Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði í vísindi

Athugasemdir

#2

Grunnrannsóknir eru forsenda framfara á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Án grunnrannsókna og nýsköpunar er lítilla framfara von í heilbrigðisvísindum og tæknigeiranum. Styrkir úr rannsóknasjóði er það sem heldur stærstum hluta af rannsóknum við háskóla og stofnanir á Íslandi gangandi og mikill fjöldi ungra vísindamanna á framtíð sína og lifibrauð undir styrkjum úr sjóðnum komið. Styrkhlutfall fer lækkandi, styrkjum fækkar, störfum við rannsóknir fækkar verulega og rannsóknir dragast saman á landinu komi til þessa niðurskurðar.

Sigríður Rut Franzdóttir (Reykjavík, 2018-12-03)

#3

Vísindarannsóknir eru grundvöllur framfara í mannlegu samfélagi, frá heilsueflingu og hagvexti til skilnings á sögu þjóðarinnar og eðli samfélagsins. Stöndum vörð um grunnrannsóknir.

Arnar Pálsson (Reykjavík, 2018-12-03)

#6

Meðan augljós aukning er í þjóðarframleiðslu hefur upphæð í innlendu samkeppnissjóðina staðið í stað. Árleg framlög í Rannsóknasjóð Rannís hafa verið 2470 m. kr. frá 2016 og hafa ekki fylgt launa- og verðlagsþróun sem hefur verið töluverð. Árangurshlutfall úr sjóðnum lækkar stöðugt á milli ára; 2016 var það 25%, 2017 var það 21% og 2018 var það 18,2%. Nú stendur til að rýra sjóðinn um 146 milljónir og stefnir því árangurshlutfallið í minna en 15%. Á þessum árum hafa fjárlög til ESB hækkað úr 1800 m.kr. árið 2016 í 2613,6 m.kr. fyrir árið 2019 sem er aukning um 45% og fylgir vergrið þjóðarframleiðslu. Því ætti Rannsóknasjóður að hækka um rúman milljarð eða í 3586,4 m.kr til samræmis við fjárframlög til ESB en ekki lækka um 146 milljónir sem er algjörlega ótækt. Með þessu móti næst OECD meðaltalið aldrei, en það var 2,57% árið 2016 en á Íslandi var það aðeins 2,08% árið 2016 og virðist fara lækkandi!

Sigríður Böðvarsdóttir (Reykjavík, 2018-12-03)

#9

Rannsóknir eru forsenda framfara okkar og við höfum ekki efni á að draga úr í þeim málaflokki.

Bjarni Kristjánsson (Skagafjörður, 2018-12-03)

#47

Sterkir samkeppnissjóðir eru gríðarlega mikilvægir til að tryggja stöðu Íslands í heiminum. Þetta fjármagn leiðir til uppgötvana sem líftæknifyrirtæki byggja á, þetta fjármagn leyfir okkur að þjálfa næstu kynslóð sérfræðinga og þetta fjármagn leyfir okkur að innleiða þá meðferðar og greiningabyltingu sem er að verða í erfðavísindum. Án sterkra sjóða er Ísland ekki samkeppnishæft og mannauðurinn mun flytja úr landi.

Hans Bjornsson (Reykjavik, 2018-12-03)

#53

Það tekur langan tíma að byggja upp þekkingu. Í hvert skipti sem er skorið niður tapast þekking og í stað þess að byggja á því sem fyrir er þarf þá aftur að byggja upp. Þessi niðurskurður er mjög óhagkvæmur fyrir íslenskt samfélag til lengri tíma litið. Horfið til framtíðar!

Vala Hjörleifsdóttir (Kópavogi, 2018-12-03)

#56

Þessi niðurskurður er eins og blaut tuska framan í alla þá sem vinna að rannsóknum á Íslandi. Ekki síst ungt vísindafólk sem þarf nauðsynlega á framlögum úr samkeppnissjóðum að halda ef það á að geta byggt upp sínar rannsóknir hérlends. Ég vil líka minna á að þessi niðurskurður gengur þvert á öll loforð sem voru gefin fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Þorkell Guðjónsson (Reykjavík, 2018-12-03)

#57

Rannsóknir og þekkingarsköpun eru lykilatriði til að mæta samfélagsáskorunum framtíðar.

Auður H. Ingolfsdottir (AKureyri, 2018-12-03)

#58

Countries such as Canada and New Zealand also tried to save money by cutting funds for competitive science. In both countries, the cuts were later reversed when the public realized that their economies and societies had been harmed by reducing the science. We urge you not to make the same mistake!

Steven Campana (Reykjavik, 2018-12-03)

#63

Fjölþættar rannsóknir eru forsenda framfara sem byggja á þekkingu

Arnheiður Eyþórsdóttir (Akureyri, 2018-12-03)

#68

Verið er að taka stórt skref afturábak í eflingu grunn og tæknirannsókna á íslandi.

Óttar Rolfsson (Reykjavík, 2018-12-03)

#86

Vegna þess að framlagið er of lágt nú þegar.

Thor Aspelund (Reykjavík , 2018-12-03)

#88

Hver króna sem varið er í samkeppnissjóði rannsókna á Íslandi skilar sér margfalt til baka.

Lárus Guðmundsson (Reykjavík, 2018-12-03)

#90

Ég skrifa undir vegna þess að rannsóknir, vísindi og nýsköpun eru grundvöllur allra nútíma samfélaga. Af hverju í ósköpunum er aldrei hægt að standa við stefnu Vísinda- og tækniráðs og reynt að mjaka okkur í áttina að nágrannaþjóðum okkar í þessum efnum.

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir (Reykjavík, 2018-12-03)

#95

Brýn þörf er á viðspyrnu í rannsóknum á heilbrigðisvísindasviði, sem hafa dregist saman undanfarin ár.

Karl Kristinsson (Seltjarnarnes, 2018-12-03)

#107

Vísindi er lykillinn að framþróun þjóðarinnar

Ólafur Eysteinn Sigurjónsson (Reykjavík, 2018-12-03)

#113

Vegna þess að það er lykilatriði fyrir framtíð landsins að styrkja öflugt vísindastarf. - Öflugir samkeppnisjóðir er besta leiðin til þess.

Már Másson (Reykjavík, 2018-12-03)

#117

Það þarf að auka við fjárframlög til Rannsóknasjóðs, alls ekki skera niður. Hugsum um unga fólkið okkar sem er svo ótrúlega gáfað.

Þórhallur Eyþórsson (Kópavogur, 2018-12-03)

#143

Nauðsynlegt er að veita fjármagni til vísinda og þróunar fyrir framtíðina.

Elísabet Anna Jónsdóttir (Selfoss, 2018-12-03)

#151

Framtíð vísinda á Íslandi er í húfi

Zophonías Jónsson (Kópavogur, 2018-12-03)

#165

Stuðningur við rannsóknir og þróun er undirstaða þess að hægt sé að byggja upp hátæknifyrirtæki og iðnað í landinu.

Sveinbjorn Gizurarson (Reykjavík, 2018-12-03)

#175

Mér er umhugað um framtíð þjóðarinnar.

Ólafur Andrésson (Reykjavík, 2018-12-03)

#188

Vísindi eru forsendur framfara og nýsköpunar.

Ástríður Pálsdóttir (Reykjavík, 2018-12-03)

#199

Því að færri munu hafa færi á að stunda doktorsnám á Íslandi ef breytingar ná fram að ganga. Doktorsnemar bera hitann og þungann af þeirri rannsóknavinnu sem fer fram og ljóst að án þeirra mun hægja verulega á rannsóknum og birtingu greina. Doktorsnemar breyta heiminum með vinnu sinni.

Anna Karen Sigurðardóttir (Garðabær, 2018-12-03)