Enga jarðefnaverksmiðju í Þorlákshöfn

Athugasemdir

#1

Ég skrifa undir vegna þess að ég vil ekki sjá það að fá risavaxna jarðefnaverksmiðju í Þorlákshöfn með tilheyrandi þungaumferð. Ég treysti því ekki að við íbúarnir fáum að eiga lokaorðið og vill ekki að starfsfólk sveitarfélagsins eyði meiri tíma í þetta heldur en orðið er, en verkefnið er búið að vera í undirbúningi í 2-3 ár.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir (Þorlákshöfn, 2022-11-15)

#3

Ég kæri mig ekki um að fá þetta í mitt sveitarfélag. Þá mun ég hugsa um að flytja héðan!

Hanna Gestsdottir (Þorlákshöfn , 2022-11-15)

#12

Mér þykir vænt um náttúru Ölfus og því þykir mér þetta ekki góður kostur, sem þessi aðgerð er risabyggingar sem taka af sjóndeildarhringinn, gríðarleg umferð flutningabifreiða, jarðrask svo heilu kennileitin hverfa auk þess að ekki er sýnilegt hvernig hægt sé að útiloka rykmengun og af sand- og moldviðri er nú þegar nóg.

G.Ásgerdur Eiríksdóttir (Þorlákshöfn, 2022-11-15)

#18

Ég hef engann áhuga á stóriðju sem þessari inni í bænum

Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir (Þorlákshöfn, 2022-11-15)

#21

Skemmir ásýnd bæjarins og Þorlákshöfn á ekki að standa fyrir mengandi stóriðju og stanslausri umferð þungra vörubíla með tilheyrandi slysahættu. Innviðir eru svo langt frá því að þola þetta!

Eydís Gréta Guðbrandsdóttir (Þorlákshöfn , 2022-11-15)

#23

Ég er fædd og uppalinn í Þorlákshöfn þótt ég búi annarsstaðar núna. Planið hefur lengi verið að flytja með fjölskylduna aftur heim í Þorlákshöfn en ég er ekki viss um að ég vilji það ef þessi verksmiðja verður að veruleika

Linda Björg Arnheiðardóttir (Reykjanesbær , 2022-11-15)

#28

Ég kann illa við þær hugmyndir að reisa þessa stóriðju innan bæjarmarkanna, sveitarfélagið á gnægðir af byggingalandi og ætti ekki að skipta allt svo miklu máli nákvæmlega hvar verksmiðjan stendur, möguleikarnir á hafnarbyggingu fyrir þessa verksmiðju eru einnig fyrir hendi, þá eða annarskonar flutningur efnis til útskipunar. Verksmiðjan er ljót ásýndar(Staðreynd) og ljóst má þykja að líkur á að af henni hljótist annað ónæði eru ansi miklar sbr. reynslu Akurnesinga af sinni sementverksmiðju, mengunar frá henni, hljóð og loftmengun auk tíðra óhappa sem losa ryk, tæra bíla og húsþök og hafa órannsökuð en óþörf slæm áhrif á heilsu íbúa. Þessi verksmiðja á ekki heima innan bæjarmarkanna, en sveitarfélagið á nóg land hér í kring, þar sem þessi verksmiðja má vera mín vegna.

Sævar Örn (Þorlákshöfn, 2022-11-15)

#53

Að hafa svona í litlu þorpi er bæði sjónmengun og loftmengun það verður ryk út um allt, hafandi búið í ártúnsholti nálagt sandverksmiðju

Hafþór Hilmarsson O'Connor (Reykjavik, 2022-11-16)

#61

...Þorlákshöfn var framsækið sveitarfélag sem tekið var til fyrirmyndar í rekstri og stefnu í málefnum atvinnulífs og þeirri starfsemi sem sækjast ætti eftir, en snúa á öllu því á hvolf, hoppa áratugi aftur í tímann og gera stórkostleg og óafturkræf mistök sem þegar hafa verið gerð í fleiri sveitarfélögum á landinu. Þetta er ævintýralega vitlaus hugmynd svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Gísli Sigurður Gunnlaugsson (Þorlákshöfn , 2022-11-16)

#64

Mér er annt um heilsu barna minna!

Anna Linda Sigurðardóttir (Þorlákshöfn , 2022-11-16)

#82

Ég elska að koma í Þorlákshöfn, mitt æskuheimili og hafna því alfarið að þar muni rísa stóriðja með tilheyrandi mengun, umferð og lýti fyrir bæinn.

Hugrún Vignisdóttir (Selfoss, 2022-11-16)

#83

Ég vil ekki fá svona mengun inn í bæinn þar sem börnin mín eru úti í leik!!!

Dís Bjarney Kristinsdóttir (Þorlákshöfn, 2022-11-16)

#86

Ég hef engan áhuga á að fá þessa verksmiðju í Þorlákshöfn.

Jóna Eydís Jónsdóttir (Þorlákshöfn , 2022-11-16)

#92

Ég vil alls ekki svona stóriðju í sveitarfélagið mitt

Elín Björg Jónsdóttir (Ölfus, 2022-11-16)

#97

Alls ekki góð staðsetning - eyðileggur útlit bæjarins, með því fyrsta sem fólk sér þegar það keyrir að bænum.

Aðalbjörg Halldórsdóttir (Þorlákshöfn, 2022-11-16)

#102

Ég vil ekki þetta fyrirtæki í mitt sveitarfélag!!!!!!

Sigurhanna Björg Hjartardóttir (Þorlákshöfn, 2022-11-16)

#104

Ég bý í næsta nágrenni og kem mikið þangað og er annt um umhverfið

Sædís Ósk Harðardóttir (Eyrarbakki, 2022-11-16)

#130

Þetta yrði mikið lýti á bænum sem hefur verið fegraður svo um munar á undanförnum árum. Þetta er of hár fórnarkostnaður fyrir of fá störf.

Árný Leifsdóttir (Þorlákshöfn, 2022-11-16)

#133

Ég er aðventisti en trúfélagið þeirra á landið sem námurnar tvær eru á sem verða nýttar ef af þessum framkvæmdum verður. Samningurinn var gerður við fyrirtækið Eden á óheilum forsendum (og þeir gerðu síðan samning við Eden) og um helmingur safnaðarmeðlima er á móti þessu verkefni vegna þess. Ég er líka á móti framkvæmdunum fyrirhuguðu vegna áhrifa þeirra á náttúru Íslands og vil ekki sjá erlend risafyrirtæki éta upp íslenska náttúru sem hráefni. Það samræmist ekki skoðun flestra Íslendinga á náttúrunni og heldur ekki túrismanum sem við leggjum undanfarið áherslu á. Að þetta sé gott fyrir náttúruna er bara grænþvottur risafyrirtækis og stjórnmálamanna.

Jón Hjörleifur Stefánsson (Reykjavík, 2022-11-16)

#135

Þetta varðar landið allt....ekki bara Þorlákshöfn.

Stefán Stefansson (Akureyri , 2022-11-16)

#138

Ég er alfarið á móti byggingu þessarar verksmiðju.

Guðrún Hrönn Stefánsdóttir (Þorlákshöfn, 2022-11-16)

#139

Ég er algjörlega mótfallin þessum áformum og viðræðum við Heidelberg

Halldóra Kristín Pétursdóttir (Hafnarfirði , 2022-11-16)

#144

Ég mótmæli því að nátturu Íslands sé spillt með námugreftri og að umhverfi og samfélagi Þorlákshafnar sé fórnað í þágu erlends stóriðjufyrirtækis

Guðlaug Þórsdóttir (Reykjavík, 2022-11-16)

#145

Þetta er náttúruspillandi að öllu leyti - og það hefur sýnt sig oftar en einu sinni að það eru miklu frekar fyrirtækin sem hagnast á þessu en bæjarfélögin.

Olafur Palsson (Reykjavik, 2022-11-16)

#148

Þessi framkvæmd er umhverfisslys fyrir hvaða bæjarfélag sem er. Gerið betur Ölfus.

Egill Örn (Hafnarfjörður, 2022-11-16)

#149

Gegn Heidelberg Cement

Ómar Torfason (Eyrarbakki, 2022-11-16)

#152

Myndi vilja sjá þetta á öðrum stað en fyrirhugað er.

Þóra Kjartansdóttir (Þorlákshöfn , 2022-11-16)

#155

Þorlákshöfn er mitt æskuheimili, fjölskyldan mín býr þar. Mér þykir vænt um bæinn og þessi verksmiðja er ekki af því góða.

Henný Moritz (Reykjavík, 2022-11-16)

#161

NEI TAKK !!!!
Erlend fyritæki ætlar að nota Íslenka náttúruna sem hráefni til þess að búa til umhverfivænt sement.Ég sé ekkert umhverfisvænt við það að þungaflutningabílar keyra stanslaust efni úr Litlu Sandfelli og Myrdalssandi á okkar vegum og mengandi skipum flytja efnið út. Misnotkun á Íslensku Náttúruna ! Misnotkun á orðinu UMHVERFISVÆNT !

Monika Abendroth (170, 2022-11-16)

#163

Ég er uppalin í Þorlákshöfn og þykir mjög vænt um gamla bæinn minn, kem oft þangað og á marga ættingja og sé ekki að þetta sé rétta staðsetningin eða rétta fýrirtækið á þennan stað

Grimsdottir Thora (Selfoss, 2022-11-16)

#171

Ég kem að ca 8 sinnum á mánuði í Þorlákshöfn og nýt útivistarsvæðið, sem er algjörlega einstakt. Ég keyri alla leið frá Seltjarnarnesi.
Hræðilegt er að sjá hvað er að eiga sér stað í Þorlákshöfn, allt frá þessari jarðefnaverksmiðju yfir í stækkun á varnargarðinum í höfninni. Ásýnd bæjarins verður verri og verri með tímanum á meðan aðrir bæjir á suðurlandi blómstra. Horfið á nágranna ykkar, Hveragerði og Selfoss.

Atli Guðbrandsson (Seltjarnarnes , 2022-11-16)

#179

Ég skil áhyggjur íbúa Þorlákshafnar fullkomlega.
Það er algjör bilun að fara að bæta þessum miklu þungaflutningum á þjóðvegina á suðurlandi !
NEI TAKK !

Þorleifur Geirsson (Borgarnes, 2022-11-16)

#180

Umhverfissjöll og mengun.

Halldóra Sólbjartsdóttir (Reykjavík , 2022-11-16)

#185

Styð heimafólk

Heiðrún Edda Ingþórsdóttir (Dalvík, 2022-11-16)

#199

Ég er á móti þessu

Solrun Jonsdottir (Reykjavik , 2022-11-16)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...