Styðja skal við starfsemi listdansskóla til samræmis við annað listnám!

Athugasemdir

#2

Börn eiga jafnan rétt til listnáms og tómstunda. Dansskólar eru ekkert styrktir (fyrir utan listdansbraut á framhaldsskólastigi) á meðan aðrar listgreinar og tómstundir fá styrk sem gerir rekstur dansskóla erfiða sem þurfa að vera samkeppnishæfir öðrum greinum

Gerður Guðjónsdóttir (Mosfellsbær, 2023-03-20)

#6

Stuðnings á faglegu dansnámi

Helena Jonsdottir (Reykjavík, 2023-03-20)

#14

Ég mótmæli því misrétti sem listdansnemar búa við. Styðja þarf við listdansnám til jafns við annað listnám og ýta með því undir faglega uppbyggingu listgreinarinnar, danssamfélaginu til heilla.

Irma Mjöll Gunnarsdóttir (Garðabær, 2023-03-20)

#17

Jöfn tækifæri fyrir börnin okkar

Nanna Guðbergsdóttir (108, 2023-03-20)

#25

Dans hefur fylgt okkur mannfólkinu frá því að samfélög urðu fyrst til. Það er dýrmætur menningararfur sem felst í að læra dans en hann varðveitist í líkama hvers dansara. Listdans er þar að auki krefjandi og gefandi nám sem hjálpar nemendum þess í öllu sem þau taka sér fyrir hendur síðar meir. Dansþjálfun eykur á líkamslæsi þáttakenda, eykur rýmisgreind þeirra, eflir stærðfræðihugsun og vekur áhuga margra á mannslíkamanum en margir sem æfa listdans starfa síðar í heilbrigðisgeiranum. Ég gæti teflt svo margt fleira fram til að réttlæta fjárveitinga til þessa náms en það ætti ekki að þurfa. Listdansinn er hrífandi og fjölbreytt listform sem hreyfir við marga.

Auður Ragnarsdóttir (Reykjavík, 2023-03-20)

#27

Stuðningur við listdansnám ætti að vera sá sami og við tónlistarnám.

Hafdís Huld Þrastardóttir (Mosfellsbær, 2023-03-20)

#31

Stjórnvöld verða að klára þessa vegferð sem þau hófu 2005/6 og koma fjármögnun listdansnáms í eðlilegt og sambærilegt horf að aðrar listgreinar og íþróttir barna. Lög um listdansnám strax!

Guðmundur Helgason (Reykjavik, 2023-03-21)

#37

Dóttir mín rekur ballettskóla.

Guðrún Jónsdóttir (Hafnarfjörður , 2023-03-21)

#41

Ég er leikkona, leikstjóri og dansari. Ég stundaði nám frá 9-19 ára aldurs við Listdansskóla Íslands meðan hann var ennþá ríkisrekinn og er óendanlega þakklát fyrir að hafa getað stundað gæðanám frá unga aldri sem mótaði mig sem listamann til framtíðar. Ég veit að sú þekking og reynsla sem fylgir Listdansskóla Íslands eru auðæfi sem við viljum alls ekki tapa. Það er óskiljanlegt að ekki sé stuðningur við listdanssnám á grunnstigi. Nú breytum við þessu.

Álfrún Örnólfsdóttir (Reykjavík, 2023-03-21)

#48

Ég tel nauðsynlegt að börn og unglingar hafi aðgang að listdansnámi í hæsta gæðaflokki í sínu eigin landi. Það lítur ekki vel út fyrir ráðuneytið að listnám þar sem stelpur eru í meirihluta sé látið falla milli skips og bryggju.

Sara Þrastardóttir (Kaupmannahöfn, 2023-03-21)

#49

Mér finnst sjálfsagt að börn þessa lands geti stundað listdans eins og þau geta stundað íþróttir eða lært á hljóðfæri. Það á að vera val.

Ingibjörg Kjartansdóttir (Reykjavík, 2023-03-21)

#52

nauðsynjar.

Páll Baldvinsson (Reykjavik, 2023-03-21)

#53

Jöfn tækifæri fyrir börnin okkar óháð hæfileikum og vali á tómstundum/listnámi!

Jónína Björk Vilhjálmsdóttir (Kópavogur, 2023-03-21)

#56

Listdans var mitt helsta áhugamál sem barn, ég beið spennt eftir að fara á æfingar á hverjum degi. Hann á klárlega eiga rétt á sambærilegum styrkjum og aðrar tómstundir.

Eyrún Arna Eyjólfsdóttir (Kópavogur, 2023-03-21)

#72

Mitt barn stefnir á listdansnám á framhaldsstigi og jafnvel lengra, það er ótrúlegt að stjórnvöld styðji ekki við listdansnám eins og við tónlistarnám.

Ég hvet alla til að skrifa undir þennann lista. 🙏

Tinna Bessadóttir (Hafnarfjörður, 2023-03-21)

#74

Það er svo mikilvægt að hlúð sé að grunnnámi í listgreinum. Listdansskóli Íslands er afburðar skóli en er fjársveltur og getur ekki haldið áfram rekstri að óbreyttu.

Thorunn Larusdottir (Reykjavík, 2023-03-21)

#108

Mér finnst listdans skipta jafnmiklu máli of aðrar listgreinar og íþróttir.

Þórunn Halldóra Matthíasdóttir (Reykjavík, 2023-03-21)

#114

Ég væri ekki dansari í dag án Listdansskóla Íslands. Listdans er nauðsyn á Íslandi og það er skammarlegt að það se ekki stutt nánda nærri nóg við þetta listform.

Erna Jonasdottir (Reykjavík, 2023-03-21)

#116

ég er með tvö börn í ballet

Arnar Leifsson (Kópavogur, 2023-03-21)

#130

Ég á dóttur í dansnámi og veit hversu mikilvægt það er að börn og ungmenni hafi kost á fjölbreyttni í námi og tómstundum

Karen Elísabetardóttir (Reykjavík, 2023-03-21)

#132

Skiptir mig og börnin mín máli.

Jóhanna Másdóttir (Hafnarfjörður, 2023-03-21)

#133

Tryggja þarf öllum börnum sömu tækifæri.

Edda M Hilmarsdóttir (Kópavogur, 2023-03-21)

#135

Mikilvægt að grunnnám í listdansi sé styrkt

Kristján Guðmundsson (Kópavogur, 2023-03-21)

#136

Mer finnt mjög mikilvægt að stuðningur til dansnams se gert skil.

Ragnheiður S Bjarnarson (Reykjavík, 2023-03-21)

#138

Ég vil að dóttir mín fái tækifæri til jafns við aðra að láta drauma sína rætast.

Þórunn Bjarkadóttir (Garðabær, 2023-03-21)

#157

Dætur mínar stunda listdansnám og finnst mér að öll börn eigi að hafa möguleika á að læra listdans. Að dansa er og gefur af sér miklu meira en margir halda td: frelsi,fegurð,
Jákvæður sjálfsagi, gleði, jákvæð hreyfing og uppbygging, sjálfstraust, sköpun og miklu,miklu meira.

Brynja Grétarsdóttir (Seltjarnarnes, 2023-03-21)

#159

Leiðrétta þarf þá miklu mismunun sem mism listgreinar búa við

Davíð Ingason (Reykjavík, 2023-03-21)

#160

Það þarf að styðja betur við listdanssnám á íslandi.

Stefanía Sigfúsdóttir (Reykjavík, 2023-03-21)

#163

Að dóttir mín á ekki að líða fyrir það að hennar hæfileikar liggji í listinni. Öll börn eiga að hafa jafnan möguleika og jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar, hver sem sú iðkun er.

Saga Steinsen (Reykjavík, 2023-03-21)

#169

Jöfn tækifæri barna okkar skiptir máli og dansinn er ástríða líkt og önnur listform!

Elsa Maria Blöndal (Reykjavík, 2023-03-21)

#173

Tryggja börnum og ungmennum jöfn tækifæri er kemur að vali á listnámi, óháð því hvaða listgrein eða tómstund á í hlut.

Oliver Kentish (Reykjavik, 2023-03-21)

#174

Ballettinn hefur gjörbreytt lífi sonar míns. Drengur með ADHD og lesblindu sem íslenskt skólakerfi gerir ekki ráð fyrir hóf ballettnám fyrir tveimur árum. Þar blómstrar hann. Dansnámið hefur aukið sjálfstraust hans, hann hefur fundið styrkleika sína. Í ballettinum stendur hann jafnfætis samnemendum sínum. Hann nýtur sín í dansinum, þetta umhverfi hentar mínu barni. Það sem þarf til að þetta umhverfi þrífist eru góðir stjórnendur, kennarar og starfsfólk með ástúð fyrir dansinum. En rekstrarumhverfi listdansskólanna getur ekki verið ástúðin ein. Það þarf fjármagn. Það þarf að styrkja og styðja listdans og listnám í landinu. Það þarf að styrkja og styðja börnin sem falla ekki inn í venjulegt skólaumhverfi. Það þarf að tryggja fjárframlög til listdans á Íslandi og að þau framlög séu í samræmi við umfang námsins.

Guðrún Eldon (Reykjavík, 2023-03-21)

#175

Árið 2006 gerði ráðuneytið samning við Danslistarskóla JSB og 2 aðra listdansskóla í Reykjavík til að sinna listdanskennslu á grunn og framhaldsstigi.
Samið hefur verið um kennslu á framhaldskóla stigi, en engir samningar eru um kennslu á grunnstigi.
Mismikill styrkur hefur fengist fyrir grunnnámi á hverju ári og kemur í lok skólaárs,sem er afar óheppilegt og löngu orðið tímabært að koma þessum málum í eðlilegt og rétt horf.
Við tökum heilshugar undir það að ráðuneytið gangi frá þessum málum sem fyrst.

Bára Magnúsdóttir (Reykjavík, 2023-03-21)

#176

Jöfn tækifæri fyrir börnin okkar óháð vali á listnámi

Kristjana Sigurðardóttir (Reykjavík, 2023-03-21)

#184

Ég skrifa undir þennan lista því ég á barn í listdansnámi sem ég vil að hafi sömu möguleika og hitt barnið mitt sem er í tónlistarnámi.

Jón Jósep Snæbjörnsson (Garðabæ, 2023-03-21)

#186

Listdans er þroskandi, félagslega eflandi, skapandi og stuðlar að heilbrigði. Öll börn og ungmenni ættu að hafa tækifæri til þess að stunda slíka íþrótt, sem er öðrum (og styrktum) íþróttagreinum enginn eftirbátur.

Edda Kentish (Kópavogur, 2023-03-21)

#188

Vegna þess að auðvitað eiga list og tónlistarnám að vera á sama stigi.

Birta Dís Magnúsdóttir (Kópavogur, 2023-03-21)

#193

Ég hef stundað dans og kennt listir alla lengst af starfsævinni og veit mikilvægi og verðmæti listgreina fyrir samfélög og mannkynið.

Íris Lind Sævarsdóttir (Egilsstaðir, 2023-03-21)