Stöðvum fyrirhugaða lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar

Athugasemdir

#5

Unglingasmiðjurnar veita ungmennum, sem ekki finna sér samastað innan hefðbundna félagsmiðstöðva og tómstundastarfa, athvarf til að blómstra og styrkjast félagslega. Það eru stórkostlegar breytingar til hins betra sem hafa náðst með þátttöku í smiðjunum.
Unglingar sem eru félagslega einangruð er nefnilega svo falinn hópur þar sem þau eru ekki til vandræða og vandinn ekki áberandi nema fyrir þeim sjálfum og stundum (en ekki alltaf) fjölskyldu þeirra.
Það skiptir þau samt svo miklu máli, til að eflast og þroskast í félagslegum samskiptum því það hefur svo mikið að segja varðandi þeirra framtíð, velgengni, líðan og heilsu.
Það að vera skilin útundan frá jafningjahópnum getur haft mikil neikvæð áhrif á mótun sjálfsmyndarinnar og það hefur mikil áhrif á líðan og hegðun viðkomandi til lengri tíma.
Rannsóknir hafa einnig sýnt að félagsleg einangrun er beintengd við ýmsa erfiðleika svo sem afbrotahegðun, vímuefnanotkun, þunglyndi og sjálfsvíg.

Sigurlaug Traustadóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#7

Ég tel að líf unglinga sem eiga undir högg að sækja vegna ýmissa félagslegra vandkvæða sé í hættu verði félagsmiðstöðunum, örugga skjólinu þeirra, lokað.
Sparnaður á ekki heima í þeim málaflokkum sem tryggja öruggt líf.
Hugsum alla leið <3

Sigríður Inga Björnsdóttir (Neskaupstaður, 2022-12-09)

#10

Þetta er nauðsynleg þjónusta

Gunnhildur Sunna Albertsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#18

Hef reynslu af Unglingasmiðjunum úr mínu starfi, starfsemin hefur gefið mörgum ungmennum mikla gleði og nauðsynleg tækifæri til þess að þroskast og dafna. Væri skandall að loka þeim.

Aðalbjörg Bjarnadóttir (Bonn, 2022-12-09)

#21

Alltof flott úrræði til að því verði lokað.

Þóra Guðjónsdóttir (Kópavogur, 2022-12-09)

#22

Starfa sem félagsráðgjafi og PMTO meðferðaraðili hjá Rvk.borg og hef séð hvaða áhrif þátttaka í smiðjunum hefur á líf ungmenna sem upplifa sig útundan og vinalaus. Þessi ungmenni munu ekki mæta í félagsmiðstöð í sitt hverfi. Það mun verða mun dýrara að hætta með smiðjurnar en að halda þeim opnum, vandinn og kostnaðurinn mun bara flytjast yfir í félagsþjónustuna seinna meir. Smiðjurnar verða að fá að halda áfram!

Heiða Þorleifsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#23

Það er mikilvægt að halda þessum úrræðum opnum til að aðstoða unglinga sem eiga erfitt með félagsleg samskipti og/eða eru jaðarsett af einhverjum ástæðum. En í starfi mínu sem félagsráðgjafi barna- og fjölskyldudeild er ég að vísa börnum í unglingasmiðjur.

Matthildur Björg Bjarnadóttir (Mosfellsbær, 2022-12-09)

#25

Þetta er viðkvæmur hópur sem er í þörf fyrir stuðning af þessu tagi.

Elva Hjálmarsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#40

Lífsnauðsynlegt úrræði

Rakel Ólafsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#46

Mikilvægur stuðningur fyrir ungt fólk með margvíslega vanda. Það er seinni tíma tap ef ekkert er í boði fyrir þennan viðkvæma hóp. Þið vitið það alveg eða ættuð allavega að vita það.

Elísabet Auðardóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#47

Ættingi minn nýtti þetta úrræði vel og merfinnst skömm ef Reykjavíkurborg ætlar að láta fjármálarugl bitna á börnum sem þurfa á hjálp að halda. Reykjavíkurborg fjárfestið í framtíðinni með því að halda áfram með þetta mikilvæga starf.

Erla Guðrún Sigurðardóttir (Hafnarfjörður, 2022-12-09)

#51

Gegn lokun Stígs og Traðar

Stella Sigurðardóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#59

Sem fyrrverandi forstöðumaður Unglingasmiðjann til margra ára veit ég að þetta úrræði fyrir félagslega illa stadda unglinga, auk annarra erfiðleika, skipta sköpum og hafa hjálpað hundruðum unglinga til betra og jákvæðara lífs. Sú hugmynd að veita þessum unglingum viðlíka þjónustu, umhyggju og einstaklingsbundin stuðning innan félagsmiðstöðva hefur margoft komið upp í gegnum tíðina. Sú hugmynd hefur jafnoft verið sópað út af borðinu, enda getur ekkert slíkt komið í veg fyrir þann stuðning og þjónustu, sem unglingarnir fá í unglingasmiðjunum. Viðkomandi unglingar þurfa einmitt smiðjunnar til að styrkja sjálfstraust og félagsfærni til þess e.t.v. Í framtíðinni að sækja félagsmiðstöðvar eða viðlíka félagsstarf. Ég mótmæli harðlega áformum Reykjavíkurborgar um að leggja niður unglinasmiðjurnar og tel það mikið glapræði og skort á framtíðarsýn.
Með kveðju, Þórunn Ólý Óskarsdóttir

Þórunn Ólý Óskarsdóttir (Reykjavik, 2022-12-09)

#66

Unglingasmiðjurnar hafa nýst barninu mínum mjög vel og þarna líður henni vel.
Mjög mikilvægur vettvangur fyrir börn sem eru félagslega einangruð.

Elín Gunnsteinsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#73

Ég skrifa undir vegna þess að ég þekki til starfsemi Stígs og veit hversu frábært starf er unnið þar með ungmenni sem finnst þau vera utanveltu og þurfa stuðning.

Kristin Thorsteiinsdottir (Reykjavík, 2022-12-09)

#78

Það má ekki leggja þetta góða starf niður.

Hjördís Inga Ólafsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#98

Umglingasmiðjurnar gegna afar mikilvægu hlutverki í þjónustu við jaðarsett börn og ungmenni sem standa höllum fæti. Ég hef séð svo stórkostlegan viðsnúning hjá ungmennum sem voru félagslega einangruð með slaka sjálfsmynd og lítið sjálfstraust, einstaklingum sem áttu erfitt með að sjá framtíð sína en eru flottir þátttakendur í lífi og starfi í dag. Starf unglingasmiðjanna er forvörn til framtíðar. Ef horft er á heildarmyndina þá er það sparnaður til lengri tíma litið.

Ísabella Theodórsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#111

Mikilvægt úrræði fyrir félagslega einangraða unglinga. Að loka úrræðinu á þessum tímapunkti væri afar óskynsamlegt þar sem við finnum að félagslegur vandi unglinga hefur aukist síðustu misseri.

Edda Sif Gunnarsdóttir (Garðabær, 2022-12-09)

#128

Þar sem ég er 52. Ára nýtti mér unglinga atkvarf sem unglingur finnst mér þetta nauðsynleg starfsemi. Sem spara Borginn pening í lokinn. Unglingar þurfa aðstoð núna ekki þegar vandamálin hafa margfaldast.

Elisabet María Garðarsdóttir (Reykjavik, 2022-12-09)

#130

Reykjavíkurborg á að skera niður annars staðar en þarna 😡😡😡😡

Herdís S Gunnlaugsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#138

Vegna þess að ég veit hversu magnað starf er unnið með ungmennum bæði í Stíg og Tröð

Guðlaug Rún Hisladóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#139

Sem fyrrverandi starfsmaður þá þekki ég úrræðið vel og fékk að upplifa á eigin skinni gleðina sem óx hjá unga fólkinu og valdeflinguna. Var að vinna rannsókn þar sem kom bersýnilega í ljós að úrræði sem þetta getur verið upp á líf og dauða. Það er ekki mörg úrræði seþ grípa þennan hóp, þarf að vinna miklu meira í að efla unga fólkið okkar og leyfa þeim að finna sinn styrk. Það er einmitt áhættuþáttur þegar ungmenni tilheyra ekki, í unglingasmiðjunum tilheyra þau hópi, þau skipta máli og þau eru eins og blóm sem springa út.

Jóhanna Hildur Hauksdóttir (Garðabær, 2022-12-09)

#141

Mikið af ungu fólki glímir við alls konar og stundum baklandið erfitt. Það hefur lengi verið talað um að börnunum okkar líði illa og drengjum vegni ekki nógu vel í skólum landsins. Ekki loka úrræði sem hjálpar börnunum okkar!!!! Ekki gera bara eitthvað, það er komin reynsla á þetta úrræði og hefur reynst vel.

Selma Þorvaldsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#148

Það er eitt mikilvægasta hlutverk okkar sem samfélags að sinna börnunum okkar svo sómi sé að.

Svava Kristjánsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#178

Þessi börn/fólk þurfa þessa þjónustu til að komast af

Erla Sigríður Guðjónsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#180

Mikilvæg starfsemi.

Gunnhildur Ólafsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#181

Mikils virði fyrir brothætta skjólstæðinga

Oddur Ólason (Reykjavík, 2022-12-09)

#187

Þetta er hópur sem ekki er hægt að láta niðurskurðarhnífinn stinga í hjartastað.

Kolbrún Ósk (Reykjavík, 2022-12-09)

#192

Þetta er mjög mikilvæg úrræði sem má alls ekki missa sín

Sigrun Sigfúsdóttir (Mosfellsbær, 2022-12-09)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...