Göngubrú yfir Sæbraut við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg
Athugasemdir
#2
Vegna þess að ég á 3 börn sem búa í hverfinu og stunda nám í Vogaskóla og MS og þurfa að fara yfir Sæbrautina. Öryggi þeirra er ekki tryggt.Eva Sæland (Reykjavík, 2022-05-05)
#6
Ég hef miklar áhyggjur af börnunum sem þurfa að fara yfir þessa stórhættulegu götu og held að það sé bara spurning um tíma hvenær stórslys verður. Ég vil ekki sjá barn deyja áður en eitthvað verður gert!Fjóla Bjarnadóttir (Reykjavík , 2022-05-05)
#8
Sæbrautin er kunnug fyrir að vera ein af hættulegustu umferðargötum Reykjavíkur. Ég hef sjálf verið næstum keyrð niður þarna á götunni og get ekki hugsað mér að leyfa börnunum mínum að fara ein yfir Sæbraut. Það væri ómetanlegt að fá öruggari leið yfir Sæbraut þar sem það myndi veita börnum og fullorðnum talsvert meira frelsi.Klara Kristjánsdóttir (Reykjavík, 2022-05-05)
#13
Mjög mikilvægt að fá öruggari leið yfir Sæbrautina!Fjóla Guðmundsdóttir (Reykjavík, 2022-05-05)
#14
Ég vil hafa innviðina í mínu nærumhverfi í lagi.Margret Jonsdottir Hjaltested (Reykjavik, 2022-05-05)
#19
Ég skrifa undir vegna þess að ég vil geta farið yfir Sæbrautina á öruggan hátt.Hildur Helgadóttir (Reykjavík, 2022-05-05)
#27
Það er brýn nauðsyn að fá göngubrú yfir Sæbrautina.Margrét Þóra Einarsdóttir (Reykjavík, 2022-05-05)
#28
Svo að börn sé ekki stórhættu við að komast í skóla, sækja tómstundir og heimsækja vini.Hörður Sturluson (Reykjavík, 2022-05-05)
#32
Ung barnabörnin mín eiga leið þarna yfir í skóla og frístundir þar sem engi afþreying er í þessu ört stækkandi hverfi með tel ég nauðsinlegt að leysa þetta mál tafarlaus áður en eitthvað hræðilegt geristHörður Hafsteinsson (Reykjavík, 2022-05-05)
#39
Litla frænka mín þarf að labba þarna yfir reglulega og ég vil að hún sé örugg.Lísa Rún Guðlaugsdóttir (Mosfellsbær, 2022-05-05)
#40
Bý í Vogabyggð og hjóla oft til vinnu. Umferðarþunginn á og útfrá Sæbrautinni er slíkur að það er gjörsamlega galið að setja ekki brú þarna yfir. Ítrekað eru bílar sem keyra yfir á rauðu og bílalestir sem þvera gangbrautirnar. Engin þjónusta er komin í hverfið svo borginni hlýtur að bera skylda til að koma til móts við þau börn sem þurfa að fara þarna yfir til að sækja skóla.Birgitta Sigursteinsdottir (Reykjavík, 2022-05-05)
#43
Ég sem íbúi í Vogabyggð, 104 Rvk, óttast um líf dóttur minnar og annarra barna í hverfinu og vina þeirra sem þurfa daglega að leggja sig í hættu við að fara yfir Sæbrautina.Sigríður Edda Bergsteinsdóttir (Reykjavík , 2022-05-05)
#48
Algjörlega óboðlegt ástand fyrir börn og fullorðna í hverfinuÞorbergur Halldórsson (Reykjavík, 2022-05-05)
#54
Ég vil börnin í hverfinu örugg á leið yfir götuGuðrún Gunnlaugsdóttir (Reykjavik, 2022-05-05)
#58
Dóttir mín þá í 10. bekk stórslasaðist þegar hún var keyrð niður á ljósunum á móts við Holtagarða ( neðri ljósin þar sé beygt er niður að Klepp spítala. Gönguljósin þar virka mjög illa svo flestir gangandi þurfa að hlaupa yfir á rauðu ljósi, þar sem græna ljósið kemur mjög sjaldan. Þetta slys var fyrir 5 árum síðan og þessi ljós virka svona enþá þrátt fyrir að litlu munaði að þarna yrði dauðaslys.Til þess að börn, unglingar og fullorðnir geti farið óhult yfir Sæbrautina er það algjör nauðsyn að koma upp öruggri gönguleið til að tengja saman nýja Vogahverfið, Holtagarða og byggðina fyrir ofan Sæbrautina!
Inga Elsa Bergþórsdóttir Bergþórsdóttir (Reykjavík, 2022-05-05)
#84
Það er fáránlegt að börn þurfi að labba yfir þessa hættulegu götu til að fara í skólannBryndís María Olsen (Reykjavík, 2022-05-05)
#86
Vogabyggð er hluti af hverfinu mínu og það er varla gangandi vegfarendum bjóðandi að þurfa hlaupa yfir Sæbrautina til að komast þangaðAldís Guðbrandsdóttir (Reykjavik, 2022-05-05)
#94
Gatnamótin Sæbraut - Kleppsmýrarvogur/Skeiðarvogur eru stórhættuleg. Þarna er þung og hröð umferð. Hef sjálf í tvígang lent í að vera að ganga yfir á grænu gönguljósi þegar bílar komu á fullum hraða.Göngubrú á þessum stað er nauðsynleg til þess að afstýra alvarlegum slysum á gangangi/hjólandi sem eru á ferð milli gömlu og nýju byggðarinnar í pnr. 104.
Aðalheiður Guðjónsdóttir (Reykjavik, 2022-05-05)
#97
ég á vini og kunningja sem geta ekki hleypt börnunum sínum út að leika í hverfinu sínu.Sigríður Sigurvinsdóttir (Hafnarfjörður, 2022-05-05)
#98
Hef beðið í mörg ár eftir að geta hjólað greitt yfir í Grafarvog, án ljósa.Oskar Einarsson (Reykjavík, 2022-05-05)
#111
Ég hef sem gangandi og hjólandi vegfarandi um þessi gatnamót oft lent í að bílar sem beygja af Kleppsmýrarvegi og til suðurs á Sæbraut sjá ekki gangandi vegfarendur á grænu ljósi. Einnig er umferðarhraði mikill og mikið um stærri ökutæki á þessari leið og í raun bara tímaspursmál hvenær manntjón eða alvarleg slys verða þarna.Jóhannes Jónsson (Reykjavík, 2022-05-05)
#115
Það skiptir gríðarlega miklu máli að fá brú fyrir gangandi vegfarendur yfir Sæbraut við Skeiðarvog. Þetta er forgangsatriði.Tinna Eir Kjærbo (Reykjavík, 2022-05-05)
#125
Ég skrifa undir vegna þess að ég hef ítrekað og börnin mín verið stutt frá því að lenda fyrir bíl á Sæbraut vegna bíla sem eru að beygja og sjá okkur ekki sem gangandi vegfarendur og vegna hraðaksturs.Íris Auður jónsdóttir (Reykjavik, 2022-05-05)
#128
Þetta er bráðnauðsynlegt sem allra fyrst áður er stórslys verður.Þráinn Þórhallsson (Reykjavík, 2022-05-05)
#140
Ég og ungur sonur minn búum í nýju Vogahverfi og viljum ekki vera bundin við að nota bíl í hvert sinn sem við förum á róluvöll, leikskóla, bókasafn, osfrv osfrvAndrea Helgadóttir (Reykjavík, 2022-05-05)
#144
Sárvantar betri gönguleið frá hverfinu sem ég bý í. Yfir mikla umferða götu að fara til að komst í ýmsa þjónustuGuðrún Jónsdóttir (Reykjavík, 2022-05-06)
#155
Við þurfum alltaf að setja öryggi barnanna okkar í forgang og hreint ótrúlegt að það hafi ekki verið tryggt við skipulag nýrra hverfa.Helga Þorsteinsdóttir (Reykjavík, 2022-05-06)
#156
Öruggara umhverfi fyrir fotgangsndi, sérstaklega er mér umhugað um öryggi barna.Hildur Hardardottir (Reykjavík, 2022-05-06)
#158
Líf og limir fólks í Vogabyģgð er í stórfelldri hættu. Byggjum brú áður en einhver lætur lífið.Halldórsdóttir Valgerður (Reykjavík , 2022-05-06)
#162
Mér er annt um að börn geti ferðast í skóla og tómstundir án þess að setja sig í hættu.Þórunn Þórólfsdóttir (Kópavogur , 2022-05-06)
#171
Mikilvæg tenging nú þegar fyrir gangandi og hjólandi umferð að komast yfir Sæbraut. Eins að tryggja aðgengi íbúa þangað til Sæbrautar- verkefni lýkur. Þarna liggur ein aðal hjóla og gönguleið um austurhverfi borgarinnar.Elísabet Halldórsdóttir (Reykjavík, 2022-05-07)
#173
Það er hrikalegt að fara yfir Sæbrautina við Skeiðarvog. Ljósin stutt, miðja götunnar hættuleg að standa á (mjó eyja) og umferð mikil. Nú er einnig að koma nýtt hverfi þarna fyrir neðan sem mun tengjast hverfinu ofan Skeiðarvogs.Gudrun Birna Olafsdottir (Reykjavík , 2022-05-07)
#177
ég á heima i vogahverfinuInga sigurðardóttir (reykjavik, 2022-05-10)
#181
Öryggi barna á alltaf að vera í 1.sætiBirna Björnsdóttir (Reykjavík, 2022-05-10)
#182
Íbúum fer hratt fjölgandi í hverfinu og margir þurfa að fara yfir Sæbrautina.Guðlaug Bjarnadóttir (Kópavogur, 2022-05-10)
#192
Þetta er mikil nauðsyn, mikið af skólabörnum koma til með að fara yfir sæbrautina. Auk þess er nú þegar þó nokkur traffík gangandi og hjólandi fólksEllen Klara Eyjólfsdóttir (Reykjavík, 2022-05-10)