Við mótmælum kynningarfyrirkomulagi og geysimiklu bygingarmagni á miðbæjarsvæði Kópavogs

Athugasemdir

#5

Vegna lítillar kynningar, of mikils byggingamagns, vegna slæmrar reynslu af loforðum bæjaryfirvalda í undanfara breytinga og almenns tillitsleysis í garð bæjarbúa.

Hans Gunnarsson (Kópavogur, 2020-04-17)

#7

Vegna samràðsleysis og gríðarlegu byggingarmagni à mjög litlum reit.

Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir (Kópavogur, 2020-04-17)

#12

Ég er íbúðareigandi í Hamraborg 18

Ólafur Þór Þorsteinsson (Kópavogur, 2020-04-17)

#14

Vegna þess að ég vil mótmæla óþarfa geysiþétt-uppbyggingu á þetta svæði (og annarsstaðar á Íslandi).

Jane Appleton (Kópavogur, 2020-04-17)

#19

Mótmæli hér með glórulausri græðgisvæðingu Kópavogsbæjar sem er í engum takt við raunveruleikann, lítið sem ekkert tillit tekið til íbúa svæðisins, illa unnið og kynnt. Af hverju voru ekki gerðar sameiginlegar breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagi á "reitunum" sem á að byggja á og fá heildarmynd af áhrifum þess, t.d varðandi umferðaröryggi ofl? Kynningin á Traðarreit-eystri var mjög slök (Kópavogsskóli, 16
jan. 2020). Mesti tíminn fór í að kynna svo kallaða "borgarlínu". Engar spurningar voru leyfðar úr sal á meðan á kynningunni stóð, sem að mínu mati er algjör dónaskapur. Það mátti spyrja "maður á mann" í lok kynningarinnar. Hvers lags vinnubrögð eru það? Ég skora á bæjarvöld að hætta þessu byggingarframkvæmdar-offorsi og setja þetta allt á bið vegna Covid 19. Vinna þetta svo í samvinnu við bæjarbúa, leyfa rödd þeirra að heyrast, sýna almenna tillitsemi og einbeita sér að því sem skiptir máli með hag bæjarbúa að leiðarljósi.

Ragnheiður Kristinsdóttir (Kópavogur, 2020-04-17)

#23

Of mikils byggingarmagns á of litlum reit. Hæð bygginga virðist einnig gagnrýniverð.

Þorleifur Friðriksson (Kópavogi, 2020-04-17)

#24

Allt of há og þétt byggð

Ingibjörg Guðmundsdóttir (Kopavogur, 2020-04-17)

#26

Ég skrifa undir vegna þess að fjöldi íbúða mun verða í skugga. Byggðin er allt of há og of þétt. Eitt stórt torg er fyrirhugað en ég vil fullt af litlum svæðum í miðbænum fyrir óskipulagða útiveru

Sigrún Ása Sigmarsdóttir (Kópavogur, 2020-04-17)

#32

Èg bý í Hamraborg og með þessu skipulagi verður alldrei sólarljós sem nær inn um gluggana hjá mér. Gluggarnir í íbúðinni minni snúa allir til vesturs.

Lilja Dröfn Bjarnadóttir (Kópavogur, 2020-04-17)

#36

Sem innfæddum og uppöldum Kópavogsbúa svíður mér hvernig fara á með þetta svæði. Alfarið á móti þessum tillögum.

Þorgeir Baldursson (Garður, 2020-04-17)

#37

I sign this because
1) I doubt the calculations regarding the shadow of these new buildings towards my apartment. These are very tall buildings which will shadow my apartment, and there will be no sun and light in my apartment.
2) the new buildings will block out the road which lead to out aðgangur to the yard. This entrance is used for the moving tracks, to deliver big stuff and for example furniture to the apartments. But most important it is used for ambulance cars and firefighters tracks in emergency cases. If this aðgangur will be blocked by buildings, our apartment houses will be in danger in case of fire, because the firefighters would not be able to reach houses and apartments inside the yard.
3) I concern regarding the air pollution will be increased on the parking on ground floor.
4) I concern about the increase of the noise due to increased amount of people outside on these new pedestrian streets just next to my apartment.

Elena Ukhatskaya (Kopavogur, 2020-04-17)

#49

Mér finnst þetta fyrirkomulag enganveginn gangi í þessu lágreista umhverfi.

Helga guðrún Gunnarsdóttir (Kópavogur, 2020-04-17)

#50

Afleit hugmynd

Sigríður Arngrímsdóttir (Kópavogur, 2020-04-17)

#53

Ég skrifa undir þar sem mér finnst þessar nýbyggingar vera í hróplegu ósamræmi við umhverfi og skipulag ekki til þess fallið að hvetja fólk til að nýta þetta svæði til að koma saman.

Ingibjörg Sveinsdóttir (Kópavogur, 2020-04-17)

#54

Það er líka verið að loka fyrir inn- og útkeyrslu núverandi bílastæðahúss í Hamraborg. Með þessum framkvæmdum er valtað yfir alla hagsmunaaðila og sýnd yfirgengileg græðgi, tillitsleysi og skeytingarleysi í garð þeirra sem fyrir eru á svæðinu.

Gaura Ellingsen (Kópavogur, 2020-04-17)

#57

Who is the beneficent of this cunning project??? Are there really not enough lots around Kópavogur to go on with this over building madness except for this narrow crowded area with a few passages for kids, elderly dwellers and pedastrians with pets to walk around the area???

Higher buildings mean deeper fundaments to be dug, of course dinamite is essential to dig that deep. How many times hamraborg apartment owners are going to fix and repair their apartment walls and windows because of that, and who is going to pay for that, not mentioing stress level increase plus air, visual and acoustic polution level increase.

What an idiotic idea made to serve the greedness of some selfish beneficents. I hope we are not living now in another; so called 3rd world country or wild west era, are we?!! I hate to believe that Our Iceland is turning into such a place.

Ahmed Elbedawey (Kópavogur, 2020-04-17)

#61

Nú þegar er sviptivindasamt í Hamraborg. Móðir mín handleggsbrotnaði í Hamraborginni þegar vindhviða feykti henni á loft. Að byggja 16 hæða hús á þessu svæði er því ekki góð hugmynd. Það þarf að huga að vindinum í áætlanagerðinni.
https://www.visir.is/g/2012120919876/eldri-kona-tokst-a-loft-i-vindkvidu?fbclid=IwAR1Uz4b5fixC2DA1yj2Iq8th-mkgmy8g5aS6MulaB9aZxU5hsPcIC-5E6zc

Bjargey Ólafsdóttir (Reykjavík, 2020-04-17)

#62

I'm not agree with this project to be done!
Who would be wise to push such tall buildings into such a tightly built area ????? exposing current residents and their homes to damage.
We have families here with small kid's running around. Is anybody thinking about them?
Older people living here too and next to us.
How ambulance will come to rescue some of us or our neighbor's during such work?
Who wants to take advantage of this, such plans are made with such a short notice to the residents (so that they do not have time to protest !!!) SCANDAL !!!!

Iwona Lempicka (Kópavogur, 2020-04-17)

#66

Alltof mikið byggingamagn. Ekkert hugsað um áhrif vinds. Hvað á að gera við snjóinn?

Sævar Geirsson (Kópavogut, 2020-04-17)

#68

Ég hef miklar áhyggjur hvaða áhrif þetta hefur

Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir (Kópavogur, 2020-04-17)

#70

Óhóflegt byggingarmagn.

Stefán Örn Stefánsson (Reykjavík, 2020-04-17)

#71

Ég skrifa undir vegna þess að þetta gengur freklega á það viðmið að byggt skuli í samráði við íbúa og ekki síst vegna þess að það hefur ekki verið sýnt fram á hvernig eigi að bregðast við og koma í veg fyrir vind aukningu sem svona háhýsi hafa í för með sér. Auk þess að kynning bæjarstjórnar er með ólíkindum jafn vel fyrir bæjarstjórn Kópavogs.

Þuríður Erla Kolbeins (200 Kópavogur, 2020-04-17)

#80

Ég er ekki sáttur við þessa útfærslu hæð og þéttleiki Það þarf að laga Hamraborgina ekki ekki að gera hana enn verri

Sverrir Davíð Hauksson (Kópavogur, 2020-04-18)

#81

Málið hefur ekki verið nægjanlega kynnt íbúum. Hamraborgin ber alls ekki slíkt magn bygginga, hvað þá háhýsa eins og fyrirhugað er að byggja þarna.
Kópavogi hefur að mínu mati verið vel og lýðræðislega stjórnað á undanförnum árum og kemur þetta samráðsleysi við íbúa verulega á óvart. Ég skora á bæjaryfirvöld að halda áfram að virða skoðanir og rétt íbúa og endurskoða áætlanir sínar um byggingu háhýsa í Hamraborg.

Elín Björg Guðmundsdóttir (Kópavogur, 2020-04-18)

#94

Ég fagna uppbyggingu í og við Hamraborg en tillagan þyrfti að mínu mati að vera margfalt lágstemmdari.

Benedikt Thorarensen (Kópavogur, 2020-04-19)

#97

Of há hús, of mörg, þétt saman, skuggasund.

Jónína G Einarsdóttir (Kópavogur, 2020-04-19)

#98

Allt of mikið byggingamagn miðað við svæði. Svona þétt byggingamagn myndi passa ágætlega fyrir róbóta.
Það má ekki gleymast að fólk er lifandi verur sem þurfa bæði birtu, yl og græn svæði til að líða vel.

Þórunn Selma Þórðardóttir (Kópavogur, 2020-04-19)

#99

Hamraborgin er kannski ekki fallegasti miðbær landsins en hann verður sá allra ljótasti ef þessi hörmung fær að rísa óbreytt. Er græðgin svo mikil að það má ekki byggja smekklegar blokkir í sömu hæð og Hamraborgin! Meira vindrassgatið sem þetta torg þarna verður.

Edvard Guðjónsson (Kópavogur, 2020-04-19)

#101

Lágmark að íbúar fái tækifæri til að hafa áhrif á svona risa framkvæmdir.

Anna Sigríður Magnúsdóttir (Kópavogi, 2020-04-19)

#103

Byggingamagnið er of mikið á hæð og breidd. Þarfir fólksins eru ekki með í gerðum.

Þóra Elfa Bjornsson (Kopavogur, 2020-04-20)

#105

Kynningin á þessu fór eflaust framhjá fleirum en mér. Þegar svona miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar þarf, með góðum fyrirvara, að senda kynningarefni í póstkassa a.m.k. hjá eigendum fasteigna í Fann-og Hamraborg og einnig í nágrenninu. Mér er spurn; er þetta brandari? Alltof þétt byggð og alltof háar byggingar á þessu svæði, óskapnaður.
Þarna er verið að fara offari svo vægt sé til orða tekið! Hverjum er eiginlega verið að þjóna með þessu byggingarmagni?

Sigríður Rut Skúladóttir (Kópavogur, 2020-04-20)

#106

Ég vil ekki láta eyðileggja Kópavog með hárri, allt of þéttri byggð.

Gunnar Sigurjónsson (Kópavogur, 2020-04-20)

#111

Ef það á ekki að breyta gatnakerfinu þannig að það þoli aukið álag til lengri tíma litið (100+ ára) þá finnst mér þetta heimskuleg hugmynd. Þar að auki ætti að kynna svona hluti almennilega, ekki bara með A5 blaði inn um lúgur hjá fólki og vona það besta.
Samskipti skiptir höfuðmáli og getur leyst flest vandamál, en ekki vandamál umferðarþungans sem mun myndast við þessa framkvæmd.
Einnig, eru vegirnir gerðir til að þola þungann frá flutningabílum og vinnuvélum daginn inn og út? Ég bara spyr.

Egill Andri Tryggvason (Kópavogur, 2020-04-21)

#112

Þessi áætlun er algjörlega galin aðallega fyrir þær sakir að þessar byggingar munu nánast hreinsa út bílastæði fyrir fatlaða.

Árni Þráinsson (Reykjavík, 2020-04-21)

#120

Allt of mikið byggingarmagn á litlum reit, vanmat á nærliggjandi innviðum sem ráða ekki við aukninguna eins og t.d. nærliggjandi leik-, og grunnskólar. Vanmat á hljóðmengun, skuggahliðum blokka, umferðarþunga svo eitthvað sé nefnt. Á þessu svæði má alveg taka til að endurhanna en þessi útfærsla gerir ráð fyrir of miklu byggingarmagni á þröngum reit.

Jóhann Sigurbjörnsson (Kópavogur, 2020-04-22)

#122

Allt of þétt byggð.
Of háar byggingar.
Skortur af bílastæðum.

Jónína Hallgrímsdóttir (Garðabæ, 2020-04-22)

#127

Ágúst Freyr

Ágúst Freyr Dansson (Kópavogur, 2020-04-24)

#135

Styð fullkomlega þá yfirlýsingu sem hérna er.

Róbert Óttarsson (Fannborg 9, 2020-04-25)

#137

Óhóflegt byggingarmagn er á reitnum og allar tölur um bílastæði og opin svæði út úr kortinu.

Einar Long Siguroddsson (Kópavogur, 2020-04-25)

#139

Vegna þess að ég held að skipulagið sem kynnt er beri merki um enn eitt klúðrið í skipulagsmálum bæjarins. Ég hef ekki nokkurn skapaðan hlut á móti uppbyggingu Hamraborgar en öll þessi stórhýsi eru áskrift að vandræðum. Minni bæjaryfirvöld á þriðja turninn sem er hálfsteyptur og niðurgrafinn í Lindunum

Guðjón Már Sveinsson (Kópavogur, 2020-04-26)

#142

Ég mótmæli fyrhuguðu skipulagi of hátt og umferð ekki leyst bílasæði sunnan við húsið sem eigendur nr 10 og 12 greiddu fyrir 44 stæði hvar verða þau ekki kemur til greyna að vera í gjaldstæði verður heimilt að leggja á torgi framan við bæjarskrifstofur með framkvæmdir standa yfir ef af verður

Vilhjálmur Einarsson (Kópavogi, 2020-04-27)

#144

Ég skrifa undir vegna þess að mér líkar alls ekki byggingarmagnið á Fannborgarreytnum.

Sigurlaug Gudmundsdottir (kopavogur, 2020-04-28)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...