns. Einstaklingarnir geta tekið ákvörðun um það sjálfir þegar þeir verða 18 ára.

(Akranes, 2018-03-09)

#154

Ég skrifa undir til þess að vekja athygli á því að ýmislegt er látið viðgangast í nafni trúar og/ eða hefðar sem stríðir á móti almennri skynsemi

(Mosfellsbær, 2018-03-09)

#161

Börn eiga rétt á því að ákveða þetta þegar þau eru komin með aldur til.

(Kópavogur, 2018-03-09)

#163

Ég styð bann við umskurð og að þeir geti tekið ákvörðun þegar þeir hafa vit og aldur til að taka upplýsta ákvörðun

(ólafsfjörðu, 2018-03-09)

#167

Ég tel ekki að neinn eigi að geta tekið ákvörðun um að frakvæma ónauðsynlega og óafturkræfa aðgerð á öðrum einstakling þar sem hluti líkama viðkomandi er fjarlægður.

(Kópavogur, 2018-03-09)

#171

Ađ thetta er ógeđslegt og ekki bođlegt fyrir ung börn.

(Hafnarfjörđur, 2018-03-09)

#179

Mér finnst drengir eigi að ákveða þetta sjálfir þegar þeir eru sjálfráða.

(Reykjavík, 2018-03-09)

#183

Er á móti þvi að átt sé við heilbrigð kynfæri.

(Reykjanesbær , 2018-03-09)

#189

Drengir fæðast með forhúð, hún er til að vernda og koma í veg fyrir sýkingar. Stöndum vörð um Barnasáttmálann.

(Egilsstaðir, 2018-03-09)

#195

Ég skrifa undir því þetta er ómannlegt og drengir eiga að fá að ákveða þetta sjálfir

(Þorlákshöfn , 2018-03-09)